Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Vilt þú hafa áhrif á starf Hundaræktarfélagsins?

28/6/2019

 
Picture
Þá ættir þú að bjóða þig fram til nefndarstarfa! 

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar er að skipa í fastanefndir félagsins auk annarra nefnda. Allir félagsmenn geta boðið sig fram til starfa og eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér þar sem þeir vilja hafa áhrif og vinna að framgangi mála í starfi félagsins.
Vakin er athygli á því að sérstaklega er leitað eftir áhugasömum einstaklingum í sýningarnefnd. 
​

​Áhugsamir eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið stjorn@hrfi.is fyrir þriðjudaginn 2. júlí nk.

Sumarlokun skrifstofu

14/6/2019

 
Vinsamlega athugið að skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 24. júní en opnar aftur þann 15. júlí  
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla.    

Fulltrúi okkar á Evrópusýningunni í Wels

13/6/2019

 
Picture
Nú um helgina 14.-16. júní fer Evrópusýningin fram í borginni Wels í Austurríki. Hundaræktarfélag Íslands á þar einstaklega frambærilegan fulltrúa í keppni ungra sýnenda en hún Lovísa Helenudóttir mun keppa fyrir okkar hönd á sunnudeginum. Lovísa varð annar stigahæsti ungi sýnandi ársins 2018. 
Við fylgjumst stolt með Lovísu og vitum að hún á eftir að standa sig með mikilli prýði. 

Umsagnir, niðurstöður og sýningaskrár fyrir júnísýningarnar 8.-9. júní 2019

7/6/2019

 
Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní 2019:
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190343
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190343/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190343/storering
​
Alþjóðleg sýning 9. júní 2019:

Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190344
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190344/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190344/storerin

Kynning á endurskoðuðum reglum um skráningu í ættbók

7/6/2019

 
Kynning verður haldin á endurskoðuðum reglum um skráningu í ættbók HRFÍ þriðjudaginn 11. júní kl 20 á skrifstofu félagsins, Síðumúla 15. Farið verður yfir helstu breytingar og nýjungar sem hafa orðið á reglunum. Hér smá sjá nýju reglurnar en þær taka gildi 15. júní næst komandi.
Reglur um skráningu í ættbók
File Size: 364 kb
File Type: pdf
Download File

Lokun vegna sýningar

3/6/2019

 
Föstudaginn 7. júní verður lokað á skrifstofunni vegna sýningar.
​Einnig verður skrifstofan lokuð 10. og 11. júní. 
Hægt er að skila pappírum með því að ýta þeim undir hurðina eða senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is og teljast gögn móttekin þann dag sem þau eru send inn.

Upplýsingar um sýningarhelgina 8.-9. júní 2019

2/6/2019

 
Næstu helgi, 8.-9. júní, verður fyrri tvöfalda útisýning sumarsins haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk frábærlega en skráðir eru tæplega 1.400 hundar sem munu etja kappi á þessum tveimur sýningum!
Á laugardeginum er Reykjavík Winner og NKU Norðurlandasýning en alþjóðleg sýning fer fram á sunnudeginum. Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 14:00 og standi til u.þ.b. kl. 17:00.
Dómarar helgarinnar verða: Ann Carlström (Svíþjóð), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Carsten Birk (Danmörk), Gunnar Nymann (Danmörk), Jadranka Mijatovic (Króatía), Paul Scanlon (Írland), Péter Harsányi (Ungverjaland), Roxana Liliana Birk (Danmörk), Tanya Ahlman-Stockmari (Finnland) og Terje Lindström (Noregur).
​

Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Þórkatla Lunddal Friðriksdóttir. Að þessu sinni eru 18 ungmenni skráð. Keppni hefst kl. 12:30 á yngri flokki og verður í úrslitahringnum.

Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)

Hér má finna umsagnir, niðurstöður og sýningaskrár sýninganna


Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 7. júní. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 18 en gæti orðið seinna. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 2 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum. Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. ​
Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra.

Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri
Picture
Nóg er af bílastæðum og eru þau sem næst eru merkt inn á myndina hér að neðan en þau dreifast á nokkur svæði í kringum túnið. Ekki verður hægt að leggja fyrir framan Víðistaðakirkju, svæði C. Við biðjum félagsmenn að gæta að því að leggja ekki í íbúastæði eða ólöglega. 

Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Picture
Picture
Picture
Athugið að svæði C (fyrir framan kirkjuna) verður ekki hægt að nota. Svæði I eru stæðin með fram Flókagötu milli bílasvæða F og G.
Salerni er á svæðinu, grill sem hægt er nýta og nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið.  Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir. 

Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Íþróttadeild mun sjá um sjoppuna og einnig verða sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð og hvetjum við ykkur til að kíkja á sölubása. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.

Vinsamlega athugið að ​lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole