Stjórn mun fylgjast náið með framvindu mála og mun afgreiðslan opna aftur um leið og hægt er.
Vegna nýrrar bylgju af völdum kórónuveirunnar hefur stjórn samþykkt að loka alfarið fyrir afgreiðslu og bókanir vegna viðburða á skrifstofu félagsins þar til hægt hefur á smitum. Lokað verður frá og með fimmtudeginum 24. september. Reynt verður eftir fremsta megni að halda starfseminni óbreyttri og koma í veg fyrir að lokunin bitni á þjónustu við félagsmenn. Þannig verður áfram svarað á símatíma skrifstofu í síma 588 5255. Félagsmönnum er einnig bent á að hægt er að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is. Þeir sem ekki geta sent pappíra rafrænt er bent á að pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15. Hægt er að millifæra inn á reikning félagsins en reikningsnúmerið er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249. Eins er tekið á móti símgreiðslum gegnum síma. Ef gögn liggja á skrifstofu sem eftir á að sækja þá er hægt að hringja í okkur og við getum lagt þau fyrir framan áður en sótt er.
Stjórn mun fylgjast náið með framvindu mála og mun afgreiðslan opna aftur um leið og hægt er. Eins og öllum er kunnugt er ný covid bylgja farin af stað á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld að mælast til aukinnar varkárni almennings. Í því ljósi höfum við endurmetið stöðuna varðandi fyrirhugaðar sýningar og áveðið að meistarasýningar sem eru á dagskrá næstu helgi, 26. og 27. september, verði færðar aftur um mánuð, eða til 24. og 25. október. n.k. Þá verði hvolpasýningin sem auglýst er 3.-4. október færð aftur til 17.-18. október. Dagsetning meistarasýningar og keppni ungra sýnenda þann er 10.-11. október verður óbreytt.
Vonandi næst að koma böndum á smitin næstu daga og þessar dagsetningar fá að standa. Ef ekki, færum við sýningarnar aftur til á meðan við höfum svigrúm með húsnæði og dómara. Þá gerum við ráð fyrir þeirri breytingu að Þorbjörg Ásta Leifsdóttir dæmi helgina 24. og 25. október eftirfarandi tegundir í stað þeirra dómara sem auglýstir eru í dag: Collie Rough, Collie Smooth, Shetland sheepdog og Siberian Husky. Þeir sem óska eftir að fella skráningu sína niður vegna þessara breytinga (ath. á ekki við um sýningar 10.-11. október), eða eru með hunda sem færast á milli aldursflokka við breytinguna, eru vinsamlegast beðnir um að senda okkur póst þess efnis á hrfi@hrfi.is fyrir lok næsta mánudags, 28. september n.k. Að öðrum kosti gerum við ráð fyrir að skráningin gildi fyrir síðari dagsetningar. Ný skráningalok eru á miðnætti dags sem hér segir og fara sem fyrr fram á hundeweb.dk: Meistarasýning og keppni ungra sýnenda 10. og 11. október: 5. október (óbreytt) Hvolpasýning 17.-18. október: 12. október Meistarasýningar 24. og 25. október: 19. október Baráttukveðjur og farið varlega! Sýningastjórn. Upplýsingar um hvolpasýninguna má finna hér: www.hrfi.is/freacutettir/hvolpasyning-3-4-oktober Upplýsingar um meistarastigssýningarnar má finna hér: www.hrfi.is/freacutettir/meistarastigssyningar-og-keppni-ungra-synenda Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid 19 í heiminum og óvissu um framhaldið sér stjórn HRFÍ sér ekki annað fært en að aflýsa Norðurlandasýningu félagsins sem halda átti í Reiðhöllinni í Víðidal 28.-29. nóvember 2020.
Vonandi munu aðstæður verða okkur hliðhollari þegar næsta sýning félagsins er áætluð í febrúar 2021. Hvolpasýning verður haldin helgina 17.-18. október (var áður áætluð 3.-4. október) í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Sýningin er opin öllum tegundum hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða en keppt verður í tveimur flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Hvolparnir skulu vera full bólusettir.
Eftirfarandi sýningadómarar HRFÍ munu sjá um dómgæslu: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Þorsteinn Thorsteinsson og Þórdís Björg Björgvinsdóttir. Opið er fyrir skráningu á sýninguna sem fram í gegnum Hundeweb.dk til og með 12. október kl. 23:59, nánar um skráningu á sýningar má finna hér. Athugið að dómari sem er tilgreindur í skráningakerfi er ekki endilega dómarinn sem dæmir tegundina. Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningu. Góð upplifun og æfing fyrir hvolpinn er í fyrirrúmi á hvolpasýningu og hlökkum við til að sjá upprennandi sýningahunda félagsins á þessum skemmtilega viðburði. Félagið heldur röð meistarasýninga í október, sjá nánar um þær hér. HRFÍ heldur röð meistarastigssýninga í samstarfi við Félag sýningadómara HRFÍ og ræktunardeildir 10. og 11. október og 24. og 25. október n.k. í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Þá verður keppni ungra sýnenda haldin á sama stað þann 10. október n.k. Skráning fer fram á Hundeweb.dk, nánar um skráningu má finna hér.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 10. og 11. október er 5. október kl. 23:59. Skráningafrestur fyrir sýningarnar 24. og 25. október er 19. otkóber kl. 23:59. Dagskrá 10. október: Keppni ungra sýnenda: Dómari Karen Ösp Guðbjartsdóttir. Keppnin gildir til stiga um sýningahæstu ungu sýnendur ársins. Bichon frise: Þórdís Björg Björgvinsdóttir Íslenskur fjárhundur: Þorsteinn Thorsteinson Poodle: Þórdís Björg Björgvinsdóttir Shih tzu: Þórdís Björg Björgvinsdóttir 11. október: Australian shepherd: Daníel Örn Hinriksson Coton de tuléar: Daníel Örn Hinriksson French bulldog: Viktoría Jensdóttir Giant schnauzer: Viktoría Jensdóttir Griffon: Sóley Ragna Ragnarsdóttir Havanese: Daníel Örn Hinriksson Japanese chin: Sóley Ragna Ragnarsdóttir Miniature schnauzer: Viktoría Jensdóttir Papillon: Daníel Örn Hinriksson Pug: Daníel Örn Hinriksson Schnauzer: Viktoría Jensdóttir Tibetan spaniel: Sóley Ragna Ragnarsdóttir 24. október: Afghan hound: Auður Sif Sigurgeirsdóttir American cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Cavalier king charles spaniel: Sóley Halla Möller English cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir English springer spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Flat-coated retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Golden retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Labrador retriever: Viktoría Jensdóttir Shetland sheepdog: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir 25. október: Bearded collie: Herdís Hallmarsdóttir Border collie: Lilja Dóra Halldórsdóttir Chihuahua: Sóley Halla Möller Collie: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir German shepherd dog: Sóley Halla Möller Pomeranian: Sóley Halla Möller Siberian husky: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir Welsh corgi pembroke: Lilja Dóra Halldórsdóttir Aðrir dómarar sýninganna varadómarar á þær tegundir sem þeir hafa réttindi á, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í samræmi við sýningareglur félagsins: Hvolpaflokkum 4-6 mánaða og 6-9 mánaða, ungliðaflokki, unghundaflokki, opnum flokki, vinnuhundaflokki, meistaraflokki og öldungaflokki. Ekki verður keppt í ræktunar- og afkvæmahópum. Úrslit verða einungis innan hverrar tegundar. Samkvæmt samþykki stjórnar HRFÍ verða ungliðameistarastig einnig veitt í unghundaflokki, sjá hér. Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningum. Félagið heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir helgina 3.-4. október, sjá nánar hér. Stjórn HRFÍ hefur samþykkt að ungliðameistarastig verði veitt bæði í ungliða- og unghundaflokki á sýningum til og með 7. mars 2021 í ljósi þess stutta tíma sem ungliðastig eru í boði fyrir hund og vegna þess að fella þurfti niður júnísýningu og ágústsýningar félagsins vegna Covid-19. Það verða því sitthvor ungliðameistarastigin í boði fyrir besta rakka og bestu tík í ungliða- og unghundaflokki með sambærilegum reglum. Besti ungliði tegundar verður sem áður valinn úr ungliðaflokki.
|
|