Skráningar þurfa að berast skrifstofu fyrir kl. 15.00 í dag ásamt greiðslu.
3 tímar lausir í skapgerðarmat á fimmtudaginn nk. 29. maí!
Skráningar þurfa að berast skrifstofu fyrir kl. 15.00 í dag ásamt greiðslu. Skráning framlengd til og með mán. 26.maí: Ákveðið hefur verið að gefa félagsmönnum auka frest til þess að skrá á júnísýningar félagsins gegn aukagjaldi. Frestuinn hefur verið framlengdur til og með mánudagsins 26. maí kl 15. Skráning fer fram á skrifstofu félagins og í gegnum síma. Engar skráningar eru teknar gildar nema greiðsla fylgi.
Ágætu félagsmenn Hundaræktarfélags Íslands.
Stjórn HRFÍ verður því miður að tilkynna að ekki næst að uppfylla ákvæði í lögum HRFÍ um framlagningu endurskoðaðs ársreiknings fimm dögum fyrir aðalfund HRFÍ, sem haldinn verður fimmtudaginn 15. maí nk. Endurskoðaður ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins og verður sendur á tölvupóstlista félagsmanna um leið og þess er kostur eða í síðasta lagi þriðjudaginn 13. maí. Engu að síður fer stjórn HRFÍ þess vinsamlegast á leit við félagsmenn að ársreikningur félagsins verði borinn upp til samþykktar á aðalfundi félagsins 15. maí. Komi hins vegar fram athugasemdir um að fresta þessum dagsskrárlið vegna ofangreinds ágalla við framlagningu ársreikningsins verður að boða til framhaldsfundar viku síðar og bera ársreikninginn þar upp til samþykktar. Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum og vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundi HRFÍ. Bestu kveðjur, Stjórn Hundaræktarfélags Íslands. Reykjavík Winner sýning ásamt alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands verða haldnar helgina 21. - 22. júní 2014. Sýningarnar verða báðar haldnar úti í Viðidalnum, á staðnum verður í boði tjaldsvæði fyrir þá félagsmenn sem kjósa að nýta sér það.
Skráningafresti lýkur föstudaginn 23. maí 2014. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Dómarar að þessu sinni eru: Gunnar Nymann (Danmörk), Malgorzata Supronowicz (Pólland), Tomasz Borkowski (Pólland), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Péter Harsányi (Ungverjalandi), Eivind Mjærum (Noregi), Ann-Marie Mæland (Svíþjóð), Vincent O'Brien (Írlandi) , Viktoría Jensdóttir (Íslandi), Herdís Hallmarsdóttir (Íslandi) og Sóley Halla Möller (Íslandi). Hægt er að skrá á sýningarnar í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Álag mun geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni síðustu daga skráningar og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. fyrir 9. maí 2014. Ungir sýnendur verða fimmtudagskvöldið 19.júní, dómari verður Pernilla Lindström frá Svíþjóð. Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.
Boðið verður upp á skapgerðarmat dagana 17. og 29. maí nk.
Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ, í síma 588-5255 eða á tölvupósti hrfi@hrfi.is. Mánudagurinn 12. maí er síðasti skráningardagur í skapgerðarmatið sem haldið verður 17. maí. Mánudagurinn 26. maí er síðasti skráningardagur í skapgerðarmatið sem haldið verður 29. maí. Ath! Skráning er ekki tekin gild nema greiðsla fylgi. Hingað til hafa færri komist að en vilja, svo við bendum ykkur á að vera tímanlega að skrá hundana ykkar :) |
|