
Við bjóðum Svövu velkomna til starfa og þökkum Klöru jafnframt kærlega vel unnin störf í þágu félagsins og Sáms á síðustu árum. Netfang ritstjóra blaðsins er samur@hrfi.is.
![]() Við kynnum með ánægju nýjan ritstjóra Sáms félagsblaðsins okkar en Svava Björk Ásgeirsdóttir tekur við starfi Klöru Símonardóttur sem hefur sinnt starfinu undanfarin ár með ágætum. Svava Björk hefur verið öflugur liðsmaður í ritnefnd Sáms undanfarin ár og er vel að starfinu komin. Við bjóðum Svövu velkomna til starfa og þökkum Klöru jafnframt kærlega vel unnin störf í þágu félagsins og Sáms á síðustu árum. Netfang ritstjóra blaðsins er samur@hrfi.is.
Laust er hlutastarf á skrifstofu Hundaræktarfélagsins. Vinnutími er frá 10 - 15 virka daga, eða á opnunartíma skrifstofu og mun starfsmaður sinna almennum skrifstofustörfum ásamt því að koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa sinnir í samstarfi við framkvæmdastjóra. Í boði er áhugavert starf á skemmtilegum vinnustað.
Við leitum að einstaklingi sem;
Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí 2018 og skal umsóknum skilað á netfangið gudny@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFI“. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Nú styttist óðum í næstu sýningu sem verður stórglæsileg tvöföld útisýning en ágústsýning HRFÍ verður haldin helgina 24.-26. ágúst. Sýningin verður að öllum líkindum á Víðistaðatúni í Hafnarfirði en endanleg staðfesting hefur ekki borist.
Föstudaginn 24. ágúst verður hvolpasýning Royal Canin og keppni ungra sýnenda haldin. Laugardaginn 25. ágúst er komið að annarri NKU Norðurlandasýningu félagsins en sunnudaginn 26. ágúst verður alþjóðleg sýning haldin. Dómarar helgarinnar verða: Carmen Navarro (Spánn), Frank Christiansen (Noregur), Jouko Leiviska (Finnland), Jörgen Hindse (Danmörk), Laurent Pichard (Sviss), Maija Lehtonen (Finnland), Marie Petersen (Danmörk) og Sjoerd Jobse (Svíþjóð). Dómari í keppni ungra sýnenda verður Tammie Sommerson-Wilcox (Bandaríkin). Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi: Gjaldskrá 1: 13. júlí Gjaldskrá 2: 27. júlí Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 13. júlí til þess að tryggja að skráning náist. Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15. Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag. Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar. Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt nýlegum debetkortum. Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma. Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki. Dómaraáætlun Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt. Laugardagur 25. ágúst: Tegundahópur 1: Australian shepherd: Jörgen Hindse, DK Shetland sheepdog: Jörgen Hindse, DK German shepherd dog, short-haired: Laurent Pichard (SV) German shepherd dog, long-haired: Laurent Pichard (SV) Tegundahópur 2: Boxer: Frank Christiansen, NO St. Bernhards, long-haired: Frank Christiansen, NO St. Bernhards, short-haired: Frank Christiansen, NO Bernese mountain dog: Frank Christiansen, NO Miniature schnauzer, allir litir: Maija Lehtonen, FI Schnauzer, báðir litir: Maija Lehtonen, FI Giant schnauzer, black: Maija Lehtonen, FI Affenpinscher: Frank Christiansen, NO Bulldog: Frank Christiansen, NO Tegundahópur 3: Allar tegundir: Frank Christiansen, NO Tegundahópur 4/6: Dachshund, allar stærðir og feldgerðir: Carmen Navarro, ES Petit basset griffon vendeen: Carmen Navarro, ES Beagle: Carmen Navarro, ES Dalmatian: Carmen Navarro, ES Tegundahópur 5: Íslenskur fjárhundur: Jörgen Hindse, DK Tegundahópur 7: Allar tegundir: Sjoerd Jobse, SE Tegundahópur 8: Labrador retriever: Marie Petersen, DK Golden retriever: Marie Petersen, DK Nova scotia duck tolling retriever: Sjoerd Jobse, SE Flat-coated retriever: Sjoerd Jobse, SE English cocker spaniel: Sjoerd Jobse, SE American cocker spaniel: Sjoerd Jobse, SE Tegundahópur 9: Lhasa apso: Carmen Navarro, ES Poodle, allar stæðir: Jouko Leviska, FI Cavalier king Charles spaniel: Carmen Navarro, ES Tibetan spaniel: Jouko Leviska, FI Tibetan terrier: Carmen Navarro, ES Papillon: Jouko Leviska, FI Chihuahua, smooth-haired: Jouko Leviska, FI Chihuahua, long-haired: Jouko Leviska, FI Little lion dog: Jouko Leviska, FI Tegundahópur 10: Allar tegundir: Laurent Pichard, SV Sunnudagur 26. ágúst: Tegundahópur 1: Australian shepherd: Maija Lehtonen, FI Shetland sheepdog: Jouko Leiviska, FI Welsh corgi Pembroke: Jouko Leiviska, FI German shepherd dog, short-haired: Jörgen Hindse, DK German shepherd dog, long-haired: Jörgen Hindse, DK White swiss shepherd: Jörgen Hindse, DK Collie, rough og smooth: Maija Lehtonen, FI Briard: Maija Lehtonen, FI Border collie: Maija Lehtonen, FI Tegundahópur 2: Miniature schnauzer, allir litir: Carmen Navarro, ES Schnauzer, báðir litir: Carmen Navarro, ES Giant schnauzer, black: Carmen Navarro, ES Tegundahópur 4/6: Dachshund, allar stærðir og feldgerðir: Laurent Pichard, SV Petit basset griffon vendeen: Laurent Pichard, SV Beagle: Laurent Pichard, SV Dalmatian: Laurent Pichard, SV Tegundahópur 5: Íslenskur fjárhundur: Frank Christiansen, NO Siberian husky: Carmen Navarro, ES Samoyed: Carmen Navarro, ES Pomeranian: Carmen Navarro, ES Tegundahópur 7: Allar tegundir: Frank Christiansen, NO Tegundahópur 8: Labrador retriever: Sjoerd Jobse, SE Golden retriever: Sjoerd Jobse, SE Nova scotia duck tolling retriever: Jouko Leviska, FI Flat-coated retriever: Jouko Leviska, FI English cocker spaniel: Laurent Pichard, SV American cocker spaniel: Laurent Pichard, SV Tegundahópur 9: Bichon frise: Marie Petersen, DK Poodle, allar stæðir: Marie Petersen, DK Cavalier king Charles spaniel: Marie Petersen, DK Pug: Marie Petersen, DK Pekingese: Marie Petersen, DK Tegundahópur 10: Allar tegundir: Jouko Leviska, FI ![]() Eftir margra ára vinnu við endurskoðun ræktunarmarkmiðs þjóðarhundsins okkar er ánægjulegt að tilkynna að markmiðið hefur verið samþykkt af FCI og gefið út á vefsíðu samtakanna. Hér má kynna sér endurskoðað markmið: fci.be/Nomenclature/Standards/289g05-en.pdf Dagur Íslenska fjárhundsins verður svo haldinn hátíðlegur þann 18. júlí næstkomandi og verður metnaðarfull dagskrá í boði í tengslum við hann. |
|