Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og má finna upplýsingar um það hér að neðan.
Skráningarfrestur verður út mánudaginn 28. janúar (kl. 23:59) á gjaldskrá 1
ATH ekki verður gjaldskrá 2 að þessu sinni útaf stuttum fyrirvara.
Hægt að fá aðstoð inn á facebook hópnum "HRFÍ - aðstoð við skráningar á sýningar"
Ef einhverjar spurningar vakna eða vandræði verða við skráningu vinsamlegast hafið samband við skrifstofu á netfangið hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255.
Hvernig skal skrá á sýningu í gegnum Hundeweb
Eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ skal vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur.
Áður en skráð er á sýninguna mælum við með því að horfa á gott leiðbeiningarmyndband frá DKK, hér: https://www.dkk.dk/english/dog-shows/how-to/enter-a-dog-show (myndbandið er á ensku).
Skref 1: Fyrsta sem þarf að gera er að stofna eða fara inn á sinn aðgang undir “My page” hér á hundeweb.dk. Skref 2: Staðfesta aðgang, póstur er sendur á netfangið sem notað var til að stofna aðgang með staðfestingar tengli. Það þarf að staðfesta aðganginn áður en haldið er áfram.
Skref 3: Að því loknu þarf að fara inn á þennan link: HUNDEWEB (þetta er linkurinn á sýninguna) og þar valið “Web entry”. Þar er valin sú sýning sem á að skrá á.
Skref 4: Flétta þarf upp ættbókarnúmeri hundsins. Ef hann er ekki skráður í kerfið þarf að stofna hundinn, þá er valið “Enter new unknown dog”. Óþarfi er að skanna inn ættbók og eignarhaldsstaðfestingu þrátt fyrir að kerfið biðji um það.
Hægt að fá aðstoð inn á facebook hópnum "HRFÍ - aðstoð við skráningar á sýningar"
Ef einhverjar spurningar vakna eða vandræði verða við skráningu vinsamlegast hafið samband við skrifstofu á netfangið hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255.
Dómaraáætlun fyrir sýninguna
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir, ekki er gefin áætlun á allar tegundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt
Laugardagur 23. febrúar – Tegundahópar 2, 5, 9 og 10
Tegundahópur 2:
Miniature pinscher: Anna Brankovic (SB)
Miniature schnauzer, allir litir: Anna Brankovic (SB)
Schnauzer, báðir litir: Anna Brankovic (SB)
Giant schnauzer, black: Anna Brankovic (SB)
St. Bernhards: Zoran Brankovic (SB)
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Daníel Örn Hinriksson (ÍSL)
Siberian husky: Zoran Brankovic (SB)
Pomeranian: Zoran Brankovic (SB)
Samoyed: Zoran Brankovic (SB)
German spitz, miniature: Harto Stockmari (FI)
Finnish lapphund: Harto Stockmari (FI)
Tegundahópur 9:
Pekingese: Harto Stockmari (FI)
Poodle, allar stærðir: Harto Stockmari (FI)
French bulldog: Moa Persson (SE)
Cavalier king charles spaniel: Moa Persson (SE)
Papillon: Luis Pinto Texeira (PO)
Russian toy: Luis Pinto Texeira (PO)
Shih tzu: Luis Pinto Texeira (PO)
Tibetan spaniel: Daníel Örn Hinriksson (ÍSL)
Tegundahópur 10:
Allar tegundir: Luis Pinto Texeira (PO)
Sunnudagur 24. febrúar – Tegundahópar 1, 3, 4/6, 7 og 8
Tegundahópur 1:
Shetland sheepdog: Anna Brankovic (SB)
Australian shepherd: Luis Pinto Texeira (PO)
German shepherd dog: Zoran Brankovic (SB)
Bearded collie: Anna Brankovic (SB)
Border collie: Anna Brankovic (SB)
Collie, rough: Anna Brankovic (SB)
Collie, smooth: Anna Brankovic (SB)
Tegundahópur 3:
Allar tegundir: Harto Stockmari (FI)
Tegundahópur 7:
Allar tegundir: Luis Pinto Texeira (PO)
Tegundahópur 8:
Labrador retriever: Moa Persson (SE)