Skrifstofa HRFÍ verður lokuð frá kl. 12 þann 7. júlí n.k. og opnuð aftur 26. júlí.
![]() Helgina 23.-25. júní verður þreföld útisýning á túninu við reiðhöll Fáks í Víðidal. Samtals skráðir hundar eru yfir 1400 talsins og af 94 tegundum, ásamt 24 ungum sýnendum. Átta dómarar munu dæma frá 7 löndum. Hvolpasýning og keppni ungra sýnenda Hvolpasýningin fer fram föstudagskvöldið 23. júní og hefst hún kl. 18. Þar keppa 138 hvolpar af 36 tegundum í tveimur hvolpaflokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða, en bestu hvolpar tegunda keppa um bestu hvolpa sýningar síðar um kvöldið, áætluð er að úrslit hefjist um kl. 20. Keppni ungra sýnenda hefst kl. 18 á sama stað í úrslitahring. Samtals eru 24 ungmenni skráð, 6 í yngri flokk og 18 í eldri flokk. Dómari í þeirri keppni verður Katrine Jeppesen frá Danmörku. Dagskrá má sjá hér. ![]() Reykjavík Winner sýning 24. júní og Alþjóðleg sýning 25. júní Laugardaginn 24. júní fer fram Reykjavík Winner sýning þar sem bestu hundar tegundar (BOB) og bestu hundar af gagnstæðu kyni í tegund (BOS) fá nafnbótina RW-17 og sunnudaginn 25. júní fer fram alþjóðleg sýningin. Þangað mæta um 1.300 hundar í dóm og hefjast dómar báða daga kl. 9:00 í flestum hringjum og standa fram eftir degi. Dagskrá má sjá hér. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Einnig verða sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð. Leyfilegt er að koma með sína eigin stóla og tjöld og sitja við sýningahringi. Sérstakt svæði verður fyrir tjöld, húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi fyrir þá sem kjósa að gista á staðnum, salerni verður á staðnum en því miður ekki rafmagn. Vinsamlegast athugið að tjöld á sýningasvæðinu sjálfu mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 3 metrum frá sýningahringjum. Ekki er leyfilegt að setja upp tjöld við hringi fyrr en eftir að uppsetningu lýkur á fimmtudeginum 22. júní, kl. 21.00! ATH ekki er leyfilegt að taka frá svæði! Salerni verða inn í reiðhöllinni og kamrar verða á sýningasvæðinu. Ungmennadeild verður með veitingasölu um helgina á svæðinu. Næg bílastæði eru á túni við hlið sýningasvæðis og eru gestir beðnir um að leggja bílum þannig að umferð um svæðið sé greið og halda plássi næst inngangi á sýningasvæði auðu. Góða skemmtun! ![]() Nýr starfsmaður hefur hafið störf á skrifstofu félagsins en Sunna Dís Jensdóttir verður í afleysingum í sumar. Hún mun svo taka við starfi Ernu Sigríðar Ómarsdóttur í haust en Erna er á leið í háskólanám. HRFÍ býður Sunnu hjartanlega velkomna til starfa. Þá ættir þú að bjóða þig fram til nefndarstarfa!
Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar á stjórnarfundi sem haldinn verður þann 19. júní nk. verður að skipa í fastanefndir félagsins. Allir félagsmenn geta boðið sig fram til starfa og eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér þar sem þeir vilja hafa áhrif og vinna að framgangi mála í starfi félagsins. Skipað verður í skólanefnd, ritnefnd Sáms, sýningarnefnd, vísindanefnd og laganefnd. Áhugsamir eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið stjorn@hrfi.is fyrir mánudaginn 19. júní. Nordic Kennel Union (NKU) er samstarfsvettvangur norrænu hundaræktarfélaganna. Norrænt samstarf er mikilvægt af ýmsum ástæðum, ekki síst þegar kemur að ræktun og heilsu. Á alþjóðavettvangi gefur samstarf af þessu tagi einnig aukið vægi þar sem fleiri standa að baki hverri ákvörðun.
Ef þig langar að kynna þér betur hvað NKU gerir og hvað það stendur fyrir þá hefur NKU sett nýja heimasíðu í loftið þar sem meðal annars er hægt er að nálgast fundargerðir, umfjöllun um norrænu hundakynin og reglur um “Nordic Dog Show“ sem haldnar verða í fyrsta sinn árið 2018 á Íslandi og öðrum Norðurlöndum ásamt öðru áhugaverðu efni fyrir allt hundafólk. Þess má geta að öll umfjöllun um íslenska fjárhundinn á síðunni var unnin í samstarfi við HRFÍ og Deild íslenska fjárhundsins. Heimsækið nýju NKU síðuna hér: www.nordic-kennel-union.com Aðalfundur félagsins fór fram miðvikudagskvöldið 31. maí á Hótel Cabin og mætti mikill fjöldi félagsmanna til fundar. Úr stjórn félagsins gekk Brynja Tomer og í hennar stað var Viktoría Jensdóttir kjörin varamaður. Daníel Örn Hinriksson og Pétur Alan Guðmundsson voru endurkjörnir sem meðstjórnendur í aðalstjórn. Herdís Hallmarsdóttir var sjálfkjörin formaður.
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir var sæmd gullmerki félagsins vegna framlags hennar í þágu félagsins og málefna þess síðustu 40 árin. Við þetta tækifæri færðu vinir hennar í félaginu henni málverk eftir Grétu Gísladóttur, af þremur íslenskum fjárhundum í hennar eigu, þeim Leiru Runu Gunn, Arnarstaða Romsu og Arnarstaða Nagla. Tvöföld útisýning verður haldin helgina 23.-25. júní nk. Skráning á sýninguna fór langt fram úr áætlunum og munu 1.411 skráðir hundar etja kappi á þremur sýningum yfir helgina. Föstudagskvöldið fer fram hvolpasýning sem mun hefjast kl. 18 en þar munu 138 hvolpar keppa um bestu hvolpa sýningar. Á sama tíma fer fram keppni ungra sýnenda í stóra hringnum en 24 ungmenni eru skráð. Á laugardeginum mæta 629 hundar á Reykjavík Winner sýninguna en dómar hefjast kl. 9 í öllum hringjum nema einum sem hefst kl. 10:30. Alþjóðlega sýning fer fram á sunnudeginum þar sem 644 hundar keppa og byrja allir dómhringir þá kl. 9:00. Vegna fjölda skráninga var áttunda dómaranum bætt við í hóp dómara. Við vorum svo heppin að Stephanie Walsh frá Írlandi gat lofað sér með svo stuttum fyrirvara og erum við þakklát fyrir það. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni – ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.
![]()
|
|