Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Augnskoðun - Viðbótardagur - FULLT

19/9/2023

 
ATH. Fullt er orðið í augnskoðun. 

Dagsetningar augnskoðana fyrir árið 2024 hafa enn ekki verið staðfestar en verða auglýstar um leið og það hefur verið gert.
 

Stutt er í næstu augnskoðun og fylltust dagarnir 12. og 13. október gríðarlega hratt. Brugðist var við og bætt við einum degi, 14. október. Þeir sem voru komnir á biðlista hafa fengið sín pláss en fá pláss eru eftir.

Ógreidd pláss verða afskráð 25. september. 




Októbersýning - dagskrá

19/9/2023

 
Það styttist í alþjóðlegu sýningu félagsins í október sem haldin verður helgina 7.-8. október í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
Á sýninguna eru skráðir tæplega 1.100 hundar, auk 34 ungra sýnenda. Dæmt verður í sjö hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.
Dómarar að þessu sinni verða Auður Sif Sigurgeirsdóttir (Ísland), Elisabeth Spillman (Svíþjóð), Fabrizzio La Rocca (Ítalía), Gerard Jipping (Holland), Maija Mäkinen (Finnland), Moa Persson (Svíþjóð) og Tatjana Urek (Slóvenía).
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar. PM og dagskrá úrslita verður birt þegar nær dregur.
Dagskrá - Laugardagur 7. október
File Size: 561 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá - Sunnudagur 8. október
File Size: 565 kb
File Type: pdf
Download File

Hvolpasýning 4. nóvember

16/9/2023

 
Picture
​HRFÍ heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ, laugardaginn 4. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal. 
Sýningin er fyrir hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða og keppt verður í tveimur flokkum: 3-6 mánaða og 6-9 mánaða.
​Allir hvolpar fá skriflega umsögn ásamt því að bestu hvolpar tegundar og sýningar fá fallega rósettu.

Skráningu á www.hundavefur.is lýkur föstudaginn 27. október kl. 15.00. Skráning kostar 3.500 kr.
​
​Sýningin er skemmtileg æfing fyrir hvolpa, sýnendur og dómara! Vonumst til að sjá sem flesta

Básar á októbersýningu - Uppfært!

5/9/2023

 
Því miður er búið að loka fyrir umsóknarferlið þar sem fullt er orðið í alla bása. Við hlökkum mikið til að hafa alla þessa flottu bása - sjáumst hress á sýningu!

Nú er opið fyrir umsóknir á básum á október sýningu HRFÍ. Eingöngu eru 6 pláss af stærðinni 3m x 3m (9fm) til leigu.  Skilafrestur umsókna er 29. september. 

Hér að neðan er umsóknin, vinsamlegast fyllið hana út og sendið á silja@hrfi.is ​
umsókn sölubás á innisýningu 2023.pdf
File Size: 27 kb
File Type: pdf
Download File

Picture

Ræktendanámskeið með Natalju Skalin 15. október - skráning hafin

1/9/2023

 
Picture
Ræktendanámskeið verður haldið þann 15. október næst komandi, en fyrirlesari að þessu sinni er Natalja Skalin. Námskeiðið er opið félagsmönnum HRFÍ og kostar 15.000 kr.
​
Við fögnum því að fá Natalju sem fyrirlesara, enda hefur hún góða reynslu á öllum þeim sviðum sem viðkoma ræktun hunda. Hún er sjálf ræktandi, dýralæknir og FCI viðurkenndur sýningadómari.

Natalja er frá Litháen, þar sem hún ræktaði undir ræktunarnafninu Fantazija, en síðan 2012 hefur hún verið búsett í Svíþjóð og ræktar undir ræktunarnafninu Skabona sem hún á ásamt eiginmanni sínum Bo Skalin. Hún hefur ræktað og átt yfir 70 meistara af tegundunum Rough Collie, Sheltie, dverg Schnauzer og Chihuahua, þar með talið Crufts sigurvegara, heimsmeistara og Evrópumeistara.

Natalja er alhliða sýningadómari, þ.e.a.s. hún dæmir allar tegundir. Hún er með sína eigin dýralæknastofu og er sérfræðingur í æxlun hunda. Hún er meðlimur í ræktunarnefnd sænska Collie-klúbbsins og var formaður ræktunarnefndar Litháenska hundaræktarfélagsins. 

Á námskeiðinu verður farið yfir:
• Upprifjun á kyn-/æxlunarfræði
• Greining eggloss, ákjósanlegasti tími pörunar
• Tæknifrjóvgun
• Meðganga og fæðing
• Vandamál við og eftir fæðingu
• Umönnun nýfæddra hvolpa

Hvernig skrái ég mig?
Millifærir kr. 15.000 inn á reikning HRFÍ, nafn þess sem er að skrá sig í skýringu og prentar kvittun á PDF.
Sendir tölvupóst á hrfi@hrfi.is með "Ræktendanámskeið með Natalja Skalin, 15.10.2023" í efni/subject, skrifar nafn, kennitölu og símanúmer þess sem er að skrá sig í tölvupóstinn og sendir kvittunina með í viðhengi.
Reikningsnúmer félagsins: 0515-26-707729, kennitala: 680481-0249


Vonumst til að sjá sem flesta!

    Eldri fréttir
    ​

    September 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole