Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Alþjóðleg haustsýning 8. - 9. október

26/8/2022

 
Nú er komið að alþjóðlegu haustsýningunni okkar sem fer fram dagana 8. - 9. október í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Á laugardag eru áætlaðir tegundahópar 1, 4, 5, 6, 8 og 10 ásamt keppni ungra sýnenda en á sunnudag eru áætlaðir tegundahópar 2, 3, 7 og 9. Dómarar helgarinnar verða: Christine Rossier (Sviss), Marja Kosonen (Finnland), Markku Kipinä (Finnland), Patric Ragnarson (Svíþjóð), Pirjo Aaltonen (Finnland), Stephanie Walsh (Írland) og Svend Løvenkjær (Danmörk). Dómari keppni ungra sýnenda verður Erna Sigríður Ómarsdóttir.

Skráning er hafin á Hundavef og lýkur fyrri skráningarfresti þann 4. september kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 11. septmeber kl 23.59, eða fyrr ef fyllist á sýninguna. 
Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 4. september, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 11. september, kl. 23:59

Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, ekki er veitt tæknileg aðstoð eftir kl. 16 á föstudögum. Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur.
Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1150 skráningar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar, og ef, þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningarfrests.

Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI ÞRIÐJUDAGINN 30. ÁGÚST til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 30. ágúst. Skrifstofa HRFÍ er opin þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningardag.

Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningardegi lýkur.

Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.

Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR

Áminning varðandi sýningartauma

19/8/2022

 
Picture
Að gefnu tilefni viljum við benda félagsmönnum á meðfylgjandi upplýsingapóst frá MAST, varðandi hvaða hálsólar og taumar uppfylla reglugerð um velferð gæludýra.
MAST sýningartaumar
File Size: 683 kb
File Type: pdf
Download File

Hægt er að kynna sér lög um velferð dýra á http://www.althingi.is/lagas/145b/2013055.html og reglugerðir um velferð gæludýra á http://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/atvinnuvega--og- nyskopunarraduneyti/nr/0080-2016

NKU sýning 20.-21. ágúst - Allar upplýsingar

17/8/2022

 
Nú um helgina, 20.-21. ágúst, verður seinni útisýning sumarsins haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna gekk frábærlega en skráðir eru 1.140 hundar sem munu etja kappi á þessari Norðurlanda sýningu.
Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15 á laugardag en kl. 15:30 á sunnudag. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17:30/18.

Dómarar helgarinnar verða: Annette Bystrup (Danmörk), Arvid Göransson (Svíþjóð), Henric Fryckstrand (Svíþjóð), Jussi Liimatainen (Finnland), Laurent Heinesche (Lúxemborg), Massimo Inzoli (Ítalía), Sjoerd Jobse (Svíþjóð), Tiina Taulos (Finnland) og Viktoría Jensdóttir (Ísland).
​
Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum og dómari verður Sjoerd Jobse. Að þessu sinni eru 24 ungmenni skráð. Keppnin hefst kl. 10 í úrslita hringnum við brekkuna.

Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Úrslit, umsanig og sýningaskrá má finna á hundavefur.is


Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 19. ágúst. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 17 en gæti orðið seinna. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 4 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum.

Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. 

Vinsamlega athugið að ​lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. 
​
Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því sem áður var.
Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan. Bendum á að myndin er ekki í réttum hlutföllum, en hún sýnir grófa yfirsýn á svæðinu. 
Picture
Nóg er af bílastæðum og eru þau sem næst eru merkt inn á myndina hér að neðan en þau dreifast á nokkur svæði í kringum túnið. Bannað verður að leggja fyrir framan Skátahúsið svæði F og bannað er að leggja á túninu sjálfu. Við biðjum félagsmenn að gæta að því að leggja ekki í íbúastæði eða ólöglega. Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Salerni er á svæðinu, nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið.  Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir. 

Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.

​Hlökkum til að sjá ykkur!
Picture
Picture
Picture

Tímabundnar breytingar á skrifstofu

16/8/2022

 
Picture
Framkvæmdastjóri félagsins er í tímabundnu leyfi frá störfum fyrir félagið af persónulegum ástæðum.

Silja Ösp Jóhannsdóttir, starfsmaður skrifstofu, tekur við ákveðnum verkefnum framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins fer í fjarveru framkvæmdastjóra með starfsmannamál félagsins.

Ráðið hefur verið í tímabundna stöðu á skrifstofu félagsins.

Á meðan starfsfólk skrifstofu aðlagast nýjum störfum fyrir félagið biðjum við félagsmenn um að sýna þeim skilning og þolinmæði.

Vinsamlegast beinið erindum ykkar til eftirfarandi eftir því sem við á:
​
Silja Ösp Jóhannsdóttur, verkefnastjóri, silja@hrfi.is 
Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri stjórnar, gjaldkeri@hrfi.is
Skrifstofa HRFÍ, hrfi@hrfi.is
Stjórn HRFÍ, stjorn@hrfi.is

Kveðja,
Stjórn HRFÍ

Augnskoðun 11. - 13. ágúst - Upplýsingar - UPPFÆRT

8/8/2022

 
​Minnum félagsmenn á augnskoðunina sem verður næstu daga. Hundar skráðir í skoðun á Reykjavíkursvæðinu  mætta uppí Sólheimakot (sjá leiðarlýsingu hér: http://www.hrfi.is/soacutelheimakot.html). Hundar skráðir á Akureyri eiga að mæta í skoðun í verslun Gæludýr.is - Baldursnesi 8, 603 Akureyri ( Ja.is kort )
​

Tíma þíns hunds er að finna á kvittuninni sem send var við greiðslu. Vinsamlega virðið tímasetningar. 

Augnskoðunin verður rafræn og niðurstöður verður að finna á Hundavef í beinu framhaldi. Sjá leiðbeiningar um  skráningu á Hundavef.is hér. Minnum fólk á ganga vel um kotið okkar og svæðið í kring.

Byrjað verður að skrá í næstu augnskoðun 15. ágúst. Hún verður eingöngu haldin á höfuðborgarsvæðinu dagana 14.-15. október.  


Listi yfir tíma: ATH. hundarnir eru skráðir eftir ættbókarnafni.
fimmtudagur_-_reykjavík.pdf
File Size: 293 kb
File Type: pdf
Download File

föstudagur_-_reykjavík.pdf
File Size: 224 kb
File Type: pdf
Download File

laugardagur_-_reykjavík.pdf
File Size: 253 kb
File Type: pdf
Download File

fimmtudagur_-akureyri.pdf
File Size: 262 kb
File Type: pdf
Download File

Stuðningur til Úkraínu

5/8/2022

 
Stjórn HRFÍ hefur ákveðið að senda fé úr Minningarsjóði Emilíu (Millusjóðnum) til stuðnings hundeigenda í Úkraínu. FCI heldur utan um sjóð sem greiðir til hundaræktarfélags Úkraínu sem síðan sér um að koma vistum til þeirra sem á þurfa að halda.

Minningarsjóður Emilíu er styrktarsjóður og er hlutverk hans að styrkja málefni heimilislausra hunda. Tekjur sjóðsins eru framlög vegna minningarkorta, frjáls framlög einstaklinga og fyrirtækja. Árlegt framlag Hundaræktarfélags Íslands og vextir af höfuðstóli. Stjórn sjóðsins úthlutar styrk/styrkjum 8. ágúst ár hvert.

Við hvetjum því alla sem málið er skylt, hundavini sem aðra, að leggja þessu góða málefni lið.

Reikningsnúmer sjóðsins er: 515-14-608600, kt. 680481-0249 senda þarf staðfestingu á greiðslu á gjaldkeri@hrfi.is.

Starf á skrifstofu

4/8/2022

 
Picture
Laust er tímabundið starf á skrifstofu Hundaræktarfélagsins. Vinnutími er frá 9:00 - 16:00 virka daga, eða á opnunartíma skrifstofu og mun starfsmaður sinna almennum skrifstofustörfum ásamt því að koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa sinnir í samstarfi við framkvæmdastjóra. Í boði er áhugavert starf á skemmtilegum vinnustað. 

Við leitum að einstaklingi sem:  
  • er skipulagður og áreiðanlegur
  • býr yfir góðri tölvuþekkingu og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar
  • hefur ríka þjónustulund
  • hefur gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • hefur áhuga á hundum og þekkingu á starfi félagsins

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2022 og skal umsóknum skilað á netfangið gudny@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFI“. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf.

NKU sýning 20. 21. ágúst!

2/8/2022

 
NKU ágúst sýningin fer fram dagana 20.-21. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Dæmt verður í 8 hringjum báða daga sem hefjast kl. 9.
Samtals eru skráðir 1139 hundur á sýninguna og dómarar helgarinnar verða Annette Bystrup (Danmörk), Arvid Göransson (Svíþjóð), Henric Fryckstrand (Svíþjóð), Jussi Liimatainen (Finnland), Laurent Heinesche (Lúxemborg), Massimo Inzoli (Ítalía), Sjoerd Jobse (Svíþjóð), Tiina Taulos (Finnland) og Viktoría Jensdóttir (Ísland).
Keppni ungra sýnenda verður á laugardag, en Sjoerd Jobse dæmir keppna og eru 24 ungmenni skráð. Keppnin hefst kl. 10 í úrslita hringnum við brekkuna.

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar, PM og dagskrá úrslita. Birt með fyrirvara um villur og breytingar.
Dagskrá laugardag 20. ágúst
File Size: 172 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá sunnudag 21. ágúst
File Size: 158 kb
File Type: pdf
Download File

PM dagskrá 20.-21. ágúst
File Size: 94 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita - drög
File Size: 13 kb
File Type: pdf
Download File

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole