Stjórn Hrfí boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í Verslunarskóla Íslands, bláa sal og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning formanns og stjórnarmanna skv. 10.gr laga félagsins.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál
-Tillaga stjórnar um að selja fasteign Síðumúla 15 lögð fram til samþykktar félagsmanna, enda skal bera allar meiriháttar fjárskuldbindingar undir félagsfund samkvæmt 13. gr. laga Hrfí.
Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2021, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2021 voru sendir til félagsmanna í lok árs 2020. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
Í framboði í stjórnarkjöri eru:
Formaður: Daníel Örn Hinriksson
Aðalstjórn: Helga Kolbeinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir
Varastjórn: Anna María Ingvarsdóttir
Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.
Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands