Foreldragreining með DNA - Staðfesting á uppruna
Stjórn hefur gefið út hverjar eru viðurkenndar rannsóknarstofur vegna DNA greininga þegar staðfesta á ætterni eða uppruna, stundum kallað foreldragreiningar. MATÍS er viðurkennd rannsóknarstofa.
Reglur félagsins sem fram koma í Reglum um skráningu í ættbók varðandi DNA próf eru eftirfarandi:
9.1. Sýni, hvort sem um ræðir blóð, stroku- eða annars konar sýni, skulu tekin af dýralækni.
2. Þegar DNA sýni eru tekin er gerð krafa um að varanlegt auðkenni (örmerki eða tatto) hundsins sé skoðað og staðfest af þeim dýralækni sem tekur sýnið. Auðkenni þarf einnig að koma fram á niðurstöðuvottorði frá rannsóknarstofu.
3. Stjórn HRFÍ getur gefið út lista yfir viðurkenndar rannsóknarstofur.
Þá er það áréttað að sýni skuli berast beint frá dýralækni til Matís til greiningar í samræmi við vinnulag.
Reglur félagsins sem fram koma í Reglum um skráningu í ættbók varðandi DNA próf eru eftirfarandi:
9.1. Sýni, hvort sem um ræðir blóð, stroku- eða annars konar sýni, skulu tekin af dýralækni.
2. Þegar DNA sýni eru tekin er gerð krafa um að varanlegt auðkenni (örmerki eða tatto) hundsins sé skoðað og staðfest af þeim dýralækni sem tekur sýnið. Auðkenni þarf einnig að koma fram á niðurstöðuvottorði frá rannsóknarstofu.
3. Stjórn HRFÍ getur gefið út lista yfir viðurkenndar rannsóknarstofur.
Þá er það áréttað að sýni skuli berast beint frá dýralækni til Matís til greiningar í samræmi við vinnulag.