Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Af gefnu tilefni

27/4/2018

 
Picture
Hundaræktarfélag Íslands er almennt félag og í því eru um 3500 félagsmenn.  Tekjugrunnur félagsins er takmarkaður og leyfir fjárhagur okkar ekki fleiri launaða starfsmenn en þrjá, sem sinna helstu daglegu verkefnum á skrifstofu félagsins. Að öðru leyti byggir umfangsmikil starfsemi á sjálfboðavinnu, sannkölluðu hugsjónastarfi fólks sem á það sameiginlegt að elska hunda. Mér finnst það magnað hversu miklu starfi hægt er að halda úti á þessum forsendum og hversu margir eru reiðubúnir að hjálpa til.
​
​Ekki síst þess vegna er ég undrandi á þeirri neikvæðu umræðu og því niðurrifi og persónulegu árásum sem finna má á netinu í garð þeirra aðila sem eru í trúnaðarstöðum og sinna sjálfboðastarfi í félaginu. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta geti farið saman, að svona margir séu tilbúnir að gefa af sér og tíma sínum til félagsins á meðan svo hvöss umræða tíðkast um félagið, félagsmenn og þá sem þar taka að sér verkefni.

Ég ákvað að skoða umræðuna þannig að greinarmunur væri gerður á ábyrgri og málefnalegri gagnrýni annars vegar og niðurrifi og árásum hins vegar.  Ég er þeirrar skoðunar að ábyrg og málefnaleg gagnrýni sé af hinu góða og að hún þrói og þroski umræðu og stefnumótun. Hún beinist að málefnum en ekki persónum og hún er lausnamiðuð. Hún á ekkert skylt við niðurrif og persónulegar árásir sem ekki eru settar fram í neinum öðrum tilgangi en að brjóta niður og eyðileggja, koma höggi á einstaklinga með stóryrtum fullyrðingum, dómhörku, tillitsleysi, skilningsleysi, yfirgangi, frekju og jafnvel af illum hug. Þegar ég las yfir umræðuna með þessa aðgreiningu í huga komst ég að þeirri niðurstöðu að sem betur fer er það afar fámennur hópur sem heldur úti þessari óvægnu og neikvæðu umræðu og sá hópur er nokkuð einangraður og er ekki áberandi í sjálfboðaliðastarfi félagsins í dag. Það á sinn vettvang á samfélagsmiðlum og reynir að draga aðra þangað inn. Fáir taka þátt í umræðunni sem er þessu marki brennd.

Á vefnum er hins vegar að finna umfangsmikla umræðu um málefni hunda, allt frá þjálfun og vinnu með hunda, ræktun þeirra og hundamenninguna almennt.  Margvíslegan fróðleik er þar að finna til gagns sem leiðir til aukinnar þekkingar um hundana vini okkar. Á samfélagsmiðlum finn ég líka fyrir velvilja og hjálpsemi, sem birtist þannig að fólk í vanda setur fram spurningu og biður um leiðsögn og fær strax svör allt  með það að markmiði að hjálpa og aðstoða. Eins er hörð gagnrýni á aðbúnað og það regluverk sem er í gildi, þar sem fólk tekur afstöðu með málefni og lætur í ljósi skoðun um hvað megi betur fara. Allt eru þetta dæmi um jákvæð áhrif samfélagsmiðla og eru til þess fallin að styrkja hundamenningu á Íslandi og bæta hundahald.  Og aftur að félaginu. Þar gefur fólk kost á sér í stjórn, nefndarstörf, ræktunarstjórnir, stjórnir deilda auk þess sem það tekur að sér ýmis verkefni í tengslum við þá viðburði sem haldnir eru á vegum félagsins og deilda þeirra. Allt þetta fólk sýnir hins vegar hug sinn til félagsins í verki og ber starf þess vitni um þá velvild sem félagið á, eða eins og máltækið segir; af góðum hug koma góð verk.  

Til að halda úti okkar öfluga starfi, þurfum við að standa vörð um það góða fólk sem alltaf er reiðubúið að gefa af sér til félagsins.  Við þurfum að hafa umburðarlyndi fyrir því að við erum ólík og sjá það sem styrkleika og kost í stað þess að hræðast það.  Klöppum hvert öðru á bakið, hrósum fyrir hluti sem við erum ánægð með og hvetjum fólkið okkar til dáða.  Með því verðum við sterkari og þannig eflist félagið okkar.
 
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands


Yfirlýsing frá Hundaræktarfélagi Íslands vegna lokunar MAST á starfsemi á Dalsmynni

18/4/2018

 
​Hundaræktarfélag Íslands er mótfallið starfsemi líkt og þeirri sem hefur verið rekið á jörðinni Dalsmynni um árabil og fagnar þeirri ákvörðun MAST að stöðva hana á grundvelli laga um velferð dýra. Starfsemi svokallaðra hundaprangara og hvolpaverksmiðja (e. puppy farmers) er andstæða ábyrgrar hundaræktunar, en Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga skilgreina slíka aðila sem fólk sem rekur starfsemi þar sem hundar eru keyptir og seldir fyrir efnahagslegan ágóða og án þess þess að dýrin fái viðeigandi umönnun. Slík starfsemi er fordæmd hjá siðmenntuðum þjóðum og ætti ekki að líðast á Íslandi.

Hundaræktendur sem standa undir nafni, bera ávalt heilsu og vellíðan ræktunardýra og afkvæma þeirra fyrir brjósti. Ræktendur Hundaræktarfélags Íslands undirgangast vel skilgreindar lágmarkskröfur sem miða að því að tryggja þetta og ræktunin og val á nýjum eigendum byggir alltaf á því að hvolpurinn geti átt gott og ánægjuríkt líf til gagnsemi og gleði fyrir eigandann og samfélagið.

FH. Hundaræktarfélags Íslands, 
Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ

Hér að neðan má nálgast undirritað PDF skjal með yfirlýsingunni og hér er tengil á frétt Matvælastofnunar um lokun starfseminnar sem um ræðir. 
Yfirlýsing HRFÍ
File Size: 338 kb
File Type: pdf
Download File

Augnskoðun 24.-26. maí, Akureyri og Reykjavík

15/4/2018

 
Jens Kai Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið dagana 24.-26. mar nk. Augnskoðunin 24. maí fer fram á Akureyri en 25. og 26. maí á skrifstofu félagsins.

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 4. maí, eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss.

Augnskoðun hunda kostar 6.100 fyrir virka félagsmenn.  Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 15.000 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
  • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
  • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). 
  • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.

Tvöföld útisýning í júní - Dómaraáætlun og upplýsingar

15/4/2018

 
Nú líður að sumri og er komið að fyrri tvöföldu sumarsýningunni þetta árið. Júnísýning HRFÍ verður haldin helgina 8.-10. júní.
Föstudaginn 8. júní verður hvolpasýning Royal Canin og keppni ungra sýnenda. Laugardaginn 9. júní verður NKU Norðurlandasýning og Reykjavík Winner en sunnudaginn 10. júní verður alþjóðlegsýning. Kynningu á NKU Norðurlandasýningum má lesa hér.
Dómarar helgarinnar verða: Birgit Seloy (Danmörk), Christian Jouanchicot (Frakkland), Dina Korna (Eistland), Hans Almgren (Svíþjóð), Jeff Horswell (Bretland), Morten Matthes (Danmörk), Sóley Halla Möller (Ísland) og Ozan Belkis (Tyrkland).

Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 2. maí
Gjaldskrá 2: 11. maí
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 27. apríl til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15.
Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.

Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt nýlegum debetkortum. Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.

Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.


Dómaraáætlun
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
 
Laugardagur 9. júní:
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Morten Matthes, DK
Border collie: Morten Matthes, DK
Collie smooth & rough: Morten Matthes, DK
German shepherd dog, long-haired & short-haired: Morten Matthes, DK
Shetland sheepdog: Morten Matthes, DK
 
Tegundahópur 2:
Schnauzer, allar stærðir og litir: Christian Jouanchicot, FRA
 
Tegundahópur 3: Birgit Seloy, DK
 
Tegundahópur 4/6: Jeff Horswell, UK
 
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Sóley Halla Möller, ÍSL
Siberian husky: Sóley Halla Möller, ÍSL
 
Tegundahópur 7: Dina Korna, EIS
 
Tegundahópur 8:
American cocker spaniel: Hans Almgren, SE
English cocker spaniel: Hans Almgren, SE
English springer spaniel: Hans Almgren, SE
Flat-coated retriever: Hans Almgren, SE
Golden retriever: Hans Almgren, SE
Labrador retriever: Jeff Horswell, UK
Nova scotia duck tolling retriever: Hans Almgren, SE
 
Tegundahópur 9:
Chihuahua, smooth-haired & long-haired: Dina Korna, EIS
Papillon: Dina Korna, EIS
 
Tegundahópur 10: Jeff Horswell, UK
 
 
Sunnudagur 10. júní
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Dina Korna, EIS
Collie, rough & smooth: Dina Korna, EIS
German shepherd dog, long-haired & short-haired: Dina Korna, EIS
Shetland sheepdog: Dina Korna, EIS
White swiss shepherd dog: Dina Korna, EIS
 
Tegundahópur 2:
Schnauzer, allar stærðir og litir: Jeff Horswell, UK
 
Tegundahópur 3: Christian Jouanchicot, FRA
 
Tegundahópur 4/6: Hans Almgren, SE
 
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Morten Matthes, DK
Pomeranian: Sóley Halla Möller, ÍSL
Siberian husky: Morten Matthes, DK
 
Tegundahópur 7: Hans Almgren, SE
 
Tegundahópur 8:
Labrador retriever: Sóley Halla Möller, ÍSL
 
Tegundahópur 9:
Cavalier king Charles spaniel: Birgit Seloy, DK
Chihuahua, smooth-haied & long-haired: Birgit Seloy, DK
Papillon: Birgit Seloy, DK
Pug: Birgit Seloy, DK
Russian toy, smooth-haired & long-haired: Birgit Seloy, DK
Shih tzu: Hans Almgren, SE
Tibetan spaniel: Birgit Seloy, DK
Tibetan terrier: Birgit Seloy, DK
 
Tegundahópur 10: Christian Jouanchicot, FRA

NKU Norðurlandasýningar - kynning

15/4/2018

 
​Hundasýningaflóran okkar verður sífellt blómlegri, en frá og með árinu 2018 mun félagið halda sex sýningar sem opnar eru fyrir allar hundategundir.
Útisýningum mun fjölga, en fyrirhugað er að tvær tvöfaldar sýningar verði haldnar á útisvæði í Víðidal, í júní og í ágúst. Þá kynnum við til sögunnar Norðurlandasýningar, en samtök hundaræktarfélaga á Norðurlöndum, Nordic Kennel Union (NKU) samþykktu nýverið umgjörð um sýningar sem haldnar verða undir nafni samtakanna frá og með árinu 2018. HRFÍ er aðili að samtökunum og verða þrjár sýningar félagsins árið 2018 Norðurlandasýningar.
 
Á Norðurlandasýningum verða veitt Norðurlandameistarastig, Nordic Show Certificate, með svipuðum hætti og CACIB eru veitt á alþjóðlegum FCI sýningum. Tvö stig eru í boði í hverju viðurkenndu hundakyni eða afbrigði þess, líkt og alþjóðlegu stigin, en ólíkt þeim ganga stigin til sigurvegara í besta rakka og bestu tík tegundar óháð keppnisflokki þeirra. Þannig geta bæði öldungar og ungliðar hlotið Norðurlandameistarastig. Veitt eru varastig fyrir annað sæti.
 
Norðurlandasýningar geta ekki jafnframt verið FCI (alþjóðlegar) sýningar og að lágmarki helmingur dómara þarf að koma frá a.m.k. þremur Norðurlöndum. Íslensk meistarastig verða veitt á Norðurlandasýningum.
 
Margir þekkja NORCH titilinn sem hingað til hefur verið veittur hundi með meistaratitla frá a.m.k. þremur Norðurlöndum. Sá titill verður ekki í boði frá og með 1. janúar 2020, en nýr titill með sama nafni, Nordic Show Champion (ný skammstöfun: NORDICCH) verður veittur í tengslum við NKU sýningarnar frá og með næsta ári.
 
Skilyrði hans verða eftirfarandi:
  • Hundurinn er meistari í heimalandi sínu (ISCH í tilviki íslenskra hunda)
  • Hundurinn hefur fengið Norðurlandameistarastig á sýningum í a.m.k. þremur Norðurlöndum frá þremur mismunandi dómurum, a.m.k. eitt þeirra eftir 24 mánaða aldur. Vegna einangrunarmála er í tilviki Íslands þó fullnægjandi að stigin þrjú séu veitt á Íslandi.
Nánari upplýsingar um NKU sýningar má finna á heimasíðu samtakanna, https://www.skk.se/en/NKU-home/.

Kynningar á frambjóðendum til stjórnar HRFÍ

10/4/2018

 
Á næsta aðalfundi verður kosið um tvo meðstjórnendur og varamann þeirra í stjórn félagsins.
Í framboði eru: 
Auður Sif Sigurgeirsdóttir               í aðalstjórn
​Guðbjörg Guðmundsdóttir              í varastjórn
Kjartan Antonsson                          í aðalstjorn til vara í varastjórn
Þorsteinn Thorsteinson                  í aðalstjórn


    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole