Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Tvöföld ágústsýning - Við höldum plani!

24/6/2020

 
Picture
Við höldum plani! Á dagskrá er tvöföld útisýning á Víðistaðatúni í Hafnarfirði helgina 22.-23. ágúst, annars vegar Reykjavík Winner-20 & NKU sýning og hins vegar alþjóðleg sýning. Þrjár breytingar hafa orðið á áður auglýstum dómurum sýninga, en þeir Markku Mähönen, Patric Ragnarson og Svante Frisk  sjá sér ekki fært að ferðast vegna Covid-19.
Dómarar helgarinnar verða: Barbara Müller (Sviss), Charlotte Høier (Danmörk), Jussi Liimatainen (Finnland), Laurent Heinesche (Luxemborg), Massimo Inzoli (Ítalía), Michael Leonard (Írland), Mikael Nilsson (Svíþjóð), Svein Bjarne Helgesen (Noregur), Tino Pehar (Króatía) og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (Ísland). Auk þeirra verða varadómarar þau Daníel Örn Hinriksson, Sóley Halla Möller og Viktoría Jensdóttir, svo við erum vonandi vel tryggð ef fleiri detta út.
Keppni ungra sýnenda verður haldin bæði laugardag og sunnudag að þessu sinni, dómarar verða Barbara Müller og Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir.
 
Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 12. júlí, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: 28. júlí, kl. 23:59
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, inn-/umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI MÁNUDAGINN 27. JÚLÍ til þess að tryggja að skráning náist.
 
Stjórn HRFÍ hefur samþykkt að á þessum tveimur sýningum verði að þessu sinni veitt ungliðameistarastig í bæði ungliða- og unghundaflokki í ljósi þess í ljósi þess stutta tíma sem ungliðastig eru í boði fyrir hund og vegna þess að fella þurfti niður júnísýningu félagsins niður vegna Covid-19. Það verða því sitthvor ungliðameistarastigin í boði fyrir besta rakka og bestu tík í ungliða- og unghundaflokki með sambærilegum reglum. Tekið skal fram að þessi aukastig verða einungis í boði þessa einu sýningahelgi vegna aðstæðna. Besti ungliði tegundar verður sem áður valinn úr ungliðaflokki. 

Tekið er við skráningum á gjaldskrá 1 og 2 í gegnum netið en einnig er hægt að skrá á gjaldskrá 1 með skráningarblöðum. Skráningablöðin þarf að fylla út og undirrita (eitt blað fyrir hvern hund á hverja sýningu). Skráningablöðum ásamt staðfestingu á greiðslu skal skila inn til skrifstofu, einnig er hægt að senda blöðin í tölvupósti eða bréfpósti. Að sjálfsögðu er hægt að hafa samband við skrifstofu og fá aðstoð. Ekki er tekið við skráningu á sýningar í gegnum síma hjá skrifstofu HRFÍ. Sjá nánar HÉR
 
Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald 2020, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningadegi lýkur.

Finna má allar upplýsingar um skráningu HÉR
 
Dómaraáætlun
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar, ásamt auglýstum varadómurum eru varadómarar á þær tegundir sem þeir hafa réttindi á, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
 
Laugardagur 22. ágúst – NKU og Reykjavík Winner sýning
Tegundahópur 1:
Australian cattle dog: Barbara Müller (SV)
Australian shepherd: Charlotte Høier (DK)
Bearded collie: Barbara Müller (SV)
Border collie: Barbara Müller (SV)
Briard: Barbara Müller (SV)
Collie rough: Charlotte Høier (DK)
Collie smooth: Charlotte Høier (DK)
German shepherd dog: Charlotte Høier (DK)
Shetland sheepdog: Mikael Nilsson (SE)
Welsh corgi Pembroke: Barbara Müller (SV)
White swiss shepherd dog: Barbara Müller (SV)
 
Tegundahópur 2:
Bernese mountain dog: Michael Leonard (ÍR)
Boxer: Michael Leonard (ÍR)
Bulldog: Michael Leonard (ÍR)
Dobermann: Tino Pehar (CR)
German pinscher: Tino Pehar (CR)
Giant schnauzer: Tino Pehar (CR)
Great dane: Tino Pehar (CR)
Miniature pinscher: Tino Pehar (CR)
Miniature schnauzer: Laurent Heinesche (LU)
Rottweiler: Tino Pehar (CR)
Schnauzer: Tino Pehar (CR)
St. Bernhard: Tino Pehar (CR)
 
Tegundahópur 3:
Allar tegundir: Massimo Inzoli (ÍT)
 
Tegundahópur 4:
Dachshund: Barbara Müller (SV)
 
Tegundahópur 5:
Chow chow: Michael Leonard (ÍR)
Finnish lapponian dog:  Michael Leonard (ÍR)
German spitz, miniature: Laurent Heinesche (LU)
Íslenskur fjárhundur: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (ÍSL)
Pomeranian: Laurent Heinesche (LU)
Samoyed: Michael Leonard (ÍR)
Siberian husky: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (ÍSL)
 
Tegundahópur 6:
Beagle: Barbara Müller (SV)
Dalmatian: Barbara Müller (SV)
Petit basset griffon vendeen: Barbara Müller (SV)
 
Tegundahópur 7:
Allir tegundir: Jussi Liimatainen (FI)
 
Tegundahópur 8:
American cocker spaniel: Jussi Liimatainen (FI)
English cocker spaniel: Jussi Liimatainen (FI)
English springer spaniel: Michael Leonard (ÍR)
Flat-coated retriever: Svein Bjarne Helgesen (NO)
Golden retriever: Michael Leonard (ÍR)
Labrador retriever: Svein Bjarne Helgesen (NO)
Nova scotia duck tolling retriever: Michael Leonard (ÍR)
 
Tegundahópur 9:
Bichon frise: Barbara Müller (SV)
Boston terrier: Barbara Müller (SV)
Cavalier king Charles spaniel: Massimo Inzoli (ÍT)
Chihuahua: Tino Pehar (CR)
Coton de tuléar: Mikael Nilsson (SE)
French bulldog: Jussi Liimatainen (FI)
Griffon bruxellois: Tino Pehar (CR)
Havanese: Tino Pehar (CR)
Lhasa apso: Tino Pehar (CR)
Maltese: Barbara Müller (SV)
Papillon: Tino Pehar (CR)
Pekingese: Barbara Müller (SV)
Poodle: Mikael Nilsson (SE)
Pug: Mikael Nilsson (SE)
Russian toy: Mikael Nilsson (SE)
Shih tzu: Mikael Nilsson (SE)
Tibetan spaniel: Michael Leonard (ÍR)
Tibetan terrier: Charlotte Høier (DK)
 
Tegundahópur 10:
Allar tegundir: Mikael Nilsson (SE)

 
Sunnudagur 23. ágúst – Alþjóðlegsýning
Tegundahópur 1:
Australian cattle dog: Charlotte Høier (DK)
Australian shepherd: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (ÍSL)
Bearded collie: Charlotte Høier (DK)
Border collie: Charlotte Høier (DK)
Briard: Charlotte Høier (DK)
Collie rough: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (ÍSL)
Collie smooth: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (ÍSL)
German shepherd dog: Barbara Müller (SV)
Shetland sheepdog: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir (ÍSL)
Welsh corgi Pembroke: Charlotte Høier (DK)
White swiss shepherd dog: Charlotte Høier (DK)
 
Tegundahópur 2:
Bernese mountain dog: Massimo Inzoli (ÍT)
Boxer: Massimo Inzoli (ÍT)
Bulldog: Massimo Inzoli (ÍT)
Dobermann: Massimo Inzoli (ÍT)
German pinscher: Massimo Inzoli (ÍT)
Giant schnauzer: Massimo Inzoli (ÍT)
Great dane: Massimo Inzoli (ÍT)
Miniature pinscher: Massimo Inzoli (ÍT)
Miniature schnauzer: Mikael Nilsson (SE)
Rottweiler: Massimo Inzoli (ÍT)
Schnauzer: Massimo Inzoli (ÍT)
St. Bernhard: Massimo Inzoli (ÍT)
 
Tegundahópur 3:
Allar tegundir: Laurent Heinesche (LU)
 
Tegundahópur 4:
Dachshund: Tino Pehar (CR)
 
Tegundahópur 5:
Chow chow: Jussi Liimatainen (FI)
Finnish lapponian dog:  Jussi Liimatainen (FI)
German spitz, miniature: Jussi Liimatainen (FI)
Íslenskur fjárhundur: Svein Bjarne Helgesen (NO)
Pomeranian: Jussi Liimatainen (FI)
Samoyed: Jussi Liimatainen (FI)
Siberian husky: Jussi Liimatainen (FI)
 
Tegundahópur 6:
Beagle: Tino Pehar (CR)
Dalmatian: Tino Pehar (CR)
Petit basset griffon vendeen: Tino Pehar (CR)
 
Tegundahópur 7:
Brittany spaniel: Barbara Müller (SV)
English pointer: Barbara Müller (SV)
English setter: Massimo Inzoli (ÍT)
German short-haired pointing dog: Barbara Müller (SV)
German wire-haired pointing dog: Barbara Müller (SV)
Gordon setter: Massimo Inzoli (ÍT)
Griffon korthals: Barbara Müller (SV)
Hungarian short-haired vizsla: Barbara Müller (SV)
Irish red setter: Massimo Inzoli (ÍT)
Italian pointing dog: Barbara Müller (SV)
Pudelpointer: Barbara Müller (SV)
 
Tegundahópur 8:
American cocker spaniel: Svein Bjarne Helgesen (NO)
English cocker spaniel: Svein Bjarne Helgesen (NO)
English springer spaniel: Massimo Inzoli (ÍT)
Flat-coated retriever: Massimo Inzoli (ÍT)
Golden retriever: Massimo Inzoli (ÍT)
Labrador retriever: Tino Pehar (CR)
Nova scotia duck tolling retriever: Massimo Inzoli (ÍT)
 
Tegundahópur 9:
Bichon frise: Jussi Liimatainen (FI)
Boston terrier: Mikael Nilsson (SE)
Cavalier king Charles spaniel: Michael Leonard (ÍR)
Chihuahua: Michael Leonard (ÍR)
Coton de tuléar: Laurent Heinesche (LU)
French bulldog: Michael Leonard (ÍR)
Griffon bruxellois: Svein Bjarne Helgesen (NO)
Havanese: Mikael Nilsson (SE)
Lhasa apso: Svein Bjarne Helgesen (NO)
Maltese: Charlotte Høier (DK)
Papillon: Jussi Liimatainen (FI)
Pekingese: Mikael Nilsson (SE)
Poodle: Charlotte Høier (DK)
Pug: Laurent Heinesche (LU)
Russian toy: Laurent Heinesche (LU)
Shih tzu: Charlotte Høier (DK)
Tibetan spaniel: Charlotte Høier (DK)
Tibetan terrier: Svein Bjarne Helgesen (NO)
 
Tegundahópur 10:

Allar tegundir: Jussi Liimatainen (FI)

Kynning á endurskoðuðum 10. kafla í reglum um skráningu í ættbók - Streymt verður frá kynningunni

23/6/2020

 
Í kvöld fer fram kynning á endurskoðuðum 10. kafla í reglum um skráningu í ættbók. Kynningin hefst kl. 18 og fer fram á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15. Streymt verður frá kynningunni og verður hægt að hlusta á hana hér: https://hrfi.webex.com/hrfi/onstage/g.php?MTID=e52262a42b3bbc42c6dc9c9e7034313a7.
​Hægt verður að smella á "Join" þegar kynningin hefst með því að setja inn nafn og netfang, hægt að nota bæði í síma og tölvu. 
Breytingarnar og nánar um kynninguna má sjá hér: ​http://www.hrfi.is/freacutettir/endurskoun-a-10-kafla-reglna-um-skraningu-i-aettbok-loki-kynning-23-juni

Útsláttarkeppnin 20. júní - Úrslit

22/6/2020

 
Picture
Fyrsta útsláttarkeppni HRFÍ var haldin síðasta laugardag, 20. júní, í ágætis veðri á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Keppnin gekk vel fyrir sig og þakkar félagið öllum styrktaraðilum fyrir stuðninginn sem og öllum þeim félagsmönnum sem skráðu hunda á keppnina eða styrktu félagið með öðrum hætti til kaups á tölvukerfinu!
Myndir frá viðburðinum má finna á Facebook, en ljósmyndari var Ágúst Ágústsson.

Úrslit voru eftirfarandi:

Hvolpaflokkur 4-9 mánaða:
1. sæti - Eldþoku Gambur, Whippet
2. sæti - Gunnarsholts Don't Touch My Tiara, White swiss shepherd dog
3. sæti - Wheaten Island's Duke Fletcher, Irish soft coated wheaten terrier
4. sæti - Barecho Only One Kiss, English springer spaniel

Unghundaflokkur 9-24 mánaða:
1. sæti - ISJCh Ragnar de Lordship's - Giant schnauzer, black
2. sæti - ISJCh Orku Vonar Birta - Border collie
3. sæti - Black Majesty Shake It Off, Petit basset griffon vendeen
4. sæti - ISJCh Jerycho Dzikie Pola (FCI) - Miniature schnauzer, black & silver

Opinn flokkur 2-8 ára:
1. sæti - C.I.B. ISCh ISJCh NLM RW-17 Sunnusteins Einir, Íslenskur fjárhundur
2. sæti - ISJCh RW-19 Freyr, Chihuahua, long-haired
3. sæti - Leynigarðs Sumarnótt, Labrador retriever
4. sæti - USCh Jollypaws Royal Retribution, Border collie

Öldungaflokkur 8 ára+:
1. sæti - C.I.B. ISCh RW-15-17 NLM Hálsakots Dream Another Dream, Papillon
2. sæti - ISShCh Siggu Jónu Alfinnur Álfakóngur, English cocker spaniel
3. sæti - ISVetCh ISShCh Great North Golden Mount Belukha, Golden retriever
4. sæti - St.Hunderups Sunny Salka​, Labrador retriever

Picture

​Útsláttarkeppni um helgina!

18/6/2020

 
Á laugardaginn verður útsláttarkeppnin okkar haldin og hefst keppnin kl. 10 á Víðistaðatúni! Alls bárust 129 skráningar af 45 tegundum.
Á keppninni verður dæmt í þremur hringjum samtímis og skiptist svona:
Hringur 1: Unghundaflokkur (48) (9-24 mánaða)
Hringur 2: Hvolpaflokkur (29) (4-9 mánaða) og svo öldungaflokkur (7) (8 ára+)
Hringur 3: Opinn flokkur (45) (2-8 ára)

Fyrir kl. 10 verður dregið í fyrstu hollin í umferð 1. Í fyrstu umferð eru allir hundarnir í aldursflokki sýndir í 3-4ra hunda hollum. Í hverju holli eru tveir hundar valdir áfram í næstu umferð. Í umferð tvö eru allir hundar sýndir sem komust áfram úr fyrstu umferð, á sama hátt, og svo koll af kolli þar til fjórir standa eftir sem raðað er í sæti. Þrír eða fjórir dómarar eru í hverjum hring og dæmir einn í einu hvert holl. Allir hringir verða í gangi samtímis.

Þátttökunúmer fyrir keppnina ættu að vera að detta inn í pósthólf þátttakenda (endilega athugið spam og rusl ef þið finnið ekki númerin). Á númerinu er merkt nafn einhvers dómara sem verður ekki endilega sá dómari sem dæmir hundinn.

Dómarar keppninnar verða Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir, Daníel Örn Hinriksson, Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Viktoría Jensdóttir, Þorsteinn Thorsteinson og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
​
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við skrifstofu á hrfi@hrfi.is eða í síma 588-5255.
Hlökkum til að sjá ykkur á Víðistaðatúni með bros á vör og munum að ganga vel um þetta fallega svæði!
Picture

Endurskoðun á 10. kafla reglna um skráningu í ættbók lokið - Kynning 23. júní

16/6/2020

 
​Síðari hluta endurskoðunar á reglum um skráningu í ættbók er nú lokið og hefur stjórn samþykkt breytingar á 10. kafla reglnanna er fjallar um skilyrði ræktunar einstakra hundakynja. Munu breytingarnar taka gildi þann 1. janúar 2021. Ræktunar- og staðlanefnd félagsins munu kynna breytingarnar á opnum fundi í húsnæði félagsins þann 23. júní kl. 18.

Endurskoðun hefur staðið yfir um nokkurt skeið, en breytingar á fyrri hluta reglnanna voru samþykktar fyrir um ári síðan. Ræktunar- og staðlanefnd félagsins hafði veg og vanda af vinnunni líkt og fyrr og hafði m.a. hliðsjón af reglum annarra Norðurlanda, Bretlands og heimalands hundakyns, þar sem því var viðkomið. Skoðuð var aðgengileg tölfræði um sjúkdóma í einstökum kynjum og öllum ræktunardeildum félagsins gefinn kostur á að koma að athugasemdum og tillögum. Haft var að leiðarljósi að samræma kröfur vegna sömu sjúkdóma og rannsókna og setja íþyngjandi kröfur um vottorð og rannsóknir á ræktendur einungis í þeim tilvikum þar sem sjúkdómur er alvarlegur/skerðir lífsgæði hunds og er þekkt vandamál í kyninu.

Vakin er sérstök athygli á þeirri breytingu að þar sem báðir foreldrar eru með DNA niðurstöðu fríir vegna arfgengs sjúkdóms sem prófa þarf fyrir, telst afkvæmi arfhreint fyrir þeirri gerð. Prófa þarf næstu kynslóð á eftir og gengur svk. N/C/P skráning (free by parentage) því ekki lengur áfram nema eina kynslóð.

Þá eru reglur um augnvottorð rýmkaðar verulega í mörgum tilvikum, en almennur gildistími þeirra verður 25 mánuðir. 

Í meðfylgjandi skjölum má finna samanburð á núgildandi 10. kafla reglna um skráningu í ættbók og breytingum sem taka gildi þann 1. janúar 2021, auk hreins skjals með breyttum kafla. Ákvað stjórn að gefa rúman tíma fram að gildistöku breytinganna, en þær munu taka gildi um næstu áramót. 
Reglur um skráningu í ættbók, 10. kafli
File Size: 275 kb
File Type: pdf
Download File

Samanburðarskjal, 10. kafli
File Size: 327 kb
File Type: pdf
Download File

Sumarlokun skrifstofu

15/6/2020

 
Vinsamlega athugið að skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 29. júní en opnar aftur þann 23. júlí  
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla.    

Kynning á nýju tölvukerfi

11/6/2020

 
Á Aðalfundi félagsins í gær þann 10. júní fór framkvæmdastjóri yfir kerfismál félagsins. Þar var þetta mikilvæga mál skoðað meðal annars í ljósi sögunnar en jafnframt farið í ítarlega kynningu á núverandi stöðu á nýju tölvukerfi félagsins. Kynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan en við hvetjum félagsmenn sem ekki sáu sér fært að mæta á fundinn að lesa hana hér.
Kynning á tölvukerfi HRFÍ
File Size: 399 kb
File Type: pdf
Download File

Efni til afgreiðslu á aðalfundi HRFÍ 10. júní, 2020

4/6/2020

 
Tillögur um lagabreytingar
Engar tillögur um lagabreytingar liggja fyrir fundinum

Ársreikningar og erindi undir liðnum önnur mál.
Hér má finna endurskoðaða reikninga félagsins sem nú liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða lagðir fram á aðalfundi félagsins til staðfestingar. Erindi undir liðnum önnur mál ef einhver eru verða birt á mánudag. 
Samstæðureikningur 2019
File Size: 557 kb
File Type: pdf
Download File

Ársreikningur HRFÍ 2019
File Size: 2514 kb
File Type: pdf
Download File

Ársreikningur RA ehf. 2019
File Size: 1415 kb
File Type: pdf
Download File

Skýrsla stjórnar 2019
File Size: 778 kb
File Type: pdf
Download File

​MATCH SHOW – ÚTSLÁTTARKEPPNI 20. júní

2/6/2020

 
Þann 20. júní stendur HRFÍ í samvinnu við félag sýningadómara HRFÍ fyrir útsláttarkeppni til styrktar kaupum á nýju tölvukerfi. Skráning opnar 4. júní kl. 10 og lýkur 12. júní kl. 23:59.
Skráningagjald er kr. 4.500 á hund og keppt verður í fjórum aldursflokkum:
  • Hvolpaflokkur (4-9 mánaða)
  • Unghundaflokkur (9-24 mánaða)
  • Opinn flokkur (2-8 ára)
  • Öldungaflokkur (8 ára og eldri)
Hámarksfjöldi skráninga eru 200 hundar og rennur allur hagnaður af keppninni til kaupa á tölvukerfi fyrir HRFÍ.

Hvernig gengur útsláttarkeppni fyrir sig?
Keppninni verður þannig háttað að í hverri umferð verður dregið í 3-4 hunda holl. Hvert holl mætir til eins dómara sem velur 2 hunda áfram í næstu umferð. Þegar öll holl í hverri umferð hafa verið dæmd er dregið í ný holl fyrir næstu umferð. Þannig gengur þetta áfram þar til eftir standa 4-5 hundar í hverjum aldursflokki sem settir eru svo í Best In Match sæti í hverjum flokki fyrir sig.
​
Skráning í keppnina
Skráning verður með sama hætti og venjulegu sýningarnar hjá félaginu, í gegnum hundeweb.dk. Ekki verður tekið við skráningum á skrifstofu. Hefbundnir flokkar munu birtast í valmynd en flokkar verða sameinaðir í fjóra stærri flokka. Hvolpaflokkurinn verður sameinaður af hvolpum 4-6 og 6-9 mánaða. Í Unghundaflokki verða ungliðar og unghundar saman. Hundar 2-8 ára keppa í opnum flokki, hvort sem þeir eru meistarar eða ekki. Öldungaflokkur verður hefbundinn.
Picture

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole