Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

FRÉTTATILKYNNING FRÁ HUNDARÆKTARFÉLAGI ÍSLANDS

29/5/2015

 
Picture
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands var haldinn á Radisson BLU Saga Hotel 26. maí þar sem mættu 185 félagsmenn.

Jóna Th. Viðarsdóttir, sem setið hefur í stjórn félagsins í tuttugu ár þar af sem formaður í 10 ár var heiðruð á fundinum og sæmd gullmerki félagsins.
Við þetta tilefni færðu vinir og samstarfsmenn Jónu í gegnum tíðina olíumálverk af tík úr ræktun hennar.

Frá vinstri: Guðríður Þ. Valgeirsdóttir fyrrverandi varaformaður HRFÍ, Jóna Th. Viðarsdóttir fráfarandi formaður, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir félagar í HRFÍ og Ungmennadeild HRFÍ, dótturdætur þeirra Guðríðar og Jónu.

Ný formaður félagsins er Herdís Hallmarsdóttir.

Picture
Aðalfundurinn samþykkti neðangreinda ályktun: ,,Hundaræktarfélag Íslands fagnar og styður heilshugar tillögu, sem Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks mælti fyrir og samþykkt var í borgarstjórn 19.  maí sl. Í tillögunnni er  því beint til ríkisins að rýmka reglur  svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr.

Tillagan í heild sinni:

Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veit­ingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveit­arfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“

Aðalfundur HRFÍ svæðafélagi Norðurlands

22/5/2015

 
Stefnt er að því að senda fundinn út um fjarfundarbúnað hjá Svæðafélagi Norðurlands og verður þá fundur haldinn á Akureyri hjá Bút pípulagningaþjónustu að Njaðarnesi 6.

Hér má sjá dagskrá fundarins.

Hundasýning HRFÍ helgina 23.-25. maí

22/5/2015

 
Picture
Helgina 23. – 25. maí mæta yfir 1100 hreinræktaðir hundar af yfir 80 hundategundum í dóm á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin á reiðhöll Fáks í Víðidal og hefjast dómar kl. 09:00 árdegis alla daga og standa fram eftir degi. Áætlað er að úrslit hefjast um kl. 14:00 og 18:30 laugardag og sunnudag og um kl 15 mánudag og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

Níu dómarar frá fjórum löndum; Bretlandi, Finnlandi, Belgíu og Íslandi dæma í fimm sýningarhringjum samtímis.
 
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi. 
   
Keppni ungra sýnenda 
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka yfir 20 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, mánudaginn 25. maí kl.12:00 á sama stað. Dómari í þeirri keppni er Þorbjörg Ásta Leifsdóttir frá Íslandi.


Hér má svo sjá dagskrár sýningarinnar
Dagskrár


Lagabreytingartillögur 2015

19/5/2015

 
Skjal 1 - frá Nefnd ræktunardeilda

Skjal 2 - frá Arnheiði Runólfsdóttur

Skjal 3 - frá Guðbjörgu Guðmundsdóttur

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands

15/5/2015

 
verður haldinn í Kötlu á Radisson BLU Saga Hotel

Hagatorg, 107 Reykjavik, þriðjudaginn 26. maí kl.20:00

Dagskrá:

  1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
  2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
  3. Heiðrun heiðursfélaga
  4. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum endurskoðenda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
  5. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
  6. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
  7. Lagabreytingar
  8. Kosning formanns HRFÍ og annarra stjórnarmanna skv. 10.gr.
  9. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
  10. Kosning siðanefndar
  11. Önnur mál
 

Á fundinum hafa þeir einir kjörgengi sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.


ársreikningur.pdf
File Size: 84 kb
File Type: pdf
Download File

samstæðureikn.pdf
File Size: 40 kb
File Type: pdf
Download File

Sámur 1. tbl 2015 (aukablað)

13/5/2015

 
1. tbl Sáms 2015 hefur verið gefið út á netinu.
Hægt er að nálgast blaðið hér: 
Sámur 1. tbl 2015 (Issuu)
eða
Sámur 1. tbl 2015 (Joomag)

Breytingar á skráningatímabilum á sýningar

12/5/2015

 
1.maí sl. tók gildi breytingar á skráningatímabilum á sýningar félagsins, en núna þarf að skrá minnst 6 vikum fyrir sýningu til að fá lægsta skráningagjaldið eða óbreytt verð.  Núna skiptist gjaldskrártímabilið í tvö tímabil, fyrsta tímabil er sex vikum fyrir sýninguna og seinna tímabilið er fjórum vikum fyrir sýninguna, Sé skráð á sýningu á tímabilinu fjórum til sex vikum fyrir allra síðasta skráningardag er verð hærra en ef skráð er tímanlega.

Sjá má síðustu skráningadaga í sýningadagatali hér á síðunni og gjaldskrána hér. 

Fyrsta sýning félagsins sem þetta mun hafa áhrif á er hvolpasýning í byrjun júli og svo tvöföld sýning í lok júlí. Nú þegar er hægt að skrá á allar sýningar ársins og því ekki eftir neinu að bíða, endilega verið því tímalega að skrá.

Dagskrá tvöfaldrar meistarastigssýningar

6/5/2015

 
Meðfylgjandi er endaleg dagskrá tvöfaldrar meistastigsýningar helgina 23-25.maí nk.birt með fyrirvara um villur. 

Vinsamlega athugið að dagskrá verður ekki send heim með sýninganúmerum eins og venjulega, en verður í sýningaskrá.

Laugardagur - Sunnudagur - Mánudagur
Dagskrá í úrslitum alla dagana.

. 

Ritara og hringstjóranámskeið

6/5/2015

 
Ritara- og hringstjóranámskeið verður haldið næstkomandi sunnudag, 10. maí kl. 10-17 ef næg þáttaka fæst. Skráning hjá skrifstofu félagsins í síma 588 5255 eða á hrfi@hrfi.is Hádegismatur verður í boði.

Frábært tækifæri til að læra meira á sýningakerfið okkar og geta lagt sitt að mörkum til að hægt sé að halda úti reglulegum sýningum, en allar sýningar eins og annað starf innan félagsins velta á framlagi félagsmanna. 

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole