
Ársskýrsla stjórnar og ársreikningar voru kynnt og samþykkt án athugasemda. Skýrsla um starfsemi siðanefndar var lesin upp og þá var starfs-og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfsár. Þá voru samþykktar lagabreytingatillögur stjórnar um rafrænar kosningar til formanns og stjórnar og lagabreytingatillaga félagsmanns um aðild og kjörgengi félagsmanna í ræktunardeildum. Aðrar lagabreytingatillögur voru felldar.
Fundarstjóri kynnti niðurstöður rafrænna kosninga til stjórnarkjörs. 233 greiddu atkvæði. Guðbjörg Guðmundsdóttir og Anna Guðjónsdóttir fengu kosningu í aðalstjórn félagsins en atkvæði voru jöfn milli Ingibjargar Salóme Sigurðardóttur og Sigrúnar Valdimarsdóttur í varastjórn, en samkvæmt lögum félagsins skal varpa hlutkesti þannig að úrslit fáist. Fundarstjóri kastið krónupening og féll það Ingibjörgu Salóme í vil og tekur hún sæti í varastjórn HRFÍ. Hér má sjá nýkjörna stjórn en nýr varamaður Ingibjörg Salóme var fjarverandi.
Kosning til tveggja félagskjörinna skoðunarmanna, Guðmundur A. Guðmundsson og Þorsteinn Þorbergsson, og tveggja til vara, Pétur Alan Guðmundsson og Kristín Sveinbjörnsdóttir.
Kosning siðanefndar, Arnheiður Runólfsdóttir, Brynja Kristín Magnúsdóttir og Selma Olsen í sæti aðalmanna og til varamanna þær Sunna Birna Helgadóttir og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir.
Undir liðnum önnur mál voru tvö erindi tekin fyrir, annars vegar kynning á þarfagreiningu húsnæðisnefndar stjórnar en haldinn var fulltrúaráðsfundur um málið þann 15.mars síðastliðinn. Þá fékk stjórn HRFÍ til úrfærslu tillögu félagsmanna að uppfærslu á reglum um skráningu í ættbók á þann veg að ættbókarskráningu skuli fylgja staðfesting á erfðaefni, DNA, beggja foreldra. Telja félagsmenn að með þessu móti fáist smám saman gagnagrunnur yfir öll ræktunardýr innan HRFÍ sem verður hægt að nýta ef staðfesta þarf ætterni afkvæma.
Fundi slitið.
Lagabreytingatillaga stjórnar;
III. Félagsfundir
7. Félagsfundir HRFÍ hafa æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda í apríl eða maí ár hvert. Til aðalfundar skal boða með auglýsingu í a.m.k. einu dagblaði og á heimasíðu félagsins með a.m.k. 30 daga fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins.
Félagsfundi skal halda:
1. a) Ef endurskoðendur kjörnir á aðalfundi fara fram á það.
2. b) Ef meira en 1/10 hluti félagsmanna óska þess.
3. c) Ef stjórn HRFÍ telur sérstaka ástæðu til þess.
Krafa um félagsfund skal vera skrifleg, stíluð á stjórn HRFÍ og í henni skal greina frá hvaða mál fundurinn á að fjalla um. Félagsfund skal halda innan 15 daga frá því að krafa berst stjórn HRFÍ. Stjórn HRFÍ ákveður fundartíma og fundarstað. Félagsfund skal boða með a.m.k. einnar viku fyrirvara á sama hátt og aðalfund. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá fundarins og tilefni.
Félagsstjórn er heimilt að ákveða að aðalfundur eða félagsfundur verði haldinn rafrænt, hvort heldur eingöngu rafrænt eða rafrænt samhliða hefðbundnum fundi, enda sé tækni sú sem nýtt er til fundarins talin fullnægjandi fyrir framkvæmd slíkra funda.
Ákvörðun um að aðalfund eða félagsfund skuli halda rafrænt, sbr. 4. mgr., skal getið í fundarboði. Þar skulu einnig koma fram upplýsingar um nauðsynlegan tækjabúnað sem félagsmenn þurfa ti þess að geta tekið þátt í fundinum, upplýsingar um hvort og þá hvernig tilkynna þurfi þátttöku á fundinum, upplýsingar um hvernig félagsmenn mæta ti fundar (s.s. aðgangsorð eða rafræn skilríki), upplýsingar um hvernig félagsmenn geta tekið þátt í fundarstörfum (s.s. tekið til máls), upplýsingar um það hvernig atkvæðagreiðsla fer fram og hvar felagsmenn geta nálgast leiðbeiningar um framangreint og frekari atriði sem snúa að framkvæmd og þátttöku rafræns fundar.
8. Formaður HRFÍ setur aðalfund.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning formanns og annarra stjórnarmanna skv.10.gr eða formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður rafrænna kosninga til formanns og annarra stjórnarmanna kosnum skv. 10. gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál.
Erindi um þess háttar mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund og skulu tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast. Ef tillaga er lögð fram á aðalfundi um mál sem ekki er að finna undir önnur mál skv. þessum tölulið, getur fundurinn ákveðið að taka hana til umfjöllunar, en ekki til ákvörðunar.
9. Félagsfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Ekki má greiða atkvæði samkvæmt umboði. Atkvæðagreiðsla fer fram með handauppréttingu. Við kosningar á milli manna skal atkvæðagreiðsla vera skrifleg, fari einhver fundarmanna fram á það, sbr. þó sérstakar reglur um rafrænt stjórnarkjör skv. 10. gr. laga þessara. Atkvæðagreiðsla um önnur mál getur verið skrifleg, fari einhver fundarmanna fram á það og fundarstjóri samþykkir.
Sé aðalfundur eða félagsfundur haldinn rafrænt skulu atkvæði greidd rafrænt með þeim hætti sem upplýst verður um í fundarboði, sbr. 5. mgr. 7. gr. Atkvæðagreiðsla vegna kosninga til formanns, meðstjórnenda og varamanns í stjórn skulu þó fara fram í samræmi við 10. gr. laga þessara.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Ef atkvæði eru jöfn í kosningum á milli manna, skal varpa hlutkesti þannig að úrslit fáist.
IV. Stjórn félagsins
10. Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Árlega skal kjósa sameiginlega tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Árlega skal kjósa einn varamann til tveggja ára fyrir þá stjórnarmenn sem kjörnir eru á sama tíma. Endurkjör er leyfilegt. Sá sem fer með framkvæmdastjórn HRFÍ hefur ekki kjörgengi til stjórnar. Formaður og/eða stjórnarmenn HRFÍ skulu ekki vera á launaskrá hjá félaginu.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rennur út 30. mars ár hvert og nöfn frambjóðenda skulu tilkynnt á heimasíðu félagsins 31. mars eða fyrsta virka dag eftir það. Kynning frambjóðenda skal liggja frammi á skrifstofu og heimasíðu félagsins eigi síðar en 10. apríl.
Aðalfundur er kjörfundur stjórnarkjörs en kosning utan kjörfundar skal fara fram á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund í amk fjórar klukkustundir á hverjum degi. Kosningar til formanns, meðstjórnenda og varamanns í stjórn (skulu eingöngu) mega fara fram með rafrænum hætti og þá skal kjörfundur standa i eina viku fyrir aðalfund, (þó) þannig að kosningu ljúki tveimur klukkustundum áður en boðaður aðalfundur hefst. Í Ef ákveðið verður að kosningar skuli framkvæma með rafrænum hætti skal í fundarboði aðalfundar skal upplýst um framkvæmd rafrænna kosninga og reglur sem um þær gilda.
Stjórn félagsins skal eigi síðar en 31. janúar ár hvert skipa þriggja manna kjörstjórn til að annast framkvæmd stjórnarkjörs fyrir komandi starfsár og úrskurða um vafaatriði. Þá skal stjórn innan sama frests setja reglur um störf kjörstjórnar og framkvæmd kosninganna. Reglur þessar og skipan kjörstjórnar skal birta á vefsíðu félagsins eigi síðar en 1. febrúar. Framkvæmdastjóri félagsins skal vera starfsmaður kjörstjórnar.
11. Stjórn HRFÍ fer með málefni félagsins milli félagsfunda.
Stjórn skal auk þess sem kveðið er á um í lögum þessum:
1. a) Undirbúa mál sem félagsfundur fjallar um.
2. b) Taka til meðferðar ályktanir félagsfunda.
3. c) Bera ábyrgð á fjárreiðum og öðrum eigum HRFÍ.
4. d) Skila ársreikningum HRFÍ til endurskoðenda fyrir lok mars ár hvert.
5. e) Sjá um ráðningar og uppsagnir starfsfólks, ákveða laun og önnur kjör, taka saman
starfslýsingar og leiðbeiningar fyrir starfsfólk og hafa tilsjón með starfi þess.
6. f) Setja reglugerðir um starfsemi félagins.
7. g) Skipa í fastanefndir á fyrsta fundi eftir aðalfund og setja þeim starfsreglur.
8. h) Skipa kjörstjórn og setja reglur um störf kjörstjórnar og framkvæmd kosninga, sbr.
10. gr. laga þessara.
Stjórn HRFÍ getur skipað nefndir og vinnuhópa, bæði úr eigin hópi og utan, til þess að sjá um ákveðin mál stjórnar. Fastanefndir félagsins eru: Ritnefnd, sýningarstjórn, vísindnefnd, skólanefnd, ættbókarnefnd og laganefnd. Fastanefndir skulu gefa stjórn félagsins skýrslu um starfsemi sína fyrir lok mars ár hvert.
12. Formaður boðar til stjórnarfunda, en í forföllum hans varaformaður. Fundirnir skulu boðaðir með tryggilegum hætti og með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Stjórn HRFÍ skal koma saman a.m.k. einu sinni í mánuði.
Stjórnarfundir eru ályktunarbærir þegar þrír stjórnarmenn eru mættir til fundar. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum. Verði atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum. Gerðir stjórnar skulu bókfærðar.
Lagabreytingatillaga félagsmanns;
VII. Ræktunardeildir
20. Meðlimir ræktunardeilda geta þeir einir orðið sem eru fullgildir félagsmenn í HRFÍ. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.
20. grein verði svo:
20. Meðlimir ræktunardeilda geta þeir einir orðið sem eru fullgildir félagsmenn í HRFÍ. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deildundanfarin tvö ár á undan og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn.
Færist hundur í nýja deild við stofnun deildar eða sé deild lögð niður fylgir kjörgengi og atkvæðaréttur hundinum í nýja deild og missir eigandi/eigendur þá kjörgengi og atkvæðarétt í fyrri deild.
Hverjum hundi geta ekki fylgt fleiri en tvö atkvæði og séu fleiri en tveir eigendur hunds skráðir eigendur þarf að tilgreina hvaða tveir eigendur eigi kjörgengi og kosningarétt.
Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.