Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ

29/8/2013

 
Helgina 7. – 8. September  mæta 719 hreinræktaðir hundar af 86 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin í Klettagörðum 6 og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Úrslit á báða hefjast um kl. 13:30 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

Sex dómarar frá sex löndum; Noregi, Hollandi, Bretlandi, Ísrael, Sviss og Finnland dæma í sex sýningarhringjum samtímis.
 
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi.
Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og sitja við sýningahringi.
 
Keppni ungra sýnenda
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 22 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstudagskvöldið 6. september kl.20:00. Dómari í þeirri keppni er Frank Kane frá Bretlandi.

Hér má sjá dagskrá sýningarinnar
Hér má sjá dagskrá úrslita báða dagana

Félagsfundur

29/8/2013

 
Félagsfundur
11. september 2013
Félagsfundur 11. september 2013 kl. 20:00 í D-sal í Gerðubergi

Úr lögum HRFÍ:

III. Félagsfundir

7. Félagsfundir HRFÍ hafa æðsta vald í málefnum félagsins.

Aukafundi skal halda:

a) Ef endurskoðendur kjörnir á aðalfundi fara fram á það.

b) Ef meira en 1/10 hluti félagsmanna óska þess.

c) Ef stjórn HRFÍ telur sérstaka ástæðu til þess.

Stjórn Hundaræktarfélagsins telur sérstaka ástæðu til þess að bera undir
félagsmenn tvö stór málefni sem eru á borði stjórnar HRFÍ.

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands boðar því til auka félagsfundar þann 11.
september 2013 kl. 20:00 í D-sal í Gerðubergi.

Dagskrá fundar:

1. Samkomulag við Íslandsbanka um skuldamál RA ehf., dótturfélags HRFÍ,
vegna skrifstofu- og félagsaðstöðu í húsnæði félagsins að Síðumúla 15

2. Sámur, félagsblað Hundaræktarfélag Íslands


Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum
fyrir aðalfund. Dæmi: Aðalfundur er haldinn á laugardegi/sunnudegi þá þarf að greiða félagsgjald mánudegi fyrir aðalfund.

Breyttar sýningarreglur

29/8/2013

 
Breyttar sýningarreglur
taka gildi 1. september 2013
Stjórn HRFÍ samþykkti breytingar á greinum 28 og 53 í sýningarreglum félagsins.

28. gr. hljóðar svona núna:
Dómaranemi og dómarlærlingur mega hvorki skrá eða sýna hund á sýningunni
þann dag sem þeir eru við nám í hring og ekki sýna hund undir dómara sem
þeir læra hjá á sýningunni. Öðru starfsfólki í dómhring er ekki heimilt að
skrá eða sýna hund hjá dómara sem þeir starfa með á sýningunni. Þessi regla
á einnig við um úrslit. Þessir aðilar mega skrá og sýna undir öðrum dómurum
sýningarinnar. Annað starfsfólk á dómsýningu má skrá og sýna hunda. Þó er
því óheimilt að bera starfsmannamerki eða önnur auðkenni sem gefa til kynna
að viðkomandi sé starfsmaður sýningar.

En verður svona eftir breytingu:
28. grein
Dómaranemi og dómaralærlingur mega hvorki skrá né sýna hund á sýningunni
hjá dómara sem þeir læra hjá á sýningunni. Öðru starfsfólki í dómhring er
einnig óheimilt að skrá eða sýna hund hjá dómara sem það starfar með á
sýningunni, nema hundur hafi lokið keppni þegar störf hefjast. Þetta á
einnig við um úrslit. Þessir aðilar mega skrá og sýna hjá öðrum dómurum
sýningar.

Annað starfsfólk á sýningu má skrá og sýna hunda. Þó er því óheimilt að
bera starfsmannamerki eða önnur auðkenni sem gefa til kynna að viðkomandi
sé starfsmaður sýningar.

53. grein hljóðar svo núna:
Ræktunarhópur (valkvætt)
Ræktunarhópur samanstendur af þremur til fimm hundum af sömu tegund frá einum og sama ræktanda (með sama ræktunarnafn). Ef fleiri en einn eru skráðir ræktendur hópsins skal þess getið. Ef aðili er ræktandi og jafnframt meðræktandi að öðru goti, má ekki sýna þau afkvæmi saman í ræktunarhópi.
Aðeins má sýna einn ræktunarhóp af sömu tegund frá sama ræktanda á viðkomandi sýningu.
Hundarnir verða að vera af sama stærðarflokki og hafa sama feldlag og lit, þar sem það skiptir máli, og vera skráðir til þátttöku í öðrum flokkum sýningar, þó ekki í
hvolpaflokkum. Hundarnir mega ekki hljóta 0 í einkunn eða Ekki hægt að dæma.
Hópurinn fær umsögn og einkunn sem ein heild. Til að unnt sé að veita ræktunarhópi
Heiðursverðlaun er megin áhersla lögð á að hópurinn sé jafn að gerð, gæðum og útliti, og telst það tegundinni meira til framdráttar en sá árangur og einkunnagjöf, sem einn
einstakur hundur í hópnum hefur hlotið.
Ræktandi skal gera eigendum hunda sem hann hefur valið að sýna í ræktunarhópi viðvart í tíma. Ræktandi skal tilkynna tímalega til hringstjóra hvaða hunda hann hefur valið.
Sýnanda/eiganda ber að sýna hund í ræktunarhópi, óski ræktandi þess.
Besti ræktunarhópur tegundar með Heiðursverðlaun keppir til úrslita um Besta ræktunarhóp sýningar (eða dagsins, ef sýningin stendur í tvo eða fleiri daga).

Verður núna:
53. grein
Ræktunarhópur (valkvætt)
Í ræktunarhópi eru þrír til fimm hundar af sömu tegund frá sama ræktanda/sömu meðræktendum. Ef hundarnir eru með ræktunarnafn, skulu þeir allir bera sama ræktunarnafn. Ef aðili er ræktandi og jafnframt meðræktandi að öðru goti (ekki sama ræktunarnafn), má ekki sýna þau afkvæmi saman í ræktunarhópi.
Aðeins  má sýna einn ræktunarhóp af sömu tegund frá sama ræktanda/sömu meðræktendum (með sama ræktunarnafn) á viðkomandi sýningu.
Hundarnir verða að vera í sama stærðarflokki (t.d. schnauzer og poodle) og hafa sömu feldgerð og lit, þar sem það á við (t.d. griffon, vorsteh, weimaraner, chihuahua, schnauzer, poodle og collie). Hundar í ræktunarhópi geta verið úr öllum flokkum nema hvolpaflokkum og mega ekki hljóta 0 í einkunn eða ekki hægt að dæma.
Hópurinn fær umsögn og einkunn sem ein heild.  Megin áhersla er lögð á að hópurinn sé jafn að gerð, gæðum og útliti, og telst það hópnum meira til framdráttar en árangur og einkunnagjöf, sem einstakur hundur í hópnum hefur hlotið.
Ræktandi skal gera eigendum hunda sem hann hefur valið að sýna í ræktunarhópi viðvart í tíma. Ræktandi skal tilkynna tímalega til hringstjóra hvaða hunda hann hefur valið, skrá númer hundanna á umsagnarblað og undirrita það.
Sýnanda/eiganda ber að sýna hund í ræktunarhópi, óski ræktandi þess.
Besti ræktunarhópur tegundar með heiðursverðlaun keppir til úrslita um besta ræktunarhóp sýningar (eða dagsins, ef sýningin stendur í tvo eða fleiri daga).

Fyrirlestur með Frank Kane

28/8/2013

 
Fyrirlestur með Frank Kane
9. september
Frank Kane, dómari, verður með fyrirlestur um byggingu og hreyfingu hunda, Conformation and movement, mánudaginn 9. sept kl. 14:30- ca.17:00. í húsakynnum Hundaræktarfélags Íslands, Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Fyrirlesturinn fékk frábært lof þeirra félagsmanna sem komust á hann síðast.
Allir þátttakendur fá afhent viðurkenningarskjal frá breska hundaræktarfélaginu, The Kennel Club. 
Þátttökugjald er kr. 1500.  Takmarkaður fjöldi þáttakanda.

Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða á netfangið hrfi@hrfi.is. 
Þátttökugjald verður að greiðast við skráningu annars er skráning ekki staðfest.

Tilkynning frá FCI

19/8/2013

 
Tilkynning frá stjórn FCI birt 13.8.2013

"A high number of members of the dog lovers community has reported to the FCI offices to have been deeply shaken by the recent passage of anti-gay laws in Russia and by their enforcement during the 2014 Winter Olympics in Sochi. The FCI General Committee regretfully learned that these laws created large discussions on a very broad scale all over the World.

The FCI General Committee would like to express its deep concern about this situation and about the way it will affect the future of the canine world in Russia.

Moreover, we want to firmly reaffirm the FCI’s identification with the Olympic values:
excellence: to do one’s best
friendship: women and men at the heart of the bridging between people, standing together to build a peaceful world
respect: for oneself, for others

More than hundred-year-old FCI has been supporting the well-being of all dogs worldwide, in a family spirit with its now 87 members (i.e. 87 countries), taking responsibility for safeguarding canine health and international dog activities to enhance the relations between dogs and humans.

Dogs are inspiring and teach us a lot, but right now let’s focus on this: they do not discriminate. They always love us and accept us AS WE ARE.

The FCI General Committee and - as far as we know - dog owners, exhibitors, breeders and handlers, we all strive to organise and participate in events in a world where we would be treated like dogs treat us, without any discrimination. This has been, is and will be one of our supreme mottos.

The FCI General Committee"

Val á afreks- og þjónustuhundi ársins

19/8/2013

 

Nýtt hjá félaginu

6/8/2013

 
Þeir félagsmenn sem eru með Maestro debetkort útgefin eftir 2011, geta nú greitt sýningagjöld (og önnur gjöld) í gegnum síma með debetkorti. Ekki er hægt að ganga frá símgreiðslum með Visa Electron kortum eða eldri Maestro kortum enn sem komið er.

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ

1/8/2013

 
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 7. - 8. september 2013.

Skráningafresti lýkur föstudaginn 9. ágúst 2013. - Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.


Dómarar að þessu sinni eru:  Hans Van den Berg (Holland), Agnes Ganami (Ísrael), Eeva Rautala (Finnland), Laurent Pichard (Sviss), Frank Kane (Bretland) og Svein Helgesen (Noregi)

Hægt er að skrá á sýninguna í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu  (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer).   Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. 
Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga.

Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst.

Álag mun geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni síðustu daga skráningar og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir.

Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ eru beðnir að ganga frá skráningu tveimur vikum áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna, þ.e. fyrir 26. júlí 2013.

Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.

  • Á þessari sýningu geta hundar fengið íslenskt og alþjóðlegt meistarastig.
  • Skráning í afkvæma- og ræktunarhópa fer fram á sýningunni sjálfri. Þátttaka skal tilkynnt til viðkomandi hringstjóra.
  • Upplýsingar um hvaða gögn þarf til að skrá hunda í ættbók má nálgast hér.
  • Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í sýningaskrá geta nálgast upplýsingar hér.
  • Þeir sem vilja vera með sölu- og eða kynningarbás á sýningunni sjá hér.
Upplýsingar um sýningarþjálfun fyrir allar tegundir verður að finna hér.

Starfsdagur

1/8/2013

0 Comments

 
Skrifstofa HRFÍ lokar kl. 13.00 þriðjudaginn 30. júlí vegna starfsdags.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 31. júlí kl. 10.00.
0 Comments

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole