Sjá nánar 80. gr. Sýningareglna HRFÍ.
Undanfarin ár hefur árangur ræktanda í öllum hundakynjum sem hann ræktar, talið til samanlagðra stiga en sá ræktandi sem hefur flest stig eftir hundasýningar ársins hlýtur viðurkenninguna ,,Ræktandi ársins“. Í þeim tilgangi að jafna möguleika þeirra sem rækta eitt kyn og þeirra sem rækta fleiri og gefa þannig fleirum kost á að blanda sér í toppbaráttuna um stigahæsta ræktanda ársins munu stig 2018 reiknuð fyrir hvert viðurkennt hundakyn ræktanda og afbrigði hundakyns (sem getur átt sérstakan BOB fulltrúa). Stig fleiri hundakynja ræktanda leggjast því ekki saman, heldur er það sá ræktandi sem hefur flest stig fyrir einstakt hundakyn eftir hundasýningar ársins sem fær viðurkenninguna ,,Ræktandi ársins“. Þá er vakin athygli á þeirri breytingu að nú er þess krafist að ræktandi eigi lögheimili á Íslandi í stað kröfu um búsetu áður.
Sjá nánar 80. gr. Sýningareglna HRFÍ. Í febrúar verður haldið ritara- og hringstjóranámskeið fyrir áhugasama félagsmenn ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 3. febrúar frá kl. 10-17 og fer fram á skrifstofu HRFÍ. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og verður boðið upp á hádegisverð fyrir þátttakendur. Gert er ráð fyrir að þeir sem sitja námskeiðið gefi kost á sér til vinnu á næstu sýningum félagsins. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 588-5255 eða í tölvupósti á netfangið hrfi@hrfi.is.
Námskeiðið er frábært tækifæri til að læra meira um sýningar og starfa í framhaldi við þær enda er það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Sýningar eins og annað starf félagsins velta á framlagi félagsmanna. Hér að neðan má sjá dómaraáætlun fyrir sýningu HRFÍ í mars. Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt. Frekari upplýsingar um sýninguna, svo sem skráningarfrest og annað, má finna hér.
Laugardagur 3. mars Tegundahópar 2, 5, 8 og 10 Tegundahópur 2: Dvergschnauzer, allir litir: Rui Oliveria (Portúgal) Schnauzer, báðir litir: Rui Oliveria (Portúgal) Risaschnauzer, svartur: Rui Oliveria (Portúgal) Tegundahópur 5: Chow chow: Tiina Taulos (Finnland) Finnskur lapphundur: Göran Bodegård (Svíþjóð) German spitz, miniature: Tiina Taulos (Finnland) Íslenskur fjárhundur: Göran Bodegård (Svíþjóð) Pomeranian: Tiina Taulos (Finnland) Samoyed: Tiina Taulos (Finnland) Siberian husky: Tiina Taulos (Finnland) Tegundahópur 8: Labrador retriever: Tuire Okkola (Finnland) Golden retriever: Tuire Okkola (Finnland) Tegundahópur 10: Allar tegundir: Göran Bodegård (Svíþjóð) Sunnudagur 4. mars Tegundahópar 1, 3, 4/6, 7 og 9 Tegundahópur 1: Australian shepherd: Göran Bodegård (Svíþjóð) Border collie: Göran Bodegård (Svíþjóð) White Swiss shepherd: Göran Bodegård (Svíþjóð) Schäfer, snöggh. og síðh.: Tuire Okkola (Finnland) Tegundahópur 3: Allar tegundir: Tuire Okkola (Finnland) Tegundahópur 4/6: Dachshund, allar stærðir og feldgerðir: Tiina Taulos (Finnland) Tegundahópur 7: Allar tegundir: Rui Oliveria (Portúgal) Tegundahópur 9: Poodle, allar stærðir: Tiina Taulos (Finnland) Pug: Tiina Taulos (Finnland) Franskur bulldog: Tiina Taulos (Finnland) Cavalier king charles spaniel: Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland) Chihuahua, síðh. og snöggh.: Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland) Petit brabancon: Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland) Griffon bruxellous: Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland) Japanskur chin: Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland) Papillon: Rui Oliveria (Portúgal) Ágætu félagsmenn. Félagsgjöld fyrir árið 2018 hafa verið send í heimabanka félagsmanna, gjalddagi er 10. janúar og eindagi er 13. janúar.
Árgjald fyrir einstakling er 7.500 kr. og hjónagjald er 10.600 kr. Vinsamlegast athugið að til þess að geta tekið þátt á viðburðum félagsins þarf árgjald að vera greitt. Góða helgi! Þá er komið að upphafi sýningaársins 2018 sem verður stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Fyrsta sýning ársins Norðurljósasýning Hundaræktarfélagsins verður haldin dagana 2.-4. mars í reiðhöll Fáks í Víðidal.
Föstudagskvöldið 2. mars verður hvolpasýning og keppni ungra sýnenda en alþjóðleg sýning verður á laugardaginn 3. mars og sunnudaginn 4. mars. Dómarar á Norðurljósasýningunni verða þau: Göran Bodegård (Svíþjóð), Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland), Rui Oliveira (Portúgal), Tiina Taulos (Finnland) og Tuire Okkola (Finnland). Dómaraáætlun má sjá hér. Opið er fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningarfrestir eftirfarandi: Gjaldskrá 1: 19. janúar Gjaldskrá 2: 2. febrúar Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 19. janúar til þess að tryggja að skráning náist á sýninguna. Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15. Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag. Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar. Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt MasterCard debetkortum frá Íslandsbanka (útgefnum eftir 2011). Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma. Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki. Jens Kai Knudsen og Susanna Mølgaard Kaarsholm frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið dagana 2.-3. mars nk. Augnskoðunin fer fram í Reiðhöll Fáks í Víðidal og verður tekið á móti hundum hjá miðasölu.
Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 9. febrúar, eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss. Augnskoðun hunda kostar 6.100 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 15.000 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun. Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund. Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum. Úr lögum HRFÍ
|
|