Kosningin stendur til 3.maí og lýkur kl.18 þann dag og verða úrslit kynnt á aðalfundi félagsins sama kvöld. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn en nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna og leiðbeiningar má nálgast hér. Eins má finna kynningar á frambjóðendum hér.
Rafræn kosning til stjórnarkjörs hefst í dag þ. 26.4.23 klukkan 18. Til að greiða atkvæði fara kjósendur inn á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is) og finna þar tengilinn Kosningar 2023.
Kosningin stendur til 3.maí og lýkur kl.18 þann dag og verða úrslit kynnt á aðalfundi félagsins sama kvöld. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn en nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna og leiðbeiningar má nálgast hér. Eins má finna kynningar á frambjóðendum hér. ![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Tillögur sýningastjórnar að breytingum á sýningareglum voru samþykktar á fundi stjórnar HRFÍ þann 27. mars s.l.
Helstu breytingar eru þær að frá og með 1. janúar 2025 verður bannað að sýna eyrna- og skottstífða hunda á sýningum HRFÍ. Fram að þeim tíma verður, líkt og áður, einungis heimilt að sýna stífða hunda sem fluttir eru inn frá löndum sem enn leyfa framkvæmd stífingar. Almennt bann við sýningu skott- og eyrnastífðra hunda er í samræmi við reglur annarra Norðurlanda. Frá sama tíma bannar FCI sýningu stífða hunda á alþjóðlegum sýningum, nema ræktunarmarkmið hundakyns geri beinlínis ráð fyrir slíku. Þeim hundakynjum fer þó óðum fækkandi eftir því sem fleiri ræktunarmarkmið eru endurskoðuð með tilliti til þessa. Reglu um sýningu á hvolpafullum tíkum/tíkum með hvolpa var breytt í samræmi við reglur annarra Norðurlanda. Óheimilt er að sýna hvolpafulla tík sem er sett innan 30 daga, settur dagur miðast við 63 daga frá fyrstu pörun (var áður 42 dagar frá síðustu pörun), og tík sem hefur gotið hvolpum innan við 75 dögum fyrir sýningardag, óháð útkomu gotsins (var áður 56 dagar eftir got). Þá var bætt inn í reglurnar ákvæðum um alþjóðleg ungliða- og öldungameistarastig, Norðurlandameistarastig og tilheyrandi titla. Einnig er vakin athygli á breytingu á kaflanum ,,Sérstök ákvæði" um færslu hunda á milli afbrigða (feld-, litar- og stæðarafbrigða) á sýningum. Í stað sérákvæða fyrir einstök hundakyn, gildir nú almenn regla um að telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en skráð er í ættbók, getur hann óskað eftir áliti dómara þar um til að færa hann á milli afbrigða á sýningunni, upp að tilgreindum aldri hunds. Gera skal hringstjóra viðvart í tæka tíð og metur dómari hundinn áður en dómar í tegund hefjast. Hundur er endanlega skráður í feldgerð og lit á fyrstu sýningu eftir 9 mánaða aldur og í stærð eftir 15 mánaða aldur. Fram að þeim tíma þarf því að fá slíkt mat á hverri sýningu, telji eigandi hundinn vera annað afbrigði en skráð er í ættbók. Nánari útlistanir á ættbókarskráningu feld-, litar- og stærðarafbrigða má finna í Reglum um skráningu í ættbók. Vegna aukins áhgua höfum við ákveðið að taka upp umsóknarferli fyrir sölu- og eða kynningabása á sýningum. Eingöngu er hægt að sækja um básapláss á júní sýningu HRFÍ dagana 10. og 11. júní. Fylla þarf út umsóknina og senda á silja@hrfi.is - umsóknafrestur er til 12. maí. Ef áhugi er fyrir að vera með bás á næstkomandi sýningum munum við auglýsa umsóknatímabilið fyrir hverja sýningu fyrir sig. ![]()
![]() Kæru félagsmenn Búið er að setja saman stutta könnun til félagsmanna sem væri gaman að sem flestir svöruðu. Dregið verður í lok dags 19. apríl úr innsendum svörum og hlýtur einn heppinn gjafabréf í gistingu með 3ja rétta kvöldverði og morgunmat fyrir 2 á Hótel Örk í Hveragerði. Könnunina má nálgast hér. ![]() Nú fer sumarið að nálgast að okkur! Í ár verður gerð prufa að bjóða aftur upp á tvöfaldasýningu, sem verður vonandi aftur að föstum lið ef vel gengur að manna sýninguna. Júní sýningin fer fram helgina 10. - 11. júní og verður haldin á Víðistaðatúni, Hafnarfirði, að venju. Á laugardeginum verður NKU norðurlandasýning og Reykjavík Winner, en á sunnudeginum verður alþjóðlegsýning. Boðið verður upp á keppni ungra sýnenda báða dagana. Dómarar helgarinnar verða: Anita Duggan (Írland), Barbara Müller (Sviss), Charlotta Melin (Svíþjóð), Daníel Örn Hinriksson (Ísland), Dimitris Antonopoulos (Svíþjóð), Herdís Hallmarsdóttir (Ísland), Jørgen Hindse (Danmörk), Laurent Pichard (Sviss), Ozan Belkis (Tyrkland), Rafael Malo Alcrudo (Spánn), Terje Lindstrøm (Noregur) og Þórdís Björg Björgvinsdóttir (Ísland). Skráning er hafin á Hundavef og lýkur fyrri skráningarfresti þann 30. apríl kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 14. maí kl 23.59, eða fyrr ef fyllist á sýninguna. Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 30. apríl, kl. 23:59 Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 14. maí, kl. 23:59 Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, ekki er veitt tæknileg aðstoð eftir kl. 16 á föstudögum. Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur. Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1000 skráningar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar, og ef, þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningarfrests. Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI MIÐVIKUDAGINN 26. APRÍL til þess að tryggja að skráning náist. Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 30. apríl. Skrifstofa HRFÍ er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 - 15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningardag. Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningardegi lýkur. Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki. Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR Hundaræktarfélag Íslands hefur útbúið fóðursamning fyrir hvolpakaupendur og ræktendur til að hafa sín á milli. Okkur er umhugað um réttindi bæði hvolpakaupenda og ræktenda og því hvetjum við ræktendur að gera slíka saminga við sína hvolpakaupendur sem taka hvolpa á fóðursamning. Jafnframt viljum við minna ræktendur á að samkvæmt grundvallarreglum félagsins ber þeim að nota kaupsamning HRFÍ við sölu/afsal á hundum.
Á næsta aðalfundi verður kosið í stöðu formanns, tvo meðstjórnendur og varamann þeirra í stjórn félagsins.
Nöfn frambjóðenda voru birt á heimasíðu félagsins þann 31. mars síðast liðinn en hér með eru birtar kynningar þeirra frambjóðenda er hafa skilað inn kynningum, kynningar opnast þegar smellt er á nafn frambjóðanda: Í stöðu formanns: Erna Sigríður Ómarsdóttir (sjálfkjörin) Í aðalstjórn: Erla Heiðrún Benediktsdóttir Í aðalstjórn og til vara í varastjórn: Anna María Gunnarsdóttir Anna María Ingvarsdóttir Berglind Gísladóttir Í varastjórn: Þórdís Björg Björgvinsdóttir ![]() Framkvæmdastjóri - Hundaræktarfélag Íslands Leitað er að kraftmiklum og drífandi aðila í starf framkvæmdastjóra félagsins. Í boði er tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í lifandi og skemmtilegu umhverfi. Helstu verkefni:
Hæfniskröfur
Hundaræktarfélag Íslands er félag allra hundaeigenda á Íslandi. Félagið er aðili að alþjóðasambandi hundaræktarfélaga (f. Fédération Cynologieque Internationale – FCI) og Norrænum samtökum hundaræktarfélaga (NKU). HRFÍ rekur skrifstofu sem er opin alla virka daga en skrifstofan er þjónustuaðili fyrir félagsmenn og hundaeigendur á Íslandi. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2023 og skulu umóknir berast í gegnum umsóknarvefinn Alfreð (www.alfred.is). |
|