
Dagskrá í úrslitum |
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá úrslita á nóvembersýningu HRFÍ. ![]()
Hundaræktarfélagið sendi á dögunum spurningar er varða hagsmunamál okkar félagsmanna til þeirra framboða sem bjóða fram til alþingiskosninganna sem fara fram næstkomandi laugardag. Þess ber að geta að framboðin fengu stuttan tíma til að svara spurningunum en svör þeirra framboða sem bárust ásamt spurningunum sem lagðar voru fyrir þau má sjá í skjali hér að neðan. ![]()
![]() Guðný Rut Isaksen er nýráðinn verkefnastjóri Hundaræktarfélags Íslands og mun hefja störf 1. nóvember nk. Í september var starf verkefnastjóra auglýst og sá Sverrir Briem hjá Hagvangi um allt ráðningarferlið. Þegar búið var að fara í gegnum allar umsóknir voru fulltrúar stjórnar HRFÍ boðaðir til að vera viðstaddir viðtöl nokkurra umsækjenda. Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Pétur Alan Guðmundsson voru fulltrúar stjórnar í viðtölunum. Var það einróma álit Sverris og fulltrúa stjórnar HRFÍ að Guðný væri mjög hæf í starfið enda með menntun og reynslu sem á án efa eftir að koma sér vel í starfinu. Stjórn HRFÍ býður Guðnýju velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins. Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á alþjóðlegu sýningu félagsins 12.-13. nóvember nk.og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring. Sýningastjórn birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst. Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.
|
|