
Áskorun HRFÍ og FÁH |
Eins og vitað er hefur ekki verið hægt að halda augnskoðun í tæpt ár vegna ástandsins í heiminum vegna COVID-19. Miðað við áætlanir stjórnvalda taka litakóðar landa gildi 1. maí næst komandi á landamærum og vonumst við þá til að hægt verði að halda augnskoðun fljótlega eftir það. Það mun hins vegar að sjálfsögðu alfarið velta á ástandi og reglum innanlands og við landamæri bæði hér á Íslandi og líka í Danmörku þegar að augnskoðuninni kemur. Við biðjum félagsmenn að tryggja sér pláss fyrr en síðar til að tryggja að næg pláss verði í boði, enda má búast við stórri skoðun og hjálpar það öllu skipulagi að vita fyrr hversu mörgum má búast við þar sem aldrei hefur áður þurft að halda jafn stóra augnskoðun. Stefnt er að halda skoðun í Reykjavík og á Akuryeri. Hvetjum fólk til að heyra í okkur í síma 588-5255 milli kl. 10-15 virka daga eða senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is með upplýsingum um hundinn til að fá pláss, greiða þarf fyrir plássið til að tryggja það.
Þeir sem áttu bókaða og greidda tíma í maí eða september eru sjálfkrafa á blaði fyrir næstu skoðun og verður úthlutað tímum þegar að skoðun kemur. Þegar kemur að skoðuninni verða tímaáætlanir birtar á heimasíðu félagsins, hrfi.is, og á Facebook. Þegar sá listi verður birtur þá verður sett tilkynning á miðlana okkar og sent út á póstlistann sem hægt er á skrá sig á HÉR. Þar til hægt er að halda augnskoðunina gildir undanþága á augnskoðun í reglum og má lesa nánar um það HÉR. Tveir gríðarlega áhugaverðir fyrirlestrar verða á dagskrá á næstunni í boði Fræðslunefndar stjórnar HRFÍ. Annars vegar er það fyrirlestur Silju Unnarsdóttur, dýralæknis, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 21.00 og rúmlega viku síðar, eða fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20:00, verður Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, með fyrirlestur. ![]() Fyrirlestur Silju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 21.00: Silja Unnarsdóttir, dýralæknir, fer yfir þá þætti sem snúa að almennri umhirðu hunda ásamt því að fjalla um nokkra algenga sjúkdóma sem dýralæknar sjá í störfum sínum. Fyrirlesturinn miðar að því að uppfræða hinn almenna hundeiganda um umhirðu og sjúkdóma með það fyrir augum að ýta undir langlífi og velferð hundanna okkar. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður tengill settur inn í viðburðinn þegar nær dregur. ![]() Fyrirlestur Jóhönnu fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.00: Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, mun fræða okkur um hvernig best er að byggja upp traust á milli hunds og eiganda og færni hjá hundinum til að takast á við þau verkefni sem fyrir hann eru lögð. Hún mun fjalla um hvernig við mætum einstaklingnum í þjálfun og hjálpum honum að öðlast færni til að líða vel í eigin skinni og lifa heilbrigðu og góðu lífi í sátt við umhverfi sitt. Fyrirlesturinn fer fram á Zoom og verður tengill settur inn í viðburðinn þegar nær dregur. |
|