
Jóna Th. Viðarsdóttir, sem setið hefur í stjórn félagsins í tuttugu ár þar af sem formaður í 10 ár var heiðruð á fundinum og sæmd gullmerki félagsins. Við þetta tilefni færðu vinir og samstarfsmenn Jónu í gegnum tíðina olíumálverk af tík úr ræktun hennar.
Frá vinstri: Guðríður Þ. Valgeirsdóttir fyrrverandi varaformaður HRFÍ, Jóna Th. Viðarsdóttir fráfarandi formaður, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir félagar í HRFÍ og Ungmennadeild HRFÍ, dótturdætur þeirra Guðríðar og Jónu.
Ný formaður félagsins er Herdís Hallmarsdóttir.
Tillagan í heild sinni:
Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“