Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Afmælihátíð - Fyrirlestrar

29/8/2014

 
Á afmælishátíð HRFI fimmtudagskvöldið 4.sept nk verður boðið uppá fjölbreytta fyrirlestra í veislusalnum í Víðidal (annari hæð).  Fyrirlestrarnir eru opnir öllum meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis.

Kl.17.30 Monika Karlsdóttir - PAT hvolpatest

Kl.18.00 Sigríður Bílddal - Hvernig nýtist skapgerðamat í ræktun

Kl.18.30 Nanna Lovísa Zophoniasdóttir -  Hundanudd

Kl.19.00 Herdís Hallmarsdóttir -  Hlutverk sýningadómara

Kl.19.30 Lísa Bjarnadóttir  dýralæknir, sníkjudýr í/á hundum. Ticks og fl. 

Kl.20.00 Saija Juutilainen frá Finnlandi - Judging/breeding 

Kl.21:00 Kolbrún Arna Sigurðardóttir - Dýrahjúkrun

Kl.21.30 Sigurður Ben Björnsson - Veiðipróf

Kl.22.00 Húsið lokar




Afmælishátíð - Búningakeppni

27/8/2014

 
Á afmælishátið HRFI þann 4.september kl.20.00 verður til gamans keppni þar sem frumlegustu og skemmtilegustu hundabúningarnir eru valdir. Auka stig eru gefin fyrir ef eigandi og hundur mæta báðir í búning.  Dómari verður Kristlaug Elín.   Ekki er þörf að skrá sérstaklega á þennan viðburð, bara mæta.

Verðlaun eru í boði Dýrheimar.

Picture

Crufts qualification 2015

27/8/2014

 
Picture
Sýningastjórn tilkynnir með gleði að The Kennel Club hafa samþykkt að septembersýningar Hundaræktarfélagsins gefa núna keppnisrétt á Crufts.  Crufts er ein elsta og þekktasta hundsýning í heimi sem fer fram í Birmingham Englandi ár hvert og aðeins hundar sem hafa áunnið sér keppnisrétt geta tekið þátt.   Þeir hundar sem verða besta tík og besti rakki ásamt besta ungliða (tík og rakka) á sýningunni 6-7.september hafa því áunnið sér þennan rétt.   Hundaræktarfélagið mun halda utan um hvaða hundar hafa áunnið sér keppnisrétt og gefa út staðfestingu fyrir þá hunda sem verða skráðir á Crufts. 

Alþjóðleg sýning 6-7.september

27/8/2014

 
Helgina 6. – 7. september mæta 695 hreinræktaðir hundar af 80 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin er haldin í reiðhöllinni í Víðidal og hefjast dómar kl. 10:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi. Áætlað er að úrslit á báða hefjast um kl. 15:00 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Megintilgangur hundasýninga er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði hvers kyns og leiðbeina ræktendum þannig í starfi sínu.

Sex dómarar frá fjórum löndum; Finnlandi, Lúxemborg, Ítalíu, Ísrael og Hollandi dæma í sex sýningarhringjum samtímis.
 
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi. Unglingadeild verður með sjoppusölu á fyrstu hæð báða dagana og matsala verður í veitingarsal á annari hæð á sunnudeginum. 
  
Keppni ungra sýnenda 
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 22 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstudagskvöldið 5. september kl.19:00 í Víðidal. Dómari í þeirri keppni er Saija Juutilainen frá Finnlandi.

Hér má sjá dagskrá sýningarinnar
Hér má sjá dagskrá úrslita báða dagana

Tegundakynningar í Garðheimum í september.

26/8/2014

 
Tilkynning frá Garðheimum:

Undirbúningur undir fyrstu kynninguna er nú þegar í fullum gangi.

Á næstu vikum verða Dýradagar Garðheima á eftirfarandi helgum
  • Dýradagar – Smáhundar 20 - 21 sep. 
  • Dýradagar – Stórir hundar 27 - 28 sep.

Næstu Dýradagar eru að bresta á. Nú er um að gera að tilkynna sína tegund strax. Hressir og jákvæðir hundar mæta og skarta sýnu fegursta.  Ekkert eftir nema tryggja að “þín tegund” verði með.  Þeir sem vilja kynna sína tegund að hafa samband við tengiliði eða stjórnarmenn sinnar deildar.  Stjórnir eða tengiliðir viðkomandi deilda skipuleggja sín svæði og raða hundum niður á tíma.

Endilega látið mig vita sem fyrst hvaða tegundir geta verið með á emil@gardheimar.is. Því fleiri því betra. Við höfum haft þann sið undanfarin ár að veita sýnendum 20% afslátt af öllum vörum Garðheima sýningarhelgina.  Þetta gildir um allar vörur nema tilboðsvörur.

Ungir sýnendur 0-9 ára

26/8/2014

 
Fimmtudagskvöldið 4.sept höldum við uppá 45. ára afmæli HRFI með veglegri afmælishátíð í Víðidalnum, endilega takið því kvöldið frá. 
Dagskrá verður birt síðar, en um að gera fyrir kappsmikla foreldra að fara að æfa börnin sín, því keppt verður í ungum sýnendum 0-3 ára (má leiða), 4-5 ára og 6-9 ára, og eins verður brospróf í hlýðni fyrir börn 12 ára og yngri og allir krakkar sem taka þátt fá verðlaunapening.

Það kostar ekkert að taka þátt en skrá þarf í allar keppnir á skrifstofu HRFI fyrir 29.ágúst.

Hlýðniþrautakeppni fyrir 16 ára og yngri.

25/8/2014

 
Erum búin að opna fyrir skráningu í hlýðniþrautakeppni (Rally) fyrir börn á afmælishátíðinni fimmtudagskvöldið 4.september í samvinnu við Íþróttadeild HRFI.  Dómari verður Monika Karlsdóttir.  Keppninni er skipt upp í þrjú erfiðleikastig eftir aldri, hundarnir eru í taumi allan tímann og nota má nammi.  Allir þáttakendur fá verðlaunapening fyrir þáttökuna og stigahæstu fá bikar. 

8 ára og yngri. * (hér má fullorðinn aðstoða, en þó ekki gefa neinar skipanir)
Ganga í taum, ganga með hundinn á hæl á milli þriggja keila, beygja til hægri, beygja til vinstri, standa eða sitja.


9-12 ára *
Ganga í taum, ganga með hundinn á hæl á milli þriggja keila, beygja til hægri, beygja til vinstri, standa, sitja, liggja.

13-16 ára *
Ganga í taum, ganga með hundinn á hæl á milli fimm keilna, beygja til hægri, beygja til vinstri, heilsnúningur (snúa með hund í hring), standa, sitja, liggja, hoppa yfir hindrun (í lægstu stöðu).


*árið gildir

Það kostar ekkert að taka þátt en skrá þarf þarf á skrifstofu HRFI fyrir föstudaginn 29.ágúst. 


Fyrirlestur fyrir ræktendur

25/8/2014

 
Picture

Skrifstofa lokuð föstudag

21/8/2014

 
Skrifstofan Hundaræktarfélagsins er lokuð föstudaginn 22.ágúst vegna augnskoðunar í Sólheimakoti.

HRFI 45.ára

20/8/2014

 
Fimmtudagskvöldið 4.sept höldum við uppá 45.ára afmæli HRFI með veglegri afmælishátíð í Víðidalnum, endilega takið því kvöldið frá. Dagskrá verður birt síðar, en um að gera fyrir kappsmikla foreldra að fara að æfa börnin sín, því keppt verður í ungum sýnendum 0-5 ára (má leiða) og 6-9 ára, og eins verður brospróf í hlýðni fyrir 5-12 ára og allir krakkar sem taka þátt fá verðlaunapening. Það kostar ekkert að taka þátt en skrá þarf í allar keppnir á skrifstofu HRFI fyrir 29.ágúst.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole