Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Gæludýr leyfð í strætisvögnum!

28/2/2018

 
Á morgun, fimmtudaginn 1. mars, gefst hundaeigendum og öðrum gæludýraeigendum kostur á að ferðast með dýrin sín í strætisvögnum. Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndunarsamtök Íslands, Astma- og ofnæmissamfélag Íslands, heilbrigðisnefndir og starfsmenn Strætó koma öll að verkefninu sem er tilraunaverkefni til eins árs. Það þarf vart að taka fram að HRFÍ fagnar þessu frábæra tækifæri fyrir hundaeigendur og vonar að allir leggist á eitt að sýna ábyrgð í verki.
Eins og gefur að skilja verða eigendur dýranna að fara eftir ákveðnum reglum en í þeim kemur meðal annars fram að eigendur dýra eiga að greiða gjald fremst í vagninum og fara svo inn um miðdyr vagnsins eða aftari. Með þessu er farþegum með astma og/eða ofnæmi og þeim, sem hræddir eru við hunda, tryggt hreint svæði í fjarlægð frá dýrunum.
Aðrar reglur má finna hér fyrir neðan.
Hundaræktarfélag Íslands þakkar Strætó fyrir samstarfið og vonast til að verkefnið verði til þess að auka umburðarlyndi gagnvart hundum enn frekar í borginni.
Reglur og viðmið vegna gæludýra
File Size: 159 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá hringja á Norðurljósasýningunni í mars

9/2/2018

 
Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja bæði á hvolpasýningunni 2. mars og á alþjóðlegu sýningu félagsins 3.-4. mars n.k. og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.

Sýninganefnd birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.

Sjá dagskrá sýningar og úrslita hér.
PM hvolpasýningar 2. mars
File Size: 154 kb
File Type: pdf
Download File

PM laugardags 3. mars
File Size: 213 kb
File Type: pdf
Download File

PM sunnudags 4. mars
File Size: 250 kb
File Type: pdf
Download File

Nýr starfsmaður á skrifstofu

7/2/2018

 
Picture
Við kynnum með ánægju nýjan starfsmann á skrifstofu félagsins en hún Hilda Björk Friðriksdóttir hóf störf nú 1. febrúar, 2018. Þrátt fyrir ungan aldur á Hilda langan feril að baki í "hundunum". Hún er ræktandi að tegundinni Irish soft coated wheaten terrier, keppti í hópi ungra sýnenda til margra ára og er í stjórn Ungmennadeildar. Hilda er frábær viðbót við litlu skrifstofuna okkar og bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Norðurljósasýning helgina 2.-4. mars

6/2/2018

 
Norðurljósasýning HRFÍ verður haldin helgina 2.-4. mars í reiðhöll Fáks í Víðidal, en þar munu rúmlega 800 hundar mæta í dómhringi.

Föstudagskvöldið 2. mars verður hvolpasýning HRFÍ og Royal Canin sem hefst kl. 18.00. Þar munu 155 hvolpar keppa um titilinn "Besti hvolpur sýningar" í tveimur aldurs flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða.
Keppni ungra sýnenda hefst kl. 17 en þar eru 19 ungmenni skráð til leiks. Dómari í þeirri keppni verður Rebecca Govik (Svíþjóð).

Alþjóðleg sýning fer svo fram laugardag og sunnudag en þar verða samtals  652 hundar sýndir í dóm. Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fjórum hringjum á laugardeginum og fimm hringjum á sunnudeginum. Dómarar sýningar eru Göran Bodegård (Svíþjóð), Tiina Taulos (Finnland), Tuire Okkola (Finnland), Rui Oliveira (Portúgal) og Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland).

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.

Hér er hægt að sjá dagskrá hringja á sýningunni.
Dagskrá - Hvolpasýning 2. mars
File Size: 153 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úslita
File Size: 17 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá - Alþjóðlegsýning 3.-4. mars
File Size: 166 kb
File Type: pdf
Download File

Picture

Hundar í strætó

6/2/2018

 
Picture
Þær gleðifréttir bárust á dögunum að Strætó bs. hafi fengið heimild til að fara af stað með tilraunaverkefni sem gerir hundaeigendum kleift að ferðast með hundana í strætó.  En bann er við því í reglugerð um hollustuhætti sem ráðherra hefur nú gefið tímabundna undanþágu á. 

Undanfari þess að undanþágan var veitt er talsverður og mikil vinna hagsmunaðila liggur að baki. Í starfshópi sem settur var á stofn af Strætó árið 2016 sat meðal annars formaður Hundaræktarfélagsins en hópurinn skilaði af sér niðurstöðum þar sem skilgreind var umgjörð tilraunaverkefnisins. Hópurinn vann verkið út frá sjónamiði um að almenningssamgöngur verði raunverulegur valkostur sem fararmáti innan höfuðborgarsvæðisins og styðji við grænan lífstíl. Umsagnir bárust frá öllum helstu hagsmunaðilum ss. Landlæknisembættinu, Matvælastofnun, Læknafélaginu, Heilbrigðisnefndum á höfuðborgarsvæðinu, trúnaðarmönnum hjá Strætó ofl. og voru þær að mestu jákvæðar í garð verkefnisins.

Undanþágan var veitt með nokkrum skilyrðum og eru nokkur þeirra talin upp hér;
  1. Framkvæma skal könnun áður en verkefnið hefst meðal farþega og vagnstjóra og jafnframt verður viðhorf kannað þrisvar sinnum á meðan verkefni stendur. Einnig verður framkvæmd lokakönnun eftir að tilraunaverkefninu lýkur.
  2. Hundar og kettir sem skráðir eru í viðkomandi sveitarfélögum eru heimilaðir í vagna sem og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr sem heimilt er að halda á Íslandi.
  3. Farþegi sem náð hefur 18 ára aldri má ferðast með gæludýr og ber hann ábyrgð á dýrinu.
  4. Gæludýr skulu vera aftast í vagninum og greiðir sá sem ferðast með gæludýr fargjald en fer síðan inn um aftari dyr vagnsins.
  5. Gæludýr eiga að vera í töskum eða búrum, en einnig má ferðast með hund í ól eða beisli. Ekki má ferðast með gæludýr í útdraganlegum taumi.
  6. Einungis má ferðast með eitt gæludýr í einu.
  7. Ekki má ferðast með gæludýr á milli 7-9 að morgni eða á milli kl. 15-18 að eftirmiðdegi.
Það að hundar geti bráðlega ferðast með eigendum sínum í almenningssamgöngum er afar jákvætt skref þar sem hundaeigendur geta þá nýtt sér valkost um t.d. bíllausan lífsstíl og eykur þetta einnig sýnileika hunda í samfélaginu. Ábyrgð þeirra sem nýta sér þennan valkost á meðan tilrauninni stendur er því nokkur og hvetjum við hundaeigendur sem munu nýta sér þennan valkost til að virða þær reglur og skilyrði sem settar eru til að upplifunin verði jákvæð fyrir alla. 

    Eldri fréttir
    ​

    September 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole