Einnig verður lokað eftirfarandi daga í mars: mánudaginn 6. mars, föstudaginn 10. mars og mánudaginn 13. mars. Ef félagsmönnum vantar að skila pappírum er hægt að ýta þeim undir hurðina og senda okkur tölvupóst varðandi það á hrfi@hrfi.is.
Föstudaginn 3. mars verður lokað á skrifstofunni eftir hádegi vegna sýningar.
Einnig verður lokað eftirfarandi daga í mars: mánudaginn 6. mars, föstudaginn 10. mars og mánudaginn 13. mars. Ef félagsmönnum vantar að skila pappírum er hægt að ýta þeim undir hurðina og senda okkur tölvupóst varðandi það á hrfi@hrfi.is. Stærsta sýning í sögu félagsins! Helgina 3.-5. mars fer fram Norðurljósasýning HRFÍ sem er fyrsta sýning ársins. Helgin hefst með hvolpasýningu á föstudagskvöldinu en alþjóðleg sýning fer fram á laugardag og sunnudag. Að þessu sinni verða 215 hvolpar sýndir ásamt 660 hundum sem gerir allt í allt 875 hunda. Sýningin verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og verða fimm dómarar frá fjórum löndum sem munu mæta og dæma alla helgina. Hlökkum til að sjá þig! Samhliða sýningunni fer fram augnskoðun. Að þessu sinni verða rúmlega 170 hundar skoðaðir af dýralækninum Jens Kai Knudsen. Skoðunin stendur frá kl. 9-16:30. Við biðjum þá sem eiga pantaða tíma að mæta tímanlega til að skoðunin gangi sem best. ![]() Hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin verður haldin föstudagskvöldið 3. mars og hefst kl. 18:00. Dómarar munu velja bestu hvolpa tegundar sem koma seinna um kvöldið og keppa til úrslita í tveimur aldursflokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða, um bestu hvolpa sýningar. Samtals eru 215 hvolpar skráðir af 41 tegund svo margt verður um manninn og mikil stemning. Hægt er að sjá dagskrá hvolpasýningar hér. Keppni ungra sýnenda fer einnig fram föstudagskvöldið 3. mars, en sú keppni hefst kl. 17:00. Samtals eru 32 ungmenni skráð til leiks, þar af 10 ungmenni í yngri flokki, 10-12 ára og 22 ungmenni í eldri flokki, 13-17 ára. Dómari að þessu sinni verður Daníel Örn Hinriksson frá Íslandi. Keppt er í ungum sýnendum á hundasýningum um allan heim. Í ungum sýnendum dæmir dómarinn sýnandann, þ.e. hvernig hundurinn er sýndur, hvernig honum er stillt upp, hvernig hann er hreyfður, hvernig sambandið er milli sýnanda og hunds, hvort sýnandinn þekki tegund hundsins o.s.frv. ![]() Alþjóðleg sýning HRFÍ fer fram helgina 4.-5. mars og hefjast dómar báða dagana kl. 9:00. Frábær skráning er á sýninguna en 660 hundar af 94 tegundum mæta til leiks, og mun stemningin verða eftir því. Þessi sýning markar upphaf sýningarársins 2017 og verður spennandi að sjá hvaða hundar munu skara fram úr að mati dómara. Dómarar munu velja bestu fulltrúa hverjar tegundar en þeir munu svo keppa um besta hund sýningar á sunnudeginum. Sýningin mun hefjast kl. 9:00 báða daga og munu dómar standa fram eftir degi alla helgina. Hægt er að sjá dagskrá sýningar hér. Stjórn HRFÍ hefur samþykkt tillögu sýningstjórnar félagsins um að árleg sýning félagsins í febrúar/mars verði kölluð ,,Norðurljósasýning" og að hundar sem nái þeim framúrskarandi árangri á verða besti rakki/besta tík tegundar á tveimur Norðurljósasýningum, með einu eða fleiri árum á milli, geti öðlast titilinn ,,Norðurljósameistari" (NLM). Sækja þarf um titilinn á skrifstofu HRFÍ með sama hætti og aðra sýningatitla.
Þá ákvað stjórn félagsins að titill sem hægt var að vinna í eitt skipti árið 2015, ,,Northern Light Winner", eða NLW-15, með BOB/BOS sigri á báðum sýningum á tvöfaldri sýningahelgi, yrði breytt í NLM titil. Dómararáð í tegundahópi 7 fundaði í fyrsta sinn á árinu 2017 á dögunum og var Guðjón Sigurður Arinbjörnsson kjörinn formaður ráðsins á fundinum.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á hvolpasýningu HRFÍ og Royal Canin 3. mars n.k. og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring. Sýningastjórn birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst. Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega. Hægt er að sjá dagskrá hringja 4. og 5. mars hér. ![]()
Vinna við næsta Sám er í fullum gangi en útgáfa er áætluð í sumar. Í hverju blaði er liður sem kallast nýir meistarar þar sem félagsmenn geta sent inn myndir af þeim hundum sem hafa klárað meistaratitla nýlega. Hér fyrir neðan má sjá þær upplýsingar sem þurfa að fylgja tilkynningunni. Síðasti skiladagur er sunnudagurinn 12. mars og tilkynningarnar skal senda á samur@hrfi.is
Hvaða titil var verið að klára Tegund Fullt nafn í ættbók Nafn eiganda Nafn ræktanda Mynd Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á alþjóðlegu sýningu félagsins 4.-5. mars n.k. og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring. Sýningastjórn birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst. Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega. Hægt er að sjá dagskrá hringja á hvolpasýningunni 3. mars hér.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá fyrir marssýningu félagsins. Dagskrá er birt með fyrirvara um villur og smávægilegar breytingar ef þörf krefur.
|
|