Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Dagur íslenska fjárhundsins – Þórhildur Bjartmarz fær gullmerki HRFÍ

19/7/2016

 
Picture
Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í einmuna veðurblíðu mánudaginn 18. júlí 2016 og tóku eigendur íslenskra fjárhunda víða um land þátt í hátíðahöldunum ásamt hundum sínum.

Ennfremur var haldið málþing í Þjóðminjasafni Íslands, tileinkað enska aðalsmanninum og einstökum velgjörðarmanni Íslendinga, Mark Watson. Hátíðardegi íslenska fjárhundsins var einmitt valinn fæðingardagur hans, 18. Júlí, en 110 ár voru liðin frá fæðingu hans þegar Degi íslenska fjárhundsins var fagnað í fyrsta sinn.


Þórhildur Bjartmarz hafði veg og vanda að skipulagningu dagskrár dagsins, meðal annars í samvinnu við félaga úr Deild íslenska fjárhundsins, Glaumbæ í Skagafirði, Þjóðminjasafnið, Árbæjarsafn, Landbúnaðarháskólann og Dýralæknafélag Íslands.

Í júlí 2015 lagði Þórhildur til við stjórn DÍF að fæðingardagur Marks Watson yrði framvegis gerður að hátíðisdegi íslenska fjárhundsins og var það samþykkt á ársfundi deildarinnar vorið 2016. Skemmst er frá því að segja að ræktunarfélög íslenskra fjárhunda víða um heim hafa tekið hugmyndinni fagnandi og hyggjast í framtíðinni skipuleggja dagskrá og viðburði þennan dag, tileinkaða íslenska fjárhundinum.

​Sennilega hefur aldrei hefur nokkur viðburður á vegum HRFÍ fengið jafn mikla umfjöllun í fjölmiðlum og Dagur íslenska fjárhundsins 2016. Fjölmargar blaðagreinar hafa verið birtar í prent- og netmiðlum, mörgum útvarpsviðtölum hefur verið varpað út og ennfremur var í fréttatímum Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 greint frá viðburðinum í máli og myndum, meðal annars í beinni útsendingu frá Óðinstorgi í Reykjavík, þar sem rætt var við Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni, sem um árabil hefur átt íslenskan fjárhund og minntist þess í viðtalinu að Mark Watson hefði gefið Íslendingum fyrsta dýraspítalann.

Veðurblíða var mikil og höfðu menn á orði að það væri í anda Marks Watson, enda sagði hann gjarnan að í hvert sinn sem hann kæmi til Íslands væri veður gott – sama hversu heitt hann óskaði þess að fá að upplifa slæma vetrarhríð!

​Gullmerki HRFÍ
Þórhildur Bjartmarz, fyrrum formaður HRFÍ, var sæmd gullmerki Hundaræktarfélags Íslands á málþinginu í Þjóðminjasafni Íslands og var það í 10. sinn sem gullmerki félagsins var veitt.
Stjórnarmenn HRFÍ, Brynja Tomer og Pétur Alan Guðmundsson sæmdu Þórhildi gullmerkinu fyrir hönd félagsmanna.

​Nánar verður sagt frá hátíðisdegi íslenska fjárhundsins, málþinginu og afhendingu gullmerkis í grein í næsta tölublaði Sáms.

Texti: Brynja Tomer

Picture
Prúðbúnir vegfarendur á Óðinstorgi í Reykjavík.
Picture
Á Þingvöllum vöktu íslensku fjárhundarnir verðskuldaða athygli.
Picture
Þórhildur Bjartmarz var sæmd gullmerki HRFÍ.
Picture
Málþing um Mark Watson var haldið í Þjóðminjasafni Íslands.
Myndir: Ágúst Ágústsson, Pétur Alan Guðmundsson og fleiri.

DAGUR ÍSLENSKA FJÁRHUNDSINS

18/7/2016

 
Picture


HRFÍ óskar deild íslenska fjárhundsins (DÍF) innilega til hamingju með Dag íslenska fjárhundsins en hann verður haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið í dag og félagið vill nota tækifærið og hvetja alla sem eiga kost á að taka þátt í að gera daginn sem hátíðlegastan.  
​




Þjóðminjasafn Íslands kl. 12.00 – 13.00 – Málþing helgað Mark Watson
Fundarstjóri: Guðni Ágústsson f.v.landbúnaðarráðherra                   
 Íslensku fjárhundarnir og Mark Watson
Þórhildur Bjartmarz f.v. formaður HRFÍ og í forystu nefndar um Dag íslenska fjárhundsins flytur stutt erindi.
 Bjargvætturinn Mark Watson
Samantekt Sigríðar Sigurðardóttir safnstjóra í Glaumbæ í Skagafirði. Anna Dóra Antonsdóttir sagnfræðingur flytur.
 Landnámshundar og kjölturakkar
“Vitnisburður dýrabeinafornleifafræði um hundahald á Íslandi”
Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur MA

Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands sæmd gullmerki félagsins

Árbæjarsafn Kl. 15.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra verða í safninu.
Heimildamynd um íslenska fjárhundinn sýnd.
Guðrún Ragnars Guðjohnsen fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands ræðir við gesti og svarar spurningum.

Íslenskir fjárhundar um borg og bí - Meðal þess sem gert verður í tilefni dagsins:

Íslenskir fjárhundar í miðbæ Reykjavíkur kl. 16.00 
Íslenskir fjárhundar og eigendur ganga í kringum Tjörnina í Reykjavík

Íslenskir fjárhundar í miðbæ Reykjavíkur kl. 18.00  
Íslenskir fjárhundar og eigendur ganga í kringum Tjörnina í Reykjavík

Íslenskir fjárhundar á Þingvöllum kl. 15.00 
Íslenskir fjárhundar og eigendur koma saman á helgasta stað Íslendinga
​
Íslenskir fjárhundar í miðbæ Akureyrar kl 15.00 
Íslenskir fjárhundar og eigendur koma saman og ganga fylktu liði um bæinn.

Íslenskir fjárhundar í miðbæ Ísafjarðar kl 15.00 

Íslenskir fjárhundar á Selfossi kl 16.00 
Íslenskir fjárhundar og eigendur koma saman fyrir framan Fjallkonuna og einnig fyrir framan Baldvin og Þorvald og ganga síðan um bæinn.

Íslenskir fjárhundar í Grundarfirði  um kvöldið 

Picture

Tvöföld sýning helgina 23.-24. júlí 

14/7/2016

 
Helgina 23. – 24. júlí mæta rúmlega 1100 hreinræktaðir hundar af 83 hundategundum í dóm á tvöfaldri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningarnar eru haldnar undir beru lofti í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.  Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

Tíu dómarar frá Lítháen, Svíþjóð, Austríki, Finnlandi, Pólland og Íslandi dæma í sjö sýningarhringjum samtímis.
 
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er sölu- og kynningabásar þar sem ýmis tilboð verða í gangi. 

Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og tjöld og sitja við sýningahringi. Sérstakt svæði verður fyrir tjöld, húsbíl, tjaldvagna og fellihýsi fyrir þá sem kjósa að gista á staðnum, salerni verður á staðnum en því miður ekki rafmagn.  Vinsamlega athugið að tjöld inná sýningasvæðinu sjálfu mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 5 metrum frá sýningahringjum.

Salerni verða inní reiðhöllinni í Víðidal og kamrar verða á sýningasvæðinu, ungmennadeild mun verða með veitingasölu í stóru tjaldi á sýningasvæðinu.  
  
Hér má sjá dagskrá helgarinnar.
Picture

Hvolpasýning og keppni ungra sýnenda 22.júlí

14/7/2016

 
Hvolpasýning
Hvolpasýning HRFI verður að þessu sinni haldin á föstudagskvöldinu 22.júlí á túninu við reiðhöllina í Víðidal. keppt verður í fjórum sýningahringjum og hefjast dómar kl.17.30.  124 hvolpar eru skráðir til keppni.
Dómarar:  Viktoría Jensdóttir (Íslandi), Mikael Nilsson (Svíþjóð), Maria-Luise Doppelreiter (Austuríki) og Markku Mähönen (Finnland).   Úrslit eru áætluð kl.20.00

Hér má sjá dagskrá hvolpasýningar

Keppni ungra sýnenda 
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 19 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstudagskvöldið 22. júlí kl.17:00 í Víðidalnum, BIS hringnum.
​Dómari í þeirri keppni er Ásta María Guðbergsdóttir. 
Picture

Dagskrá tvöfaldrar útisýningar 23. - 24. júlí

5/7/2016

 
Meðfylgjandi er dagskrá tvöfaldrar útisýningar helgina 23.-24.júlí nk í Víðidalnum. 

Vinsamlega athugið að dómur í hring sjö á sunnudegi hefst kl.10.30 
Picture
Picture
​Dagskráin er birt með fyrirvara um villur.
Dagskrá laugardags PDF gæði
File Size: 322 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá sunnudags PDF gæði
File Size: 322 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá hvolpasýningar 22. júlí

4/7/2016

 
Meðfylgjandi er dagskrá hvolpasýningar 22. júlí nk. á túninu við reiðhöllina í Víðidal. Dómur hefst í öllum dómhringjum kl.17.30 og eru úrslit áætluð kl.20.00. 
Picture
Dagskráin er birt með fyrirvara um villur. 

Dagur Íslenska fjárhundsins - Málþing 

4/7/2016

 
Picture
Dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands 18. júlí 2016
Málþing helgað Mark Watson sem fæddur var 18. júlí 1906
​
​
Fundarstjóri: Guðni Ágústsson f.v.landbúnaðarráðherra
 
Íslensku fjárhundarnir og Mark Watson
Þórhildur Bjartmarz f.v. formaður HRFÍ og í forystu nefndar um Dag íslenska fjárhundsins flytur stutt erindi.
 
Bjargvætturinn Mark Watson
Samantekt Sigríðar Sigurðardóttir safnstjóra í Glaumbæ í Skagafirði.  Anna Dóra Antonsdóttir, sagnfræðingur flytur.
         
Landnámshundar og kjölturakkar
 “Vitnisburður dýrabeinafornleifafræði um hundahald á Íslandi"
Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur MA.
 
Málþingið hefst kl. 12 og lýkur um kl. 13 – allir áhugasamir eru velkomnir

Litli Sámur í júlí 

1/7/2016

 
Picture
Picture
Picture
Picture
Litli Sámur í PFD gæðum
File Size: 670 kb
File Type: pdf
Download File

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole