Skráðir eru yfir 900 hundar á hvora sýninguna, 953 á laugardag ásamt 22 ungum sýnendum og á sunnudag eru skráður 927 hundar og 17 ungir sýnendur.
Það vinnur með okkur að þetta eru útisýningar. Til að takmarka hópamyndun, verður hvorri sýningu skipt upp á tvö svæði, a.v. Víðistaðatún og h.v. tún Fáks í Víðidal og verða 6 dómhringir á hvorum stað þar sem dæmt verður í fyrirfram ákveðnum tímahollum. Lokaúrslit fara fram á Víðistaðatúni. Grímuskylda verður á sýningasvæðinu, bæði innan og utan hrings, ásamt því að virða skal 1 metra regluna.
Nánar um fyrirkomulag sýninganna:
- Sett verða upp tvö afmörkuð sýningarsvæði, 6 dómhringir á hvoru svæði:
- Svæði 1 verður á Víðistaðatúni, Hafnarfirði – Hringir nr. 1-6
- Svæði 2 verður á túni Fáks í Víðidal – Hringir nr. 7-12
- Á hvoru túni verður sérstakt afmarkað sýningarsvæði með inngangi og útgangi. Fylgst verður með fjölda og þess gætt að hann fari ekki umfram 200. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar.
- Við biðjum fólk að reyna að miða við, eftir bestu getu, að einn aðili fylgi hverjum hundi.
- Dagskrá sýninganna verður skipt niður í "holl" á hvoru sýningarsvæði, þannig að dómur hefst á hverju svæði á tilteknum auglýstum tíma í hverju „holli“.
- Merki við innganga sýningasvæða munu gefa til kynna hvaða holl „á svæðið“ á hverjum tíma og biðjum við ykkur að sýna því skilning þannig að fólk sem fylgir hundum í öðrum hollum sé ekki inni á svæðinu nema mögulega til að bíða keppni í úrslitum stærri tegunda.
- Þá er mælst til þess að sýningasvæði sé yfirgefið eins fljótt og hundur hefur lokið dómi.
- Virða skal 1 metra reglu eins og kostur er en að auki skal bera andlitsgrímu á sýningarsvæðinu. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar.
- Engin veitinga- né miðasala verður á svæðinu.
- Ekki verður leyft að tjalda á afmörkuðu sýningarsvæði, en þátttakendur mega koma með búr, borð og fyrirferðarlitla stóla inn á sýningarsvæði.
- Takmörkuð BIS úrslit verða haldin, úrslit fara fram á Víðistaðatúni en einungis verða úrslit í tegundahópum og Besti hundur sýningar valinn. Áætlað er að úrslit hefjist kl. 16:00 báða daga.
Hér að neðan má sjá dagskrár sýninganna. Vakin er athygli á að tveir dómarar hafa dottið út frá síðustu auglýsingu, þau Laurent Pichard og Zorica Blomqvist og koma auglýstir varadómarar, þær Sóley Ragna Ragnarsdóttir og Sóley Halla Möller inn sem dómarar á báðum sýningum. Dagskrá er birt með fyrirvara um frekari breytingar. Á næstu dögum verða sýninganúmer send út á skráð netföng.
![]()
| ![]()
|
![]()
| ![]()
|

Dagskrá úrslita |