Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Vilt þú hafa áhrif á starf Hundaræktarfélagsins?

31/5/2018

 
Picture
Þá ættir þú að bjóða þig fram til nefndarstarfa! 

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar á stjórnarfundi sem haldinn verður þann 7. júní nk. verður að skipa í fastanefndir félagsins auk annarra nefnda. Allir félagsmenn geta boðið sig fram til starfa og eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér þar sem þeir vilja hafa áhrif og vinna að framgangi mála í starfi félagsins.
Vakin er athygli á því að áhugasamir einstaklingar óskast til starfa í sýningarnefnd, vísindanefnd, laganefnd og Sólheimakotsnefnd. 
​
Áhugsamir eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið stjorn@hrfi.is fyrir fimmtudaginn 7. júní. ​

Staða félagsins sterk

24/5/2018

 
Picture
Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudagskvöldið 17.maí, 2018 á Hótel Cabin. Í aðalstjórn voru kjörin til áframhaldandi setu þau Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Þorsteinn Thorsteinson og einnig var Guðbjörg Guðmundsdóttir áfram kjörin varamaður þeirra. Á fundinum var gerð grein fyrir og lagðir fram til samþykktar ársreikningar félagsins sem sýna góða afkomu enda hefur fjöldi félagsmanna aukist sem og þátttaka í viðburðum félagsins. Félagið náði nýlega samkomulagi við DKK um samstarf vegna nýs tölvukerfis en það verður eitt af stóru verkefnum stjórnar og skrifstofu á næsta starfsári. 

Júnísýning HRFÍ 8.-10. júní

23/5/2018

 
Tvöföld útisýning verður haldin helgina 8.-10. júní nk. á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk frábærlega og munu 1.334 skráðir hundar etja kappi á þremur sýningum yfir helgina.  Föstudagskvöldið fer fram hvolpasýning sem mun hefjast kl. 18 en þar munu 102 hvolpar keppa um bestu hvolpa sýningar. Á sama tíma fer fram keppni ungra sýnenda en 21 ungmenni eru skráð. Á laugardeginum mæta 614 hundar á Reykjavík Winner og NKU sýninguna en dómar hefjast kl. 9 í öllum hringjum. Alþjóðlega sýning fer fram á sunnudeginum þar sem 618 hundar keppa og byrja allir dómhringir kl. 9:00.
Vegna fjölda skráninga var áttunda dómaranum bætt við í hóp dómara. Við vorum svo heppin að Ozan Belkis frá Tyrklandi gat lofað sér með svo stuttum fyrirvara og erum við þakklát fyrir það.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni – ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring. 
Hvolpasýning 8. júní - Dagskrá
File Size: 163 kb
File Type: pdf
Download File

Reykjavík Winner og NKU sýning 9. júní - Dagskrá
File Size: 177 kb
File Type: pdf
Download File

Alþjóðlegsýning 10. júní - Dagskrá
File Size: 176 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita laugardag og sunnudag
File Size: 90 kb
File Type: pdf
Download File

Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunum 8.-10. júní og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýninganefnd birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.
PM - Hvolpasýning 8. júní
File Size: 142 kb
File Type: pdf
Download File

PM - Reykjavík Winner og NKU sýning 9. júní
File Size: 317 kb
File Type: pdf
Download File

PM - Alþjóðlegsýning 10. júní
File Size: 317 kb
File Type: pdf
Download File

Picture

Staðsetning sýningar - Víðistaðatún í Hafnarfirði

17/5/2018

 
Í dag fékk félagið staðfestingu á samþykki Hafnarfjarðarbæjar á umsókn HRFÍ um afnot af Víðistaðatúni fyrir sumarsýninguna 8.-10. júní 2018. Góð aðkoma er að túninu og er aðstaðan til sýningahalds góð. Á svæðinu er tjaldsvæði, grillaðstaða og salerni.  Þá er stutt í alla þjónustu. Samþykkið var veitt með þeim fyrirvara að öll umgengni þátttakenda um svæðið yrði góð. Félagsmenn munu því fá einstakt tækifæri að sýna hvernig fyrirmyndar hundaeigendur haga sér. Í framhaldi vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi við Hafnarfjarðarðarbæ. Hér að neðan má sjá dæmi um skipulag svæðisins. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag verður birt þegar nær dregur. 
Picture

Nýr hlýðni og hundafimi dómari

17/5/2018

 
​Stjórn hefur staðfest réttindi Silju Unnarsdóttir til að dæma í hlýðni og hundafimikeppnir á Íslandi. Félagið óskar Silju innilega til hamingju með þennan áfanga.
Picture

Gæludýrahald samþykkt í félagslegum íbúðum Kópavogsbæjar

15/5/2018

 
Velferðarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt tillögu Kristínar Sævarsdóttur um breytingar á reglum hvað varðar gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins. Leyfilegt verður hér með að halda hunda og ketti í íbúðum með sérinngang og gegn 2/3 samþykki eigenda með sameginlegan inngang eða stigagang.
Kristín Sævarsdóttir hafði samband við félagið sem aflaði upplýsinga til aðstoðar við rökstuðnings erindis Kristínar.  Félagið lét henni í té sænska skýrslu sem fjallar um jákvæð áhrif af samveru og samvistum við gæludýr. 
Hægt er að lesa skýrslu Manimalisrapporten 2017, Sällskapsdjurens betydelse för människan och samhället hér:
http://manimalis.com/
Fundargerð velferðarráðs Kópavogsbæjar:
https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/2295
​

Efni á aðalfundi félagsins 17. maí, 2018

14/5/2018

 
Tillögur til afgreiðslu á Aðalfundi HRFÍ 17. maí 2018.

Tillögur um lagabreytingar
Á næsta aðalfundi félagsins kemur til umfjöllunar ein tillaga um lagabreytingu frá Stjórn HRFÍ.
Tillagan verður borin upp á næsta aðalfundi en samkvæmt 29. gr. laga félagsins verða þær að lögum hljóti þær a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. 

Hér að neðan má kynna sér tillöguna.
​
Ársreikningar og erindi undir liðnum önnur mál.
Hér má svo finna endurskoðaða reikninga félagsins sem nú liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða lagðir fram á aðalfundi félagsins til staðfestingar. Einnig má finna skýrslu stjórnar og þau erindi sem hafa borist og verða tekin fyrir undir liðnum önnur mál. 

Lagabreytingatillaga
File Size: 107 kb
File Type: pdf
Download File

HRFÍ ársreikningur 2017
File Size: 2499 kb
File Type: pdf
Download File

Samstæðureikningur
File Size: 68 kb
File Type: pdf
Download File

RA ársreikningur 2017
File Size: 1320 kb
File Type: pdf
Download File

Skýrsla stjórnar HRFÍ 2017-18
File Size: 501 kb
File Type: pdf
Download File

Önnur mál
File Size: 90 kb
File Type: pdf
Download File

AUGLÝSING UM UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU FYRIR AÐALFUND HRFÍ 17. MAÍ 2018

7/5/2018

 
Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands fer fram þann 17. maí 2018, kl. 20:00, að Hótel Cabin, Borgartúni 32, 105 Reykjavík.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir aðalfund fer fram á skrifstofu Hrfí, Síðumúla 15, 108 Reykjavík, dagana 11. maí og 14.-17. maí 2018, kl. 10-12 og 13-15, alla dagana.
Kosningarétt á aðalfundi og við utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald til félagsins fyrir árið 2018 í síðasta lagi þann 10. maí 2018.
Kjörskrá við utankjörfundaratkvæðagreiðslu og kosningu á aðalfundi verður lögð fram miðað við lok dags 10. maí 2018.

Í framboði til embættis tveggja meðstjórnanda til tveggja ára eru:
Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Kjartan Antonsson
Þorsteinn Thorsteinsson

Í framboði til embættis eins varamanns til tveggja ára eru:
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Kjartan Antonsson

​Um kosninguna fer að öðru leyti samkvæmt lögum félagsins og reglum um kjörgengi, -gögn og fyrirkomulag kosninga stjórnarmanna á aðalfundi Hrfí.

Reykjavík 3. maí 2018
Kjörstjórn á aðalfundi Hundaræktarfélags Íslands 2018
Ari Karlsson
Jónas Friðrik Jónsson
Erna Sigríður Ómarsdóttir

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 17. maí 2018 og hefst kl. 20.00.

4/5/2018

 
Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður á Hótel Cabin, Borgartúni 32, 105 Reykjavík og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr laga félagsins.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara. 
9. Kosning siðanefndar. 
10. Önnur mál.

Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald 2018, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar 2018. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
Í framboði í stjórnarkjöri eru Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Kjartan Antonsson, og Þorsteinn Thorsteinson. Í framboði til varastjórnar er Guðbjörg Guðmundsdóttir. Kjartan Antonsson býður sig fram til vara í varastjórn nái hann ekki kjöri í aðalstjórn. 
Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.
Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands

Bjóðum nýjan starfsmann velkominn

3/5/2018

 
Picture
Stefanía Björgvinsdóttir hefur hafið störf á skrifstofu félagsins en hún tekur við starfi Ernu Ómarsdóttur sem heldur á ný mið. Stefanía hefur verið "í hundunum" frá barnsaldri en hún situr nú í stjórn Íþróttadeildar og hefur verið öflug á sýningum félagsins. Stefanía er mjög virk í fjölbreyttu starfi félagsins og hefur tekið þátt í t.d. í hundafimi og beituhlaupum til margra ára. Hún er einnig hundafimidómari. Við hlökkum til að njóta krafta hennar á skrifstofunni og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.  

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole