Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Af gefnu tilefni

27/4/2018

 
Picture
Hundaræktarfélag Íslands er almennt félag og í því eru um 3500 félagsmenn.  Tekjugrunnur félagsins er takmarkaður og leyfir fjárhagur okkar ekki fleiri launaða starfsmenn en þrjá, sem sinna helstu daglegu verkefnum á skrifstofu félagsins. Að öðru leyti byggir umfangsmikil starfsemi á sjálfboðavinnu, sannkölluðu hugsjónastarfi fólks sem á það sameiginlegt að elska hunda. Mér finnst það magnað hversu miklu starfi hægt er að halda úti á þessum forsendum og hversu margir eru reiðubúnir að hjálpa til.
​
​Ekki síst þess vegna er ég undrandi á þeirri neikvæðu umræðu og því niðurrifi og persónulegu árásum sem finna má á netinu í garð þeirra aðila sem eru í trúnaðarstöðum og sinna sjálfboðastarfi í félaginu. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta geti farið saman, að svona margir séu tilbúnir að gefa af sér og tíma sínum til félagsins á meðan svo hvöss umræða tíðkast um félagið, félagsmenn og þá sem þar taka að sér verkefni.

Ég ákvað að skoða umræðuna þannig að greinarmunur væri gerður á ábyrgri og málefnalegri gagnrýni annars vegar og niðurrifi og árásum hins vegar.  Ég er þeirrar skoðunar að ábyrg og málefnaleg gagnrýni sé af hinu góða og að hún þrói og þroski umræðu og stefnumótun. Hún beinist að málefnum en ekki persónum og hún er lausnamiðuð. Hún á ekkert skylt við niðurrif og persónulegar árásir sem ekki eru settar fram í neinum öðrum tilgangi en að brjóta niður og eyðileggja, koma höggi á einstaklinga með stóryrtum fullyrðingum, dómhörku, tillitsleysi, skilningsleysi, yfirgangi, frekju og jafnvel af illum hug. Þegar ég las yfir umræðuna með þessa aðgreiningu í huga komst ég að þeirri niðurstöðu að sem betur fer er það afar fámennur hópur sem heldur úti þessari óvægnu og neikvæðu umræðu og sá hópur er nokkuð einangraður og er ekki áberandi í sjálfboðaliðastarfi félagsins í dag. Það á sinn vettvang á samfélagsmiðlum og reynir að draga aðra þangað inn. Fáir taka þátt í umræðunni sem er þessu marki brennd.

Á vefnum er hins vegar að finna umfangsmikla umræðu um málefni hunda, allt frá þjálfun og vinnu með hunda, ræktun þeirra og hundamenninguna almennt.  Margvíslegan fróðleik er þar að finna til gagns sem leiðir til aukinnar þekkingar um hundana vini okkar. Á samfélagsmiðlum finn ég líka fyrir velvilja og hjálpsemi, sem birtist þannig að fólk í vanda setur fram spurningu og biður um leiðsögn og fær strax svör allt  með það að markmiði að hjálpa og aðstoða. Eins er hörð gagnrýni á aðbúnað og það regluverk sem er í gildi, þar sem fólk tekur afstöðu með málefni og lætur í ljósi skoðun um hvað megi betur fara. Allt eru þetta dæmi um jákvæð áhrif samfélagsmiðla og eru til þess fallin að styrkja hundamenningu á Íslandi og bæta hundahald.  Og aftur að félaginu. Þar gefur fólk kost á sér í stjórn, nefndarstörf, ræktunarstjórnir, stjórnir deilda auk þess sem það tekur að sér ýmis verkefni í tengslum við þá viðburði sem haldnir eru á vegum félagsins og deilda þeirra. Allt þetta fólk sýnir hins vegar hug sinn til félagsins í verki og ber starf þess vitni um þá velvild sem félagið á, eða eins og máltækið segir; af góðum hug koma góð verk.  

Til að halda úti okkar öfluga starfi, þurfum við að standa vörð um það góða fólk sem alltaf er reiðubúið að gefa af sér til félagsins.  Við þurfum að hafa umburðarlyndi fyrir því að við erum ólík og sjá það sem styrkleika og kost í stað þess að hræðast það.  Klöppum hvert öðru á bakið, hrósum fyrir hluti sem við erum ánægð með og hvetjum fólkið okkar til dáða.  Með því verðum við sterkari og þannig eflist félagið okkar.
 
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands



Comments are closed.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole