Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Framboð til stjórnar Hundaræktarfélags Íslands 2022 - kynning

31/3/2022

 
Á næsta aðalfundi félagsins verður kosið um tvo meðstjórnendur og varamann þeirra. Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 30. mars og eftirfarandi félagsmenn gefa kost á sér. Með því að smella á virku tenglana við nafn hvers frambjóðanda má nálgast kynningu á þeim. 

Í aðalstjórn:
Guðbjörg Guðmundsdóttir

Í aðalstjórn og til vara í varastjórn:
Anna Guðjónsdóttir
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir
Sigrún Valdimarsdóttir


​Upplýsingar um fyrirkomulag kosninga verða kynntar samhliða auglýsingu um aðalfund.

Nýr ritstjóri Sáms tekur til starfa!!

18/3/2022

 
Picture
Við kynnum með ánægju nýjan ritstjóra Sáms félagsblaðsins okkar en Linda Björk Jónsdóttir tekur við af Svövu Björk Ásgeirsdóttur sem hefur sinnt starfinu undanfarin ár með ágætum.
Við bjóðum Lindu velkomna til starfa og þökkum Svövu jafnframt kærlega vel unnin störf í þágu félagsins og Sáms á síðustu árum.
​
Netfang ritstjóra blaðsins er samur@hrfi.is

Hér eru nokkur orð frá nýjum ritstjóra Sáms um fyrri störf og framtíðarsýn. 

Ég heiti Linda Björk Jónsdóttir og hef tekið við því verkefni að vera ritstjóri Sáms, tímariti Hundaræktarfélagi Íslands. Ég er búin að eiga íslenska fjárhunda í um 23 ár og hefur hundalífið verið ansi stór partur af tilverunni alveg síðan ég var barn í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég hef setið í stjórn Deildar Íslenska fjárhundsins (DÍF og verið virkur þáttakandi í starfi félgasins og á sýningum sem hringstjóri, ritari og svo auðvitað sýnandi. Bjó um tíma í Danmörku þar sem ég lærði “multimedia design and communication”. Hundarnir mínir tveir á þeim tíma, feðgarnir Orri og Hökki komu að sjálfsögðu með svo ég fékk að kynnast hundaheiminum í Skandinavíu líka þar sem ég nýtti tækifærið og ferðaðist með hundana á hundasýndasýningar. Í dag búa með okkur feðgarnir Ch. Kersins Hökki og Ch. Sunnusteins Einir, en Eini hefur gengið mjög vel á hundasýningum í gegnum tíðina. Síðan árið 2013 hefur umbrotið á tímaritinu verið í mínum höndum og mér hefur fundist mjög gaman að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem Sámur er.
Núna er komið að tímamótum í lífi Sáms, því núna stígur Sámurinn skref inn í nútímann og fer á netið í vefsíðuformi. Stefnan er að halda úti lifandi vefsíðu allt árið. Það eru því spennandi tímar framundan.

Norðurljósasýning 5.-6. mars 2022

2/3/2022

 
Þá fer árið að byrja með glæsibrag! Norðurljósasýningin okkar fer fram nú um helgina í reiðhöll Spretts í Kópavogi (Samskipahöllin).
Við skulum ganga vel um flotta sýningarsvæðið og vera hundaeigendum til fyrirmyndar. Nú hefur samkomutakmörkunum verið aflétt en minnum sýningargesti að gæta að sjálfsögðu að persónulegum sóttvörnum sem fyrr.

Dómar hefjast kl. 9 (nema einn hringur á sunnudag) og úrslit áætluð kl. 15:30 báða dagana – Dagskrá, PM og dagskrá úrslita má finna hér.
Veitingasala verður í veislusal hallarinnar. Aðgangur á sýninguna kostar 1.000 kr.

Hlekki fyrir sýningaskrá, umsagnir og úrslit má finna inn á Hundavefur.is, undir sýningar og þar er hægt að velja um úrslit, sýningaskrá eða úrslit í úrslitahring, og velja árið 2022 þar undir. 

Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
  • Vinsamlegast keyrum hægt í hesthúsahverfinu - mikið var um of hraðan akstur á svæðinu á sýningunni í nóvember
  • STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við ingang.
  • Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku eða í veislusal þar sem veitingasala er.
  • Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
  • Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
  • Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
  • Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.​ Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.
  • Dæmt verður í 7 hringjum báða daga og hefjast dómar kl. 9, að undanskildum einum á sunnudegi sem hefst kl. 9:30. Verður hvorum degi skipt upp í tvö holl, fyrir og eftir hádegi, þar sem síðara holl hefst kl. 13:00.
  • Veitingasala verður á staðnum í veislusalnum frá kl. 9-16 ásamt því að miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr. 
  • Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Sýningastjórar eru Guðný Rut Isaksen, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Ágústa Pétursdóttir.
Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa fyrstu sýningu ársins! Gangi ykkur vel og munum persónulegar sóttvarnir.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole