Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Upplýsingar fyrir þá sem eru að koma í augnskoðun

28/8/2019

 
Augnskoðun fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15, 108 Reykjavík. 5-7 september. 
Susanne Mølgaard Kaarsholm frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið.

Við viljum minna félagsmenn sem eru að koma með hundana sína í augnskoðun að ganga vel um skrifstofu félagsins og húseignina í Síðumúla 15 og alls ekki leyfa hundum að merkja innandyra né við inngang. Hægt er að koma með rakkabindi fyrir þá hunda sem eru gjarnir á að merkja inni.
Einnig viljum við minna á að passa bil milli hunda meðan þeir bíða eftir sínum tíma. 
Eftir augnskoðunina eru augu hundsins viðkvæm fyrir birtu svo ekki er ráðlagt að þeir séu í mikilli sól eða birtu, best er að geyma lengri göngutúra eftir augnskoðunina þangað til daginn eftir.

Við biðjum þá sem eru að mæta með hundana sína í skoðun að mæta um 10-15 mínútum fyrir tímann sinn svo hægt sé að setja augndropa í hundana fyrr til þess að allt gangi sem best og við náum að halda áætlun. Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða senda póst á hrfi@hrfi.is ef einhverjar aðrar spurningar vakna.

Áríðandi tilkynning vegna breytinga á skipulagi sýningar 25. ágúst!

24/8/2019

 
Kæru sýnendur og gestir
​

Veðurspáin gæti verið betri á morgun, sunnudag, gul veðurviðvörun er frá kl. 15 en þá er gert ráð fyrir að bæti verulega í vind, auk rigningar. Við vonum það besta, en til öryggis höfum ákveðið að gera nokkrar skipulagsbreytingar á úrslitum, auk þess sem dómum í tegundarhringjum verður hraðað eins og kostur er. Markmiðið er að ná að ljúka sýningunni áður en veðrið skellur á. Við biðjum sýnendur að athuga vel breytingar á dagskrá úrslita.

Úrslit munu fara fram í tveimur hringum samtímis, BIS-hring og sameinuðum hringum 1 og 2 (Aukahringur) sbr. mynd.

Myndataka af sigurvegurum verður á svæði merkt X, eftir úrslit fylgir dómari sigurvegurum þangað svo næsti dagskrárliður geti hafist i hringnum.

Við áætlum að byrja úrslit kl. 12.30 og dagskrá verður sem hér segir:
12.30 BIS Aukahringur (1 og 2)
​Besti afkvæmahópur – Jouko Leiviskä
​​Tegundahópur 4/6 – Francesco Cochetti
Besta ungviði 4-6 mánaða – Jouko Leiviskä
Tegundahópur 10 – Arne Foss
​Tegundahópur 7 – Eeva Rautala​
Tegundahópur 1 - Arne Foss (ath villa í sýningaskrá)
12.30 BIS hringur
​
​Besti hvolpur 6-9 mánaða - Tomas Rohlin
​Besti ræktunarhópur – Karl Erik Johansson
Tegundahópur 3 – Ann Ingram
Tegundahópur 5 – Tomas Rohlin
Tegundahópur 8 – Ralph Dunne
Tegundahópur 2 – Jochen Ebenhardt
Tegundahópur 9 – Francesco Cochetti
Besti ungliði – Jochen Ebenhardt
Besti öldungur – Arne Foss
Best in show - Karl Erik Johansson
Picture

Umsagnir, niðurstöður og sýningaskrár fyrir ágústsýningar 24.-25. ágúst

21/8/2019

 
NKU sýning 24. ágúst 2019:
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190345?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190345/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190345/storering
​
Alþjóðleg sýning 25. ágúst 2019:

Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190346?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/190346/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/190346/storering

Afmælissýning 24.-25. ágúst 2019 - upplýsingar

21/8/2019

 
UPPFÆRT 24.08.2019: Áríðandi tilkynning vegna breytinga á skipulagi sýningar 25. ágúst!
​

Næstu helgi, 24.-25. ágúst, er komið af 50 ára afmælissýningu félagsins sem verður haldin hátíðleg á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk vonum framar en skráðir eru rétt tæplega 1.400 hundar sem munu etja kappi á þessum tveimur sýningum!
Á laugardeginum er NKU Norðurlandasýning en alþjóðleg sýning fer fram á sunnudeginum. Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga. Á sunnudeginum verður boðið upp á dásemdar afmælisköku!
Dómarar helgarinnar verða: Ann Ingram (Írland), Arne Foss (Noregur), Eeva Rautala (Finnland), Francesco Cochetti (Ítalía), Jochen Eberhardt (Þýskaland), Jouko Leiviskä (Finnland), Karl Erik Johansson (Svíþjóð), Ralph Dunne (Írland), Sonny Ström (Svíþjóð) og Tomas Rohlin (Danmörk).
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Angela Lloyd frá Bandaríkjunum. Að þessu sinni eru 27 ungmenni skráð. Keppni hefst kl. 12:15 á yngri flokki og verður í úrslitahringnum.

UPPFÆRT 24.08.2019: Áríðandi tilkynning vegna breytinga á skipulagi sýningar 25. ágúst!

Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)

Hér má finna umsagnir, niðurstöður og sýningaskrár sýninganna

Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 23. ágúst. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 17. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 3 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum. Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. ​
Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra en svipað því sem var á júnísýningunni.

Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri
Picture
Nóg er af bílastæðum og eru þau sem næst eru merkt inn á myndina hér að neðan en þau dreifast á nokkur svæði í kringum túnið. Við biðjum félagsmenn að gæta að því að leggja ekki í íbúastæði eða ólöglega. 

Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Picture
Picture
Picture
​Svæði I eru stæðin með fram Flókagötu milli bílasvæða F og G.
Salerni er á svæðinu, grill sem hægt er nýta og nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið.  Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir. 

Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Íþróttadeild mun sjá um sjoppuna og einnig verður fjöldi sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð og hvetjum við ykkur til að kíkja á sölubása. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.

Vinsamlega athugið að ​lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.

Lokun vegna sýningar

21/8/2019

 
Föstudaginn 23. ágúst verður lokað á skrifstofunni vegna sýningar.
​Einnig verður skrifstofan lokuð 26. ágúst
Hægt er að skila pappírum með því að ýta þeim undir hurðina eða senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is og teljast gögn móttekin þann dag sem þau eru send inn.

Dagskrá afmælissýningarinnar 24.-25. ágúst

11/8/2019

 
​Nú fer að koma að 50 ára afmælissýningunni okkar sem verður haldin helgina 24.-25. ágúst nk. á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk vonum framar og en skráðir voru rétt tæplega 1.400 hundar á tvær sýningar. Á laugardeginum verður NKU sýning og á sunnudeginum verður alþjóðlega sýningin. Dómar hefjast í öllum hringjum kl. 9. Keppni ungra sýnenda hefst kl. 12:15 á yngri flokki í úrslita hringnum.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni – ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.
Vekjum athygli á að einhverjar breytingar hafa orðið á útgefinni dómaraáætlun sem er annars vegar vegna skráningar og hins vegar á sunnudegi vegna þess að dómurum láðist að geta þess við okkur að þeir mættu ekki dæma ákveðnar tegundir vegna regla World Dog Show þar sem þeir dæma þessar tegundir þar, um er að ræða Chihuahua og Border collie.
Dagskrá laugardags 24. ágúst - NKU sýning
File Size: 171 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá sunnudags 25. ágúst - Alþjóðleg sýning
File Size: 170 kb
File Type: pdf
Download File

​Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunum 24.-25. ágúst og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýningastjórn birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.

Skammstafanir í PM: 

BAK - Hvolpar 4-6 mánaða
HVK - Hvolpar 6-9 mánaða
JK - Ungliðaflokkur
MK - Unghundaflokkur
AK - Opinn flokkur
BK - Vinnuhundaflokkur
CHK - Meistaraflokkur
​VK - Öldungaflokkur
PM - laugardaginn 24. ágúst
File Size: 68 kb
File Type: pdf
Download File

PM - sunnudaginn 25. ágúst
File Size: 69 kb
File Type: pdf
Download File

Augnskoðun

1/8/2019

 
Næsta augnskoðun verður haldin 5.-7. september.
Susanne Mølgaard Kaarsholm
 frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið en augnskoðunin fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15,108 Reykjavík 

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 30. ágúst, eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss.

Augnskoðun hunda kostar 6.100 fyrir virka félagsmenn. Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 15.000 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
  • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
  • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). 
  • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole