Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Breyttur opnunartími skrifstofu frá 1. júlí nk.

24/6/2021

 
Vinsamlega athugið að tímabundin breyting verður á opununartíma skrifstofu þann 1. júlí nk. en þá verður afgreiðsla skrifstofu og erinda í síma opin þriðjudaga-fimmtudaga frá 10-15.  
Hægt verður að senda okkur tölvupóst alla daga á netfangið hrfi@hrfi.is en einnig má setja gögn undir hurðina utan opnunartíma.  
Við vonum svo að sumarið sé loksins mætt til okkar og að framundan séu hlýjir og bjartir dagar. 

Fjölbreytt starf fyrir fjölhæfan starfsmann

10/6/2021

 
Hjá Hundaræktarfélagi Íslands er laust til umsóknar 100% starf á skrifstofu félagsins.
Starfsmaðurinn, sem leitað er að mun koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa félagsins hefur á sinni könnu í náinni samvinnu við framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn. Þannig felur starfið meðal annars í sér almenn skrifstofustörf, undirbúning og framkvæmd viðburða (t.d. hundasýninga), umskráningu erlendra ættbóka, útgáfu ættbóka og annað sem til fellur. Félagið er í örum vexti og eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. 

Við leitum að einstaklingi sem;  
  • er skipulagður og áreiðanlegur
  • býr yfir góðri tölvuþekkingu og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar 
  • hefur ríka þjónustulund og á auðvelt með samskipti
  • hefur gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • hefur frumkvæði og getur tekið ábyrgð
  • kann vel við og getur umgengist hunda
    ​
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2021 og skal umsóknum skilað á netfangið gudny@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFÍ“.  Umsóknum sal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Vilt þú hafa áhrif á starf Hundaræktarfélagsins

10/6/2021

 
Picture
Þá ættir þú að bjóða þig fram til nefndarstarfa! 

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar er að skipa í fastanefndir félagsins auk annarra nefnda. Allir félagsmenn geta boðið sig fram til starfa og eru eindregið hvattir til að gefa kost á sér þar sem þeir vilja hafa áhrif og vinna að framgangi mála í starfi félagsins. Hér er að sjá yfirlit yfir nefndir félagsins.  
​

​​Áhugsamir eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið stjorn@hrfi.is fyrir fimmtudaginn 17. júní nk.

Hvolpasýning og ungir sýnendur á laugardaginn!

8/6/2021

 
​Loksins er komið að hvolpasýningunni en hún verður haldin nú á laugardaginn 12. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Samtals eru 270 hvolpar skráðir ásamt 14 ungum sýnendum. Þar sem fjöldatakmarkanir miða enn við 150 manna hámark hefur dagskrá verið skipt í tvennt, fyrir hádegi og eftir hádegi. Dómar fyrir hádegi hefjast kl. 10 í öllum hringjum og má áætla að þeir standi til um það bil kl. 12-12:30. Dómar eftir hádegi hefjast kl. 13 í hringjum 1-3 og kl. 13:30 í hring 4. Í hring 4 mun keppni ungra sýnenda fara fram milli dóma og hefst keppni á eldri flokki. Úrslit eru áætluð um kl. 15:30.

Vegna takmarkana biðjum við fólk að miða við að einn mæti með hverjum hundi, mæta ekki of snemma að dómhring og fara af svæðinu þegar dómi er lokið svo allt gangi smurt fyrir sig.
Dagskrá má sjá hér að neðan og verður hægt að nálgast umsagnir og úrslit hringja í raun tíma á eftirfarandi hlekkjum, athugið að sýningaskrá opnast klukkustund fyrir upphaf sýningar:
Umsagnir: www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/210402?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/210402/?session_locale=en_GB
​Úrslitahringur: www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/210402/storering

Sýninganúmer verða send út á miðvikudag eða fimmtudag á þau netföng sem notuð voru til að skrá á sýninguna. Munum að virða fjarlægðar takmörk og sóttvarnarrelgur – við erum öll almannavarnir.
​
Hlökkum til að sjá ykkur í Hafnarfirði á laugardaginn og góða skemmtun!
Dagskrá 12. júní
File Size: 173 kb
File Type: pdf
Download File

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole