Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Tillögur til afgreiðslu á aðalfundi félagsins 31. maí, 2017

24/5/2017

 
Tillögur til afgreiðslu á Aðalfundi HRFÍ 31. maí 2017.

Tillögur um lagabreytingar
Á næsta aðalfundi félagsins koma til umfjöllunar fimm tillögur um lagabreytingar. Stjórn leggur til fjórar tillögur en ein kemur frá stjórn Vorstehdeildar.
Stjórn Vorstehdeildar leggur til bann við því að aðili sitji samtímis í stjórn Hrfí og stjórn deilda.
Stjórn leggur í fyrsta lagi til breytingu á fresti til skila á ársreikningum félagsins til endurskoðenda. Þá leggur stjórn til breytingar á VII. kafla laganna sem fjallar um ræktunardeildir félagsins.Í þriðja lagi leggur stjórn til stofnun úrskurðarnefndar hjá félaginu vegna viðskipta með hunda sem hafa verið ættbókarfærðir hjá félaginu. Í fjórða lagi er lagt til að skipaður verði umboðsmaður félagsmanna sem hefur það hlutverk að gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna samkvæmt lögum og grundvallarreglum félagsmanna. Stjórn naut aðstoðar og leiðsagnar laganefndar við samningu tillagna þessara.
Tillögurnar sem bornar verða upp á næsta aðalfundi en samkvæmt 29. gr. laga félagsins verða þær að lögum hljóti þær a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. Hér má finna tillögurnar til nánari skoðunar. 

Ársreikningar, skýrsla stjórnar og erindi undir liðnum önnur mál.
Hér má finna endurskoðaða reikninga félagsins sem og skýrslu stjórnar fyrir starfsárið sem er að líða, sem nú liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða lagðir fram á aðalfundi félagsins til staðfestingar. Einnig má finna þau erindi sem hafa borist og verða tekin fyrir undir liðnum önnur mál. 

Ársreikningur HRFÍ 2016
Ársreikningur RA ehf 2016
Samstæðureikningur 2016
Skýrsla stjórnar 2016
Erindi undir liðnum önnur mál

Sámur - aukablað

19/5/2017

 
Sámur - aukablað
File Size: 10335 kb
File Type: pdf
Download File

Picture

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands 2017

19/5/2017

 
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands
Miðvikudaginn 31. maí 2017 kl. 20:00 Hótel Cabin 7. hæð, Borgartúni 32, 105 Reykjavík


Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu þann 31. maí n.k. sem haldinn verður á Hótel Cabin 7. hæð, Borgartúni 32, 105 Reykjavík og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning formanns HRFÍ og annarra stjórnarmanna skv. 10.gr
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál

Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2017, fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2017 voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
​
Herdís Hallmarsdóttir gefur áfram kost á sér til formanns.
Í framboði í stjórnarkjöri eru Daníel Örn Hinriksson og Pétur Alan Guðmundsson sem gefa kost á sér áfram í aðalstjórn félagsins.
Eftirfarandi gefa einnig kost á sér í aðalstjórn en til vara í stöðu varamanns: Damian Krawczuk, Kjartan Antonsson og Viktoría Jensdóttir.
Eftirfarandi gefur kost á sér í stöðu varamanns: Þórdís Björg Björgvinsdóttir

Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins fimm dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista. Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.

Aðalfundur sem boðað var til 17. maí 2017 er afboðaður.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands

AUGLÝSING UM UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU FYRIR AÐALFUND HRFÍ 31. MAÍ 2017
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands fer fram þann 31. maí 2017, kl. 20:00, að Hótel Cabin, Borgartúni 32, 105 Reykjavík.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir aðalfund fer fram á skrifstofu Hrfí, Síðumúla 15, 108 Reykjavík, dagana 24. og 26. maí og 29.-31. maí 2017, kl. 10-12 og 13-15, alla dagana. 
Kosningarétt á aðalfundi og við utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2017 í síðasta lagi þann 23. maí 2017.
Kjörskrá við utankjörfundaratkvæðagreiðslu og kosningu á aðalfundi verður lögð fram miðað við lok dags 23. maí 2017.

Í framboði til formanns félagsins til tveggja ára er Herdís Hallmarsdóttir sem telst sjálfkjörin í embætti formanns

Í framboði til embættis tveggja meðstjórnanda til tveggja ára eru:
Damian Krawczuk
Daníel Örn Hinriksson
Kjartan Antonsson
Pétur Alan Guðmundsson
Viktoría Jensdóttir

Í framboði til embættis eins varamanns til tveggja ára eru:
Damian Krawczuk
Kjartan Antonsson
Viktoría Jensdóttir
Þórdís Björg Björgvinsdóttir
(Þórdís Björg Björgvinsdóttir býður sig eingöngu fram í embætti varamanns. Aðrir frambjóðendur í sæti varamanns bjóða sig fram aðallega til embættis meðstjórnenda, en til vara í embætti varamanns).

Um kosninguna fer að öðru leyti samkvæmt lögum félagsins og reglum um kjörgengi, -gögn og fyrirkomulag kosninga stjórnarmanna á aðalfundi Hrfí.

Reykjavík 18. maí 2017
Kjörstjórn á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands 2017
Ari Karlsson
Jónas Friðrik Jónsson
Guðný Rut Ísaksen

Laust starf á skrifstofu

18/5/2017

 
Hjá Hundaræktarfélagi Íslands er laust til umsóknar 100% starf á skrifstofu félagsins í sumar, með möguleika á framtíðarstarfi. Möguleiki er einnig á að starfa í hlutastarfi í sumar en auka svo hlutfall í 100% í haust.
Starfsmaðurinn, sem leitað er, mun koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa félagsins hefur á sinni könnu í samvinnu við verkefnastjóra. Þannig felur starfið meðal annars í sér almenn skrifstofustörf, undirbúning og framkvæmd viðburða (t.d. hundasýninga), umskráningu erlendra ættbóka, útgáfu ættbóka og annað sem til fellur. 

Við leitum að einstaklingi sem;  
  • er skipulagður og áreiðanlegur
  • býr yfir góðri tölvuþekkingu og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar
  • hefur ríka þjónustulund
  • hefur gott vald og íslensku og ensku í ræðu og riti
  • hefur áhuga á hundum og þekkingu á starfi félagsins

Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. 
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2017 og skal umsóknum skilað á netfangið gudny@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFI“. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf

BREYTT DAGSETNING AÐALFUNDAR HRFÍ

15/5/2017

 
Boðað hafði verið til aðalfundar HRFÍ þann 17. maí n.k. kl. 20. Fundurinn var auglýstur á vef félagsins og í sérstakri netútgáfu Sáms. Fyrir mistök láðist að auglýsa fundinn í dagblaði eins og áskilið er í 7.gr.laga félagsins. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að afboða fundinn og boða til nýs fundar með lögmætum hætti og lögboðnum fyrirvara.

Stjórn þykir þetta miður og vonast til að þetta valdi ekki félagsmönnum óþægindum. Kjörstjórn hefur verið tilkynnt um breyttan fundartíma og hefur tekið ákvörðun, með vísan til 10. gr. laga félagsins, þar sem fram kemur að kosning utan kjörfundar skuli fara fram á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund, um að ógilda atkvæði sem greidd voru þann 11., 12. og 15. maí sl.  Kjörstjórn mun koma saman á næstu dögum og eyða þegar greiddum atkvæðum óséðum og auglýsa utankjörfundaratkvæðagreiðslu. 

Ný dagsetning aðalfundar er miðvikudagurinn 31. maí n.k. á Hótel Cabin 7. hæð, Borgartúni 32, 105 Reykjavík og hefst kl. 20:00. Rétt er að vekja athygli á, að kosningarétt hafa þeir sem borgað hafa félagsgjöld fimm virkum dögum fyrir aðalfund.  

Tillögur til afgreiðslu á aðalfundi félagsins

12/5/2017

 
Erindi til afgreiðslu á Aðalfundi HRFÍ 17.maí 2017.

Tillögur um lagabreytingar
Á næsta aðalfundi félagsins koma til umfjöllunar fimm tillögur um lagabreytingar. Stjórn leggur til fjórar tillögur en ein kemur frá stjórn Vorstehdeildar.
Stjórn Vorstehdeildar leggur til bann við því að aðili sitji samtímis í stjórn Hrfí og stjórn deilda.
Stjórn leggur í fyrsta lagi til breytingu á fresti til skila á ársreikningum félagsins til endurskoðenda. Þá leggur stjórn til breytingar á VII. kafla laganna sem fjallar um ræktunardeildir félagsins.Í þriðja lagi leggur stjórn til stofnun úrskurðarnefndar hjá félaginu vegna viðskipta með hunda sem hafa verið ættbókarfærðir hjá félaginu. Í fjórða lagi er lagt til að skipaður verði umboðsmaður félagsmanna sem hefur það hlutverk að gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna samkvæmt lögum og grundvallarreglum félagsmanna. Stjórn naut aðstoðar og leiðsagnar laganefndar við samningu tillagna þessara.
Tillögurnar sem bornar verða upp á næsta aðalfundi en samkvæmt 29. gr. laga félagsins verða þær að lögum hljóti þær a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. Hér má finna tillögurnar til nánari skoðunar. 

Ársreikningar og skýrsla stjórnar
Hér má finna endurskoðaða reikninga félagsins sem og skýrslu stjórnar fyrir starfsárið sem er að líða, sem nú liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða lagðir fram á aðalfundi félagsins til staðfestingar.
Ársreikningur HRFÍ 2016
File Size: 307 kb
File Type: pdf
Download File

Ársreikningur RA ehf 2016
File Size: 108 kb
File Type: pdf
Download File

Skýrsla stjórnar 2016
File Size: 860 kb
File Type: pdf
Download File

Litli Sámur - maí

8/5/2017

 
Litli Sámur - maí 2017
File Size: 457 kb
File Type: pdf
Download File

Dómaraáætlun fyrir júní sýningu HRFÍ 2017

8/5/2017

 
Dómaraáætlun fyrir júní sýningu HRFÍ 2017
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
 
Laugardagur 24. júní – Reykjavík Winner
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ISL
Schäfer, síðh.: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ISL
Schäfer, snöggh: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ISL
 
Tegundahópur 2:
Stóri Dani: Andrzej Szutkiewicz, PL
Berner Sennenhund: Andrzej Szutkiewicz, PL
Dobermann: Philip John, IND
Dvergschnauzer, allir litir: Andrzej Szutkiewicz, PL
Schnauzer, allir litir: Andrzej Szutkiewicz, PL
Risaschnauzer, svartur: Andrzej Szutkiewicz, PL
 
Tegundahópur 3: Kari Järvinen, FI
 
Tegundahópur 4: Fabrizio La Rocca, IT
 
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Ásta María Guðbergsdóttir, ISL
Pomeranian: Ásta María Guðbergsdóttir, ISL
 
Tegundahópur 8:
Amerískur cocker spaniel: Philip John, IND
Enskur cocker spaniel: Philip John, IND
Labrador retriever: Fabrizio La Rocca, IT
Golden retriever: Fabrizio La Rocca, IT
 
Tegundarhópur 9:
Shih Tzu: Kari Järvinen, FI
Lhasa Apso: Kari Järvinen, FI
Cavalier king Charles spaniel: Kari Järvinen, FI
Chihuahua síðh. og snöggh.: Hanne Laine Jensen, DK
Tibet Spaniel: Hanne Laine Jensen, DK
Poodle, allar stærðir: Hanne Laine Jensen, DK
 
Tegundarhópur 10: Philip John, IND
 

 
Sunnudagur 25. júní – Alþjóðleg sýning
Tegundarhópur 1:
Collie rough & smooth: Käri Järvinen, FI
Australian Shepherd: Käri Järvinen, FI
Schäfer síðh. & snöggh.: John Philips, IND
White Swiss Shepherd: John Philips, IND
 
Tegundarhópur 2:
Dvergschnauzer, allir litir: Fabrizio La Rocca, IT
Schnauzer, allir litir: Fabrizio La Rocca, IT
Risaschnauzer, svartur: Fabrizio La Rocca, IT
Stóri Dani: Hanne Laine Jensen, DK
 
Tegundahópur 3: Hanne Laine Jensen, DK
 
Tegundahópur 4: Philip John, IND
 
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Kari Järvinen
Siberian Husky: Andrzej Szutkiewicz, PL
Samoyed: Andrzej Szutkiewicz, PL
 
Tegundarhópur 6: Philip John, IND
 
Tegundahópur 7:  Andrzej Szutkiewicz, PL
 
Tegundahópur 8:
Amerískur cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ISL
Golden retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ISL
Labrador retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, ISL
 
Tegundahópur 9:
Chihuahua snögg & síðh.: Ásta María Guðbergsdóttir, ISL
Chinese crested: Ásta María Guðbergsdóttir, ISL
Shih tzu: Ásta María Guðbergsdóttir, ISL
Tíbet spaniel: Ásta María Guðbergsdóttir, ISL
Lhasa Apso: Philip John, IND
Cavalier king Charles spaniel: Hanne Laine Jensen, DK
 
Tegundahópur 10: Fabrizio La Rocca, IT

Sámur 1. tbl 2017 (aukablað)

5/5/2017

 
1. tbl Sáms 2017 hefur verið gefið út á netinu til að uppfylla skilyrði aðalfundar.
Sámur
File Size: 1590 kb
File Type: pdf
Download File

Sýningahelgi 23.-25. júní!

4/5/2017

 
Næsta sýning félagsins verður tvöföld útisýning eins og hefur verið síðustu ár, og verður hún haldin á túninu í Víðidal eins og fyrri ár. 
Föstudagskvöldið 23. júní verður hvolpasýningin og keppni ungra sýnenda. Laugardaginn 24. júní verður Reykjavík Winner sýningin þar sem BOB (besti hundur tegundar) og BOS (besti hundur af gagnstæðu kyni) í hverri tegund hljóta nafnbótina RW-17 (Reykjavík Winner 2017). Sunnudaginn 25. júní verður síðan alþjóðleg sýning.

Nýtt: Á sýningunum þann 24. og 25. júní verður keppt um bestu ungliða tegunda (e. best of breed junior) og besta ungliða sýningar (e. best in show junior). 

Opið er fyrir skráningu á sýningarnar og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 12. maí
Gjaldskrá 2: 26. maí
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 12. maí til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15.
Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.

Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt nýlegum Maestro debetkortum (útgefnum eftir 2011). Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.

Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.
Picture
<<Previous

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole