Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Bilun í símkerfi

26/2/2019

 
Eitthvað er síminn að stríða okkur í dag og því virkar ekki að hringja á skrifstofuna. Tölvupósturinn er hins vegar í góðu lagi og því hægt að senda okkur póst á hrfi@hrfi.is. 

Umsagnir og sýningaskrá á netinu fyrir febrúarsýninguna 23.-24. febrúar 2019

22/2/2019

 
Nú fer sýningarhelgin að hefjast hjá okkur og hér koma hlekkir inn á sýningaskrá sem birtist klukkustund fyrir sýningu og umsagnir sem verða birtar samstundis á netinu.

Umsagnir: www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190330/?session_locale=en_GB

Sýningaskrá: www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=126&UTID=190330

Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190330/storering

Upplýsingar fyrir þá sem eru að koma í augnskoðun og lokun skrifstofu

20/2/2019

 
Augnskoðun fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15, 108 Reykjavík. 21-22 febrúar nk. 
Jens Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið.

Við viljum minna félagsmenn sem eru að koma með hundana sína í augnskoðun að ganga vel um skrifstofu félagsins og húseignina í Síðumúla 15 og alls ekki leyfa hundum að merkja innandyra né við inngang. Hægt er að koma með rakkabindi fyrir þá hunda sem eru gjarnir á að merkja inni.
Einnig viljum við minna á að passa bil milli hunda meðan þeir bíða eftir sínum tíma. 
Eftir augnskoðunina eru augu hundsins viðkvæm fyrir birtu svo ekki er ráðlagt að þeir séu í mikilli sól eða birtu, best er að geyma lengri göngutúra eftir augnskoðunina þangað til daginn eftir.

Við biðjum þá sem eru að mæta með hundana sína í skoðun að mæta um 10-15 mínútum fyrir tímann sinn svo hægt sé að setja augndropa í hundana fyrr til þess að allt gangi sem best og við náum að halda áætlun. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða senda póst á hrfi@hrfi.is ef einhverjar aðrar spurningar vakna.

Lokað er á skrifstofu mánudaginn 25.02.2019 vegna sýningar félagsins en einnig verður afgreiðslan lokuð föstudaginn 22.02.2019. Skrifstofan verður að sjálfsögðu opin fyrir þá sem eru að koma í augnskoðun. 


Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er einnig hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15. 

Mikilvæg skilaboð til þátttakenda Norðurljósasýningar

18/2/2019

 
Picture
Það hefur sýnt sig að félagsmenn geta gengið vel um og bera útisýningar félagsins í Hafnarfirði þess merki. Umgengni á þeim sýningum hefur verið algjörlega til fyrirmyndar enda forsenda þess að félagið fái að nýta svæðið. Nú er mikilvægt að sýna sömu umgengni í Reiðhöllinni í Víðidal, en þar hefur ítrekað verið kvartað yfir umgengni félagsmanna eftir sýningahelgar, því miður ekki að ástæðulausu.
Við biðjum félagsmenn og aðra gesti að hafa eftirfarandi í huga varðandi umgengni á Norðurljósasýningunni nú um helgina:

1. Því miður þurfum við að BANNA að vera með hunda í áhorfendastúku og anddyri Reiðhallarinnar. Ástæðan er sóðaskapur á fyrri sýningum okkar í höllinni, vonandi getum við sýnt fram á betri umgengni svo slaka megi aftur á þessum kröfum.
2. Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
3. Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
4. Gúmmíkústar verða staðsettir við hringina, þeir eru tilvaldir til þess að sópa hár af teppum. Hikið ekki við að grípa í kúst og haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.
5. Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.

Staða á áhættumati vegna innflutnings gæludýra

14/2/2019

 
​Í janúar sl. sendi félagið erindi til Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytisins til að grennslast fyrir um afdrif skýrslu um áhættumat vegna innflutnings gæludýra sem félagið hefur óskað eftir í fjölda ára.
Svör bárust frá Ráðuneytinu nú í febrúar þar sem kom fram að styttist nú í skýrsluna og að Ráðuneytið vilji hraða málinu. Í svarinu er vísað til þess að orsakir tafa áhættumatsins séu  meðal annars þær að það skorti upplýsingar og rannsóknarniðurstöður sem séu ekki til.
Þetta er nokkuð merkilegt í ljósi þess að einangrunarvistun sú sem nú er við lýði þar sem dýr eru einangruð í fjórar vikur við komu til landsins hefði í öllu falli átt að byggja á rannsóknarniðurstöðum. Við teljum þó afar jákvætt að nú sé verið að vanda til verka og að Ráðuneytið lýsi yfir vilja til að hraða málinu. Við væntum því skýrslunnar innan skamms. 

Hér má sjá svör Ráðuneytisins við erindi okkar:
Vísað er bréfs Hundaræktarfélags Íslands frá 15. janúar 2019.

Staða þessa máls er í raun óbreytt frá fyrri svörum, að því leyti að skýrslan hefur enn ekki borist ráðuneytinu. En samkvæmt okkar upplýsingum þá styttist mjög í að hún verði tilbúin. Ráðuneytið hefur haft uppi talsverðan þrýsting á að fá hana í hendur sem fyrst, til þess að hægt verði að halda áfram með málið.
Orsakir þeirra tafa sem hafa orðið eru margvíslegar. Bæði er þar um að ræða að verkið hefur reynst talsvert umfangsmeira og flóknara en áður var talið. Það er bæði vegna skorts á upplýsingum og rannsóknaniðurstöðum, sem hreinlega eru ekki til, auk þess sem skoða hefur þurft fleiri sjúkdóma og skjöl tengd þeim. Þá hafa einnig orðið tafir vegna aðstæðna og annarra verka Prebens.
Ráðuneytið ítrekaði síðast sínar óskir þann 3.janúar 2019 og lagði áherslu á að skýrslan kæmi nú um mánaðamótin. Hún hefur ekki borist þegar þetta er skrifað.
Ráðuneytið mun skoða og rýna skýrsluna þegar hún berst, og fyrr er ekki hægt að segja eða lofa neinu.
Það er hins vegar fullur vilji til þess að málinu verði hraðað og að farsæl lausn finnist.


Picture

Þátttökunúmer fyrir Norðurljósasýningu HRFÍ 23.-24. febrúar 2019

6/2/2019

 
Nú ættu sýningarnúmerin að vera að detta inn í pósthólfin hjá eigendum eða þeim sem skráðu hundinn/hundana á sýninguna í febrúar. Vinsamlegast athugið að pósturinn kemur frá „Dansk Kennel Klub“ (hundeweb) og er frá sjálfvirku netfangi og er á ensku. Það getur tekið smá tíma fyrir númerin að berast inn á pósthólfið og gæti pósturinn lent í "trash" eða "spam" svo vinsamlegast kíkið í þær möppur líka. Við biðjum eigendur um að skoða númerin sín og athuga hvort allar upplýsingar um hundinn séu réttar, ef eitthvað þarf að laga eða leiðrétta vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna. Einnig ef númerið berst ekki endilega hafið samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða hrfi@hrfi.is.

Dagskrá hringja á Norðurljósasýningu HRFÍ 23.-24. febrúar 2019

4/2/2019

 
Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunni 23.-24. febrúar og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýninganefnd birtir ekki áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega. Sýningin hefst báða daga kl. 9:30. Dagskrá sýningar má sjá HÉR.

Skammstafanir: 
BAK - Hvolpar 4-6 mánaða
HVK - Hvolpar 6-9 mánaða
JK - Ungliðaflokkur
MK - Unghundaflokkur
AK - Opinn flokkur
BK - Vinnuhundaflokkur
CHK - Meistaraflokkur
​VK - Öldungaflokkur
PM sýningar - laugardagur og sunnudagur
File Size: 69 kb
File Type: pdf
Download File

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole