Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Winter Wonderland sýning HRFÍ - Dómaraáætlun og upplýsingar

21/9/2018

 
Nú líður að síðustu sýningu ársins sem verður stórglæsileg Winter Wonderlands sýning sem verður haldin helgina 23.-25. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal.
Föstudaginn 23. nóvember verður hvolpasýning Royal Canin og keppni ungra sýnenda haldin.
Laugardaginn 24. nóvember og sunnnudaginn 25. nóvember verður NKU Norðurlandasýning og Crufts Qualification sýning.
Dómarar helgarinnar verða: Elina Haapaniemi (Finnland), Eva Nielsen (Svíþjóð), Kari Granaas Hansen (Noregi), Leif Herman Wilberg (Noregi) og Juha Kares (Finnland).
Dómari í keppni ungra sýnenda verður Louise Dufwa frá Svíþjóð.

Búið er að opna fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 12. október
Gjaldskrá 2: 26. október
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í SÍÐASTA LAGI 12. OKÓTBER til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15. Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.

Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt nýlegum debetkortum. Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.

Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.

Augnskoðun verður haldin í tengslum við sýninguna, sjá nánar hér.

​
Dómaraáætlun
Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt

Laugardagur 24. nóvember: Tegundahópar 1, 3, 7, 8 og 10
 
Tegundahópur 1:
Australian shepherd: Elina Haapaniemi
Bearded collie: Elina Haapaniemi
Border collie: Elina Haapaniemi
Briard: Elina Haapaniemi
German shepherd dog, báðar felgerðir: Leif Herman Wilberg
Shetland sheepdog: Leif Herman Wilberg
Welsh corgi Pembroke: Leif Herman Wilberg
 
Tegundahópur 3:
Australian silky terrier: Juha Kares
Bedlington terrier: Juha Kares
Irish soft coated wheaten terrier: Juha Kares
West highland white terrier: Juha Kares
Yorkshire terrier: Juha Kares
 
Tegundahópur 7:
Allar tegundir: Juha Kares
 
Tegundahópur 8:
American cocker spaniel: Kari Granaas Hansen
English cocker spaniel: Kari Granaas Hansen
English springer spaniel: Kari Granaas Hansen
Golden retriever: Eva Nielsen
Labador retriever: Eva Nielsen
 
Tegundahópur 10:
Allar tegundir: Kari Granaas Hansen
 

Sunnudagur 25. nóvember: Tegundahópar 2, 4/6, 5 og 9
 
Tegundahópur 2:
Giant schnauzer, black: Elina Haapaniemi
Miniature schnauzer, allir litir: Elina Haapaniemi
Rottweiler: Elina Haapaniemi
Schnauzer, báðir litir: Elina Haapaniemi
 
Tegundahópur 4/6:
Allar tegundir: Eva Nielsen
 
Tegundahópur 5:

Finnish lapphund: Leif Herman Wilberg
Íslenskur fjárhundur: Leif Herman Wilberg
Pomeranian: Kari Granaas Hansen
Siberian husky: Kari Granaas Hansen
 
Tegundahópur 9:
Bichon frise: Kari Granaas Hansen
Cavalier king Charles spaniel: Eva Nielsen
Chihuahua, báðar feldgerðir: Kari Granaas Hansen
Lhasa apso: Juha Kares
Little lion dog: Juha Kares
Papillon: Juha Kares
Phaléne: Juha Kares
Poodle, allar stærðir: Juha Kares
Pug: Kari Granaas Hansen
Russian toy, báðar feldgerðir: Kari Granaas Hansen
Shih tzu: Juha Kares
Tibetan spaniel: Eva Nielsen
Tibetan terrier: Eva Nielsen

Augnskoðun 23.-24. nóvember í Reykjavík

20/9/2018

 
Síðasta augnskoðun ársins verður haldin helgina 23.-24. nóvember í tengslum við nóvembersýningu félagsins. Susanna Mølgaard Kaarsholm frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið en augnskoðunin fer fram í Reiðhöll Fáks í Víðidal og verður tekið á móti hundum hjá miðasölu.

Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ eða í síma 588-5255. Gefa skal upp ættbókarnafn eða ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er föstudagurinn 2. nóvember, eða fyrr ef allir tímar klárast og því biðjum við félagsmenn að vera tímalega að tryggja sér pláss.

Augnskoðun hunda kostar 6.100 fyrir virka félagsmenn.  Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. 15.000 kr. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir „ykkar" hundategund.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ
  • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr). 
  • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr). 
  • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.

​Reglur um menntun veiðiprófsdómara í tegundahópi 7 og samstarf við NKK

18/9/2018

 
Á dögunum samþykkti Stjórn HRFÍ nýjar reglur um menntun dómara í tegundahópi 7.  Vinna hefur staðið í nokkur ár, en það voru þau Herdís Hallmarsdóttir og Svafar Ragnarsson sem leiddu vinnuna. Við samningu reglnanna var litið til gildandi reglna í Noregi en auk þess leitað leiða til að fá aðstoð dómara frá Noregi. Samráð var haft við deildir innan tegundahóps 7 á meðan á vinnunni stóð.  Skipulag og framkvæmd menntunar samkvæmt reglunum er í höndum dómaranefndar en þess utan fá nemendur leiðbeinanda sem fylgir nema og er honum til leiðbeiningar í náminu.  Með það að markmiði að auka þátttöku er opnað á þann möguleika að skipta náminu niður.  Þannig er í dag boðið uppá að hefja dómaranám í annaðhvort sæki- eða vettvangsvinnu ef nemar vilja það frekar en læra á hvorutveggja sem áður var skylda. 

Leitað var leiðsagnar og aðstoðar Norska Hundaræktarfélagsins (NKK) og óskað eftir að fá aðstoð Fuglahundaklúbbsins ytra.  Frændur okkar ytra tóku jákvætt í samstarf og samþykktu að taka þátt í að ýta undir og styrkja menntun íslenskra fuglahundadómara. Bauðst FKF til að reyndur norskur dómari Andreas Bjørn  myndi taka sæti í dómaranefndinni, sem mun sjá um námið og töldu þeir farsælast að einn aðili frá FKF myndi bera ábyrgð sem tengiliður NKK við íslenska námið amk til að byrja með.  Þess utan verður hægt að leita til FKF um að fá norska fuglahundadómara til að taka að sér að vera leiðbeinendur nema í náminu.  Með tilkomu dómaranefndar og leiðbeinenda er það von Hrfí að haldið verði vel utan um þá dómaranema sem hafa áhuga á og eru tilbúnir að skuldbinda sig í náminu.  Til samræmis við framboðna aðstoð FKF skipaði Stjórn Hrfí Andreas Bjørn í dómaranefnd en hann var einn þeirra sem deildirnar höfðu tilnefnt.  Þá eru Egill Bergmann og Svafar Ragnarsson skipaðir í nefndina af dómararáði.
 
NKK og FKF eiga miklar þakkir skildar fyrir að vilja leggja Hundaræktarfélaginu og deildum í tegundahópi 7 lið og mun reynsla þeirra og aðkoma gefa möguleika sem ekki voru áður fyrir hendi.
Það er von félagsins að nýsamþykktar reglur og samstarfið við NKK/FKF muni koma til með að efla menntun dómara í tegundahópi 7 sem og ýta undir fjölda þeirra sem stunda námið.
Reglurnar má finna hér

Upplýsingar fyrir augnskoðun 13.-15.september

12/9/2018

 
Augnskoðun fer fram á skrifstofu félagsins Síðumúla 15, 108 Reykjavík. 13.-15.september nk. 
Jens Knudsen frá Danmörku mun koma og augnskoða fyrir félagið.

Við viljum minna félagsmenn sem eru að koma með hundana sína í augnskoðun að ganga snyrtilega um skrifstofu félagsins og ekki leyfa hundum að merkja innandyra né við inngang.
Gott er að koma með rakkabindi fyrir þá hunda sem eru gjarnir á að merkja inni.
Einnig viljum við minna á að passa bil milli hunda meðan þeir bíða eftir sínum tíma. 
Eftir augnskoðunina eru augu hundsins viðkvæm fyrir birtu svo ekki er ráðlagt að þeir séu í mikilli sól eða birtu, best er að geyma lengri göngutúra eftir augnskoðunina þangað til daginn eftir.

Við biðjum þá sem eru að mæta með hundana sína í skoðun að mæta um 10-15 mínútum fyrir tímann sinn svo hægt sé að setja augndropa í hundana fyrr til þess að allt gangi sem best og við náum að halda tíma áætlun. 
Hægt er að hafa samband við skrifstofu í síma 588-5255 eða senda póst á hrfi@hrfi.is ef einhverjar aðrar spurningar vakna.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole