Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Hringstjóra og ritaranámskeið á Akureyri 4. febrúar

24/1/2023

 
Picture
Næsta hringstjóra- og ritaranámskeið verður haldið 4. febrúar á Akureyri í sal Gæludýr.is. Námskeiðið hefst kl. 10 og stendur í um það vil 5-6 klukkustundir með hléum. 

Á námskeiðinu er farið bæði í skriflegar æfingar sem og verklegan hluta. Námskeiðið er aðeins ætlað fyrir þá sem hafa hug á að vinna á næstu sýningum HRFÍ og hugsað bæði fyrir þá sem ekki hafa unnið áður og þá sem hafa unnið þar sem við munum á þessu námskeiði kenna á nýja sýningakerfið.

Ekki er tekið þátttökugjald á námskeiðin en vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á póstfangið erna@hrfi.is.

Hvolpasýning á sunnudaginn

24/1/2023

 
Fyrsta sýning ársins fer fram á sunnudaginn, en það er fyrsta hvolpasýning ársins. Hún verður haldin í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík. Samtals eru um 120 hvolpar skráðir og verða sýndir í fjórum sýningahringjum. Dómar fyrir hádegi hefjast kl. 11 í öllum hringjum og má áætla að þeir standi til um það bil kl. 14, en þá munu verða úrslit, fyrst í yngri hvolpa flokki og svo í eldri hvolpaflokki.
Sýninganúmer verða send út á síðar í dag eða á morgun á þau netföng sem notuð voru til að skrá á sýninguna.
Þar sem kennelhósti er að ganga milli hunda þessa dagana, biðjum við fólk að passa sóttvarnir og ekki mæta með hvolpinn ef hann er hóstandi eða verið í návígi við hóstandi hund.​

Hlökkum til að sjá ykkur í Keflavík á sunnudaginn og góða skemmtun!
Dagskrá hvolpasýningar
File Size: 555 kb
File Type: pdf
Download File

PM hvolpasýningar
File Size: 33 kb
File Type: pdf
Download File

Deildarsýningar sýningarárið 2023

23/1/2023

 
Á fundi sýningastjórnar HRFÍ fyrir áramót var ákveðið að hámarki tvær deildarsýningar yrðu samþykktar á hverja ræktunardeild árið 2023. Er það vegna mikils fjölda af deildarsýningum ásamt því að það bætist við sýning hjá HRFÍ sýningaárið 2023, sýningarnar verða 6 í stað 5, en júnísýning félagsins verður tvöföld. Einnig sjást neikvæð áhrif á skráningar á sýningar félagsins í þeim tegundum sem tilheyrðu deildum með fleiri en eina deildarsýningu á árinu. Stjórn HRFÍ tekur undir þessi sjónarmið sýningastjórnar.

Við viljum jafnframt minna ræktunardeildir félagsins á ákvæði um deildarsýningar í starfsreglum ræktunardeilda, sjá hér að neðan.

​V. Deildarsýningar
1. Ræktunardeildum er heimilt að halda deildarsýningar að fengnu leyfi stjórnar HRFÍ að fenginni umsögn sýningarstjórnar HRFÍ. Umsókn þarf að hafa borist stjórn HRFÍ eigi síðar en 6 mánuðum áður en sýning er fyrirhuguð. Stjórn HRFÍ getur heimilað sýningu sem sótt er um með styttri fyrirvara. Leitast skal við að velja dómara sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi tegund (tegundum).

Norðurljósasýning 4.-5. mars - upplýsingar

16/1/2023

 
Nú nálgast fyrsta stóra sýning ársins! Norðurljósasýningin fer fram dagana 4.-5. mars í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Á laugardag eru áætlaðir tegundahópar 2, 3, 5, 8 og 10 ásamt keppni ungra sýnenda en á sunnudag eru áætlaðir tegundahópar 1, 4, 6, 7 og 9. Dómarar helgarinnar verða: Anthony Kelly (Írland), Attila Czeglédi (Ungverjaland), Christian Jouanchicot (Frakkland), Espen Engh (Noregur), Lisa Molin (Svíþjóð), Markku Mähönen (Finnland) og Morten Matthes (Danmörk).

Skráning er hafin á Hundavef og lýkur fyrri skráningarfresti þann 22. janúar kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 5. febrúar kl 23.59, eða fyrr ef fyllist á sýninguna. 
Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 22. janúar, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 5. febrúar, kl. 23:59

Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, ekki er veitt tæknileg aðstoð eftir kl. 16 á föstudögum. Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur.
Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1150 skráningar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar, og ef, þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningarfrests.
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI FÖSTUDAGINN 20. JANÚAR til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 19. janúar. Skrifstofa HRFÍ er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningardag.

Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningardegi lýkur.

Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.

Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR

Umskráning ættbóka frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi

14/1/2023

 
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands tók ákvörðun þann 7. desember síðastliðinn að stöðva umskráningar ættbóka frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi meðan á stríði stendur.

Stjórn hafði áður tekið ákvörðun um að beita ekki slíku úrræði, heldur leggja frekar úkraínska hundaræktarfélaginu lið eftir fremsta megni. Harka hefur færst í stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og
 
tók stjórn HRFÍ þá ákvörðun að fylgja fordæmi aðildarfélaga í NKU og hætta umskráningum á ættbókum frá þessum löndum á meðan á stríði stendur. Tekur þetta gildi 1. mars 2023.

Þá tók stjórn HRFÍ ákvörðun um að bjóða ekki sýningadómurum sem þiggja boð að dæma á sýningum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, að dæma að á sýningum undir merkjum HRFÍ. 


Hvolpasýning 29. janúar

5/1/2023

 
Picture
HRFÍ og félag sýningadómara HRFÍ heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir, sunnudaginn 29. janúar í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík.  Sýningin er fyrir hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða og keppt verður í tveimur flokkum: 3-6 mánaða og 6-9 mánaða.
Skráningu á 
www.hundavefur.is lýkur á miðnætti sunnudaginn 22. janúar n.k. Skráning kostar 3.500 kr.
​Sýningin er skemmtileg æfing fyrir hvolpa, sýnendur og dómara, en athygli er vakin á því að dómarar þurfa ekki réttindi á þær tegundir sem þeir dæma, enda um "unofficial" sýningu að ræða. 

Eigendaskipti og meistaratitla umsóknir í gegnum Hundavef

3/1/2023

 
Frá og með deginum í dag geta félagsmenn gengið frá eigendaskiptum í gegnum Hundavefinn ásamt umsóknum um meistaratitla. Bæði eigendaskiptin og titla umsóknirnar verða gjaldfrjálsar í gegnum Hundavefinn. 
Einnig er hægt að kaupa meistaratitils skjal í gegnum vefinn þegar titill hefur verið samþykktur af skrifstofu, umsækjandi fær staðfestingar póst þegar titillinn hefur verið samþykktur með frekari upplýsingum um það. Enn mun þurfa að greiða fyrir eigendaskipti og titla umsóknir sem berast skrifstofu á pappír, sem og gagnaleit sé þess þörf.
Leiðbeiningar um eigendaskipti má finna hér.
Leiðbeiningar um meistaratitla umsóknir má finna hér.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole