Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Lokun skrifstofu 24.8-31.8, 2018

23/8/2018

 
​Lokað er á skrifstofu föstudaginn 24.08.2018 vegna sýningar félagsins en einnig verður skrifstofan lokuð vikuna 27.08.2018.-31.08.2018 vegna sumarleyfa. 
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla.    

Picture

Sýningarhelgin 24.-26. ágúst 2018

23/8/2018

 
Þreföld útisýning verður haldin helgina 24.-26. ágúst nk. á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk frábærlega og munu 1.241 skráðir hundar etja kappi á þremur sýningum yfir helgina.   Föstudagskvöldið hefst hvolpasýning kl. 19 en þar munu 147 hvolpar keppa um bestu hvolpa sýningar. 
Á laugardeginum mæta 550 hundar á NKU Norðurlandasýninguna en dómar hefjast kl. 9 í öllum hringjum. Alþjóðlega sýning fer fram á sunnudeginum þar sem 544 hundar keppa og byrja allir dómhringir kl. 9:00.
Keppni ungra sýnenda fer fram á föstudagskvöldið og er dómarinn að þessu sinni Tammie Sommerson-Wilcox frá Bandaríkjunum. Að þessu sinni eru 22 ungmenni skráð. Keppni hefst klukkan 18:00 á eldri flokki og verður í úrslitahringnum.

Hér má sjá dagskrá sýningar
Hér má sjá PM hringja sýningar


Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Picture
Bílastæði ættu að vera næg og eru þau sem næst eru merkt inn á myndina hér að neðan en þau dreifast á nokkur svæði í kringum túnið. Ekki verður hægt að leggja við Víðistaðakirkju á laugardegi. Við biðjum félagsmenn að gæta að því að leggja ekki í íbúastæði eða ólöglega. 

Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Athugið að svæði C verður ekki hægt að nota á laugardeginum. Svæði I eru stæðin með fram Flókagötu milli bílasvæða F og G.
Picture
Picture
Picture
Salerni er á svæðinu, grill sem hægt er nýta og nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið.  Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir. 

Íþróttadeild mun sjá um sjoppuna en þau eru í fjáröflun til að geta keypt sér langþráð ný tæki. Við hvetjum alla til að versla hjá þeim og styðja gott málefni í leiðinni. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Einnig verða sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð og hvetjum við ykkur til að kíkja á sölubása. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri. 

Vinsamlega athugið að ​lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.  

Upplýsingar varðandi uppsetningu sýningar HRFÍ 24.-26. ágúst á Víðistaðatúni

23/8/2018

 
Uppsetning sýningar hefst kl. 19.00 fimmtudaginn 7. júní á Víðistaðatúni og eru allir velkomnir í að aðstoða við uppsetningu.
Sýningarnefnd gefur leyfi þegar sýnendur geta sett upp tjöld við sýningarhringi en það verður þegar uppsetningu er alfarið lokið. Endanleg mynd af skipulagi svæðisins verður birt stuttu eftir uppsetningu sýningarinnar á Facebook síðu félagsins sem og á vefnum en einnig verður birt vegvísun varðandi aðgang og bílastæði á svæðinu. Svæðið verður vaktað yfir helgina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum á sýningarsvæðinu. ​

Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 2 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum. 

Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. ​

Breyting á dómara á ágústsýningu HRFÍ!

22/8/2018

 
Vegna forfalla Jouko Leiviskä frá Finnlandi mun Tim Finney frá Írlandi dæma í hans stað að undanskildum tveimur tegundum á sunnudag, við þökkum Tim kærlega fyrir að geta brugðist við með þessum stutta fyrirvara. Hér má sjá leiðrétta dagskrá og hér leiðrétt PM. 

Dagskrá hringja á ágústsýningu HRFÍ 2018

20/8/2018

 
Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunum 24.-26. ágúst og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýninganefnd birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.
PM - hvolpasýningar 24. ágúst
File Size: 155 kb
File Type: pdf
Download File

PM - NKU sýning 25. ágúst
File Size: 317 kb
File Type: pdf
Download File

PM - Alþjóðlegsýning 26. ágúst
File Size: 319 kb
File Type: pdf
Download File

Augnskoðun 13.-15.september

17/8/2018

 
Jens Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið helgina 13.-15.september nk. á skrifstofu félagisns Síðumúla 15, 108 Reykjavík.

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 4.september, eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss. 

Augnskoðun hunda kostar 6.100 fyrir virka félagsmenn.  Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 15.000. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
•Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
•Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir. 
•Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi. 

​Ný löggjöf FCI samþykkt

15/8/2018

 
Á auka aðalfundi FCI í Brussel í dag voru samþykkt ný lög og reglur samtakanna.  Löggjöfin er afrakstur vinnu vinnuhóps innan samtakanna sem stofnaður var 2015 vegna óánægju nokkurra landa innan samtakanna, þar á meðal allra NKU landanna.  Jörgen Hindse formaður danska Hundaræktarfélagsins var formaður starfshópsins en NKU löndin áttu auk hans einn fulltrúa í hópnum.  Tillögur starfshópsins hafa nú verið ræddar í nokkurn tíma og voru í dag þann 15. ágúst samhljóða samþykktar á auka aðalfundi samtakanna.  Um er að ræða fjórar meginbreytingar á regluverki samtakanna:
  1. Velferð:  Tilgangi og markmiði samtakanna er breytt með tilliti til velferðar hunda.
  2. Kerfisbreytingar:  Breytingar eru gerðar á svæðisskiptingu samtakanna.  Þá er stofnuð aganefnd (gerðardómsnefnd) sem ætlað er að beita viðurlögum ef aðildarfélög brjóta í bága við reglur og lágmarkskröfur samtakanna.
  3. Nútímavæðing:  Reglurnar eru nútímavæddar, sér í lagi reglur um starfshætti stjórnar sem gerir nú kleift að nýta betur tækni til fundarhalda.
  4. Gagnsæi:  Nýtt regluverk gerir ráð fyrir aukinni upplýsingagjöf um ákvarðanatöku til aðildarafélaga.  
Nýtt regluverk var samþykkt í dag og mun taka gildi þegar það verður birt sem er ráðgert innan þriggja mánaða. 

Hvar er áhættumatið?

15/8/2018

 
Picture
Í september á síðasta ári óskaði Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) eftir nýju áhættumati varðandi einangrun innfluttra hunda og katta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi landbúnaðarráðherra hafði milligöngu um að fá Dr. Preben Willeberger dýralækni til að framkvæma matið og skyldi ljúka vinnunni um miðjan apríl 2018. Ekkert hefur frést af matinu þrátt fyrir ítrekaðar eftirleitanir af hálfu HRFÍ.
​
Á sama tíma skýtur upp kollinum umfjöllun í fjölmiðlum um nauðsyn einangrunar. Nýlega var birt yfirlitsgrein í Búvísindum sem fjölmiðlar kjósa að gera sér mat úr.  Í yfirlitinu eru settar fram nokkrar hugmyndir um mögulegar ástæður áður ógreindra sníkjudýra hér á landi, getið er um ferðamenn og farangur en einnig eru talin til innflutt gæludýr. Horft er til 26 ára sögu einangrunar, vitnað til samtala við dýralækna og minnis þeirra.  Á þessum grunni er sett fram sú tilgáta að sníkjudýr hafi borist með gæludýrum sem sætt hafa einangrun og hún talin styrkja rök um nauðsyn fjögurra vikna einangrunar þeirra við komu til landsins.  Engin tilraun er gerð til að sanna tilgátuna né afsanna, leita annarra mögulegra skýringa ellegar bera saman aðrar mögulegar lausnir.  

​HRFÍ telur þau rök sem fram hafa komið um lengd einangrunar gæludýra ekki standast! Við höfum ekki fengið nein gögn sem styðja að fjögurra vikna einangrun sé nauðsynleg né að hún bæti nokkru við þær bólusetningar, rannsóknir og meðferð sem dýrin þurfa að undirgangast áður en þau fá að koma inn í landið.  HRFÍ bendir einnig á að skilyrði þetta uppfyllir ekki kröfur um velferð dýra hér á landi. Þess má geta til samanburðar að í Ástralíu og á Nýja Sjálandi er einangrun gæludýra 10 dagar. Nokkurra ára reynsla þar í landi hefur reynst vel, þar er gerður greinarmunur hvaðan gæludýr eru flutt inn enda áhættan misjöfn.  Þar eru líka leyfðar heimsóknir meðan á einangrunarvistun stendur til að tryggja velferð dýranna meðan einangrun varir.   HRFÍ kallar eftir niðurstöðum áhættumatsins og í framhaldi endurskoðun á reglum um einangrun gæludýra.  Gerð er krafa um að aðrar smitvarnir en innilokun dýra séu nýttar, séu þær í boði og að lengd einangrunarvistar sé ekki lengri en nauðsyn krefur og að vistunin sé gerð dýrunum eins bærileg og hægt er með velferð þeirra að leiðarljósi.  
 
15. ágúst 2018
 
Stjórn Hrfí

Upplýsingar í sýningarskrá

14/8/2018

 
Upplýsingar um nöfn eigenda hunda sem skráðir eru á sýningar félagsins þann 24.-26. ágúst eru birtar í sýningarskrá sem prentuð er og afhent skráðum þátttakendum og öðrum sem þess óska. Með skráningu á sýningu samþykkir eigandi að HRFÍ megi birta nöfn eigenda í sýningaskrá og/eða á heimasíðu félagsins þ.m.t. þegar um úrslit er um að ræða.
​
Óski skráður eigandi hunds sem skráður er á sýninguna hins vegar eftir því að nafn hans verði EKKI birt í sýningaskrá er nauðsynlegt að félaginu sé sendur tölvupóstur eigi síðar en fimmtudaginn 16. ágúst nk á netfangið hrfi@hrfi.is með eftirfarandi upplýsingum;

Í efnis linu (subject): Eigendaupplýsingar í sýningarskrá
Í meginmáli skeytis: Ættbókarnafn hundsins/hundanna  sem um ræðir.

Ef tölvupóstur berst síðar verður ekki unnt að verða við óskum um að nöfn eiganda birtist ekki í prentaðri sýningarskrá. 

Okkar fólk á Heimssýningunni um helgina

8/8/2018

 
Picture
Um helgina fer fram Heimssýningin eða "World Dog Show" í Amsterdam en Hundræktarfélag Íslands á þar sína fulltrúa. Ingunn Birta Ómarsdóttir keppir fyrir hönd Íslands í hópi ungra sýnenda og hefur hún keppni á sunnudaginn. Ingunn Birta vann sér inn keppnisrétt á sýningunni með því að verða annar stigahæsti ungi sýnandi á sýningum félagsins á síðasta ári.  Við óskum Ingunni alls hins besta og vitum að hún mun verða félaginu til sóma.

​Einnig er gaman að geta þess að íslenskur sýningardómari mun dæma á sýningunni og verður þar með annar íslenski dómarinn til að dæma á Heimssýningu. Herdís Hallmarsdóttir mun dæma tegundirnar labrador retriever, australian shepherd og þjóðarhundinn íslenska fjárhundinn nú í ár en árið 2008 dæmdi Guðrún Ragnars Guðjohnsen fyrrum formaður HRFÍ íslenska fjárhundinn á sömu sýningu í Stokkhólmi.  Við fylgjumst spennt með og erum stolt af því að eiga okkar fulltrúa á sýningunni.   
​
Hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum af sýningunni hér og einnig er hægt að fylgjast með hér

<<Previous

    Eldri fréttir
    ​

    September 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole