Hljóðin og blossinn sem fylgja flugeldum fara misvel í dýrin okkar stór sem smá og geta þau valdið ofsahræðslu. Hundur í slíku ástandi getur stokkið frá okkur og hlaupið fyrir bíl eða blint út í myrkrið.
Hafið hundana ykkar alltaf í taumi þegar þið farið út með þá, sama hvort er, að degi eða kvöldi. Farið vel yfir tauma og ólar og nauðsynlegt er að allar merkingar á þeim séu góðar og gott er að það sé endurskin og/eða ljós í ólinni þeirra.
Hugið extra vel að besta vininum á næstu dögum og eigið gleðileg áramót kæru félagar