Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Nýtt áhættumat lítur dagsins ljós í apríl 2018

26/10/2017

 
Eftir nokkurra ára baráttu í einangrunarmálum fagnar Hundaræktarfélag íslands ákvörðun Þorgerðar Katrínar að framkvæma nýtt áhættumat.  Fulltrúar Hrfí lögðu á það ríka áherslu að matið væri framkvæmt af óháðum og helst erlendum aðila.  Dr. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir í Danmörku, mun framkvæma matið.
​
Sjá frétt á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/10/26/Nytt-ahaettumat-verdur-unnid-um-innflutning-hunda-og-katta/

Kosningar: Hagsmunamál hundaeigenda

26/10/2017

 
Hundaræktarfélagið sendi á dögunum spurningar er varða hagsmunamál okkar félagsmanna til þeirra framboða sem bjóða fram til alþingiskosninga sem fara fram næstkomandi laugardag. Þess ber að geta að framboðin fengu stuttan tíma til að svara spurningunum en svör þeirra framboða sem bárust ásamt spurningunum sem lagðar voru fyrir þau má sjá í skjali hér að neðan.
Svör framboða við spurningum HRFÍ
File Size: 565 kb
File Type: pdf
Download File

Skref í rétta átt – En betur má ef duga skal

13/10/2017

 
Fyrirhugaðar eru breytingar á reglugerð um hollustuhætti, þannig að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða verði heimilt að leyfa gestum að koma með gæludýr inn á veitingastaði, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.  Af því tilefni óskaði Umhverfisráðuneytið eftir umsögnum með auglýsingu birtri á vef ráðuneytisins 28. september s.l.
HRFÍ hefur allt frá árinu 2015 barist fyrir breytingum á víðtæku banni reglugerðarinnar þar sem hundum er meinaður aðgangur að húsrými og lóðum sem talin eru upp í fylgiskjali 3 með reglugerðinni.  Að áliti HRFÍ felur takmörkunin í sér verulega skerðingu á rétti hundaeigenda til að stunda venjulegt líf sem og skerðingu þess að hægt sé að halda viðburði hjá félaginu í íþróttamannvirkjum án þess að það sé stutt rökum.  
 
Í þessu sambandi taldi félagið rétt að minna á að stjórnvöldum ber, við setningu íþyngjandi stjórnvaldsfyrirmæla, að gæta þess að mál sé nægilega rannsakað og að ekki megi ganga lengra en nauðsyn krefur til að ná fram þeim markmiðum sem reglugerðinni er ætlað að ná fram, þ.e. að stuðla að framkvæmd hollustuverndar. Aðspurt um rök að baki hinu víðfeðma banni var því tilsvarað að meginástæðan fyrir banninu væri að vernda ofnæmissjúklinga fyrir ofnæmisvaka frá dýrum og koma í veg fyrir óþrif frá dýrum í húsrýmum og á lóðum sem heyrðu undir bannið.  Óskaði félagið eftir fundi til að ræða þessi sjónarmið og hitti þáverandi ráðherra 27 maí 2016.  Á þeim fundi var upplýst að unnið væri að endurskoðun reglnanna.
 
Félagið fagnar að sjálfsögðu þeim fyrirhuguðu breytingum sem boðaðar eru enda mikilsvert og jákvætt skref í átt að réttarbótum og hugarfarsbreytingu í garð hundaeigenda.  Hins vegar eru gerðar athugasemdir við þá aðferðarfræði að veita tilslökun á banni enda sé hún röng.  Hundur sé hluti fjölskyldunnar og almennt eigi hundafólk rétt til athafna og frelsis sem verði ekki skert nema sýnt sé fram á nauðsyn slíkrar takmörkunar.  Réttindabarátta félagsins heldur því áfram en betur má ef duga skal.
 
Hjálagt fylgir umsögn félagsins auk rannsókna sem kanna ofnæmisvaka tengdum gæludýrum í annars vegar almenningsvögnum í Helsinki og hins vegar frétt um íslenska rannsókn á ofnæmisvökum sem gerð var í skólastofu og íþróttahúsi að lokinni hundasýningu.
Umsögn HRFÍ um breytingu á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti
File Size: 1661 kb
File Type: pdf
Download File

Ofnæmisvakar í skólastofu
File Size: 444 kb
File Type: pdf
Download File

Occurence of dog, cat and mite allegens in public transport vehicles
File Size: 2221 kb
File Type: pdf
Download File

Bilun í símkerfi - framlengdur frestur á gjaldskrá 1

13/10/2017

 

Við höfum fengið ábendingar um að símkerfið sé ekki að virka sem skyldi og að félagsmenn séu ekki að ná sambandi í mörgum tilfellum. Vegna þessa framlengjum skráningarfrest á gjaldskrá 1 og bætum við mánudeginum 16. október. Við minnum á að hægt er að senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is með skráningum en við höfum svo samband eftir helgina og tökum við greiðslu. 

Nýjir hundafimidómarar og dómaranemar

11/10/2017

 
Á fundi sínum þann 5. október sl. staðfesti stjórn réttindi þeirra Önnu Birnu Björnsdóttur og Stefaníu Björgvinsdóttur til að dæma hundafimikeppnir á Íslandi. Þær Anna og Stefanía voru einnig samþykktar sem dómaranemar til alþjóðlegra réttinda en þær vinna nú að því að öðlast frekari réttindi. Félagið óskar Önnu og Stefaníu innilega til hamingju með áfangann. 
Picture

Winter Wonderland sýning HRFÍ - Dómaraáætlun og upplýsingar

9/10/2017

 
Síðasta sýning ársins verður Winter Wonderland sýning og verður haldin helgina 24.-26. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal.
Föstudagskvöldið 24. nóvember verður hvolpasýning og keppni ungra sýnenda.
Laugardaginn 25. nóvember og sunnudaginn 26. nóvember verður alþjóðleg sýning
Dómarar helgarinnar eru: Frank Kane (Bretland), Gerard Jipping (Holland), Marija Kavcic (Slóvenía), Marie Thorpe (Írland) og Nils Molin (Svíþjóð).


Opið er fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningafrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 13. október
Gjaldskrá 2: 27. október
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 13. október til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15.
Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.

Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt MasterCard debetkortum frá Íslandsbanka (útgefnum eftir 2011). Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.

Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.


Dómaraáætlun

Eftirtaldir dómarar dæma tilgreindar hundategundir. Aðrir dómarar sýningar sem hafa tilskilin réttindi eru varadómarar, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.

Laugardagur 25. nóvember: Tegundahópar 3, 5, 7, 9 & 10

Tegundahópur 3:
Allar tegundir: Marija Kavcic
 
Tegundahópur 5:
Íslenskur fjárhundur: Nils Molin
Samoyed: Marija Kavcic
Siberian husky: Gerard Jipping
 
Tegundahópur 7:
Breton: Frank Kane
Enskur pointer: Frank Kane
Enskur setter: Frank Kane
Gordon setter: Frank Kane
Italian pointing dog: Nils Molin
Írskur setter: Frank Kane
Pudelpointer: Nils Molin
Ungversk vizsla, snöggh.: Frank Kane
Vorsteh, snöggh: Frank Kane
Vorsteh, strýh: Frank Kane
Weimaraner, snöggh: Frank Kane
 
Tegundahópur 9:
Bichon frise: Marie Thorpe
Cavalier king Charles spaniel: Frank Kane
Chihuahua, síðh.: Marie Thorpe
Chihuahua, snöggh.: Marie Thorpe
Tíbet spaniel: Nils Molin
 
Tegundahópur 10
Allar tegundir: Gerard Jipping
 
 
Sunnudagur 26. nóvember – Tegundahópar 1, 2, 4/6 og 8
 
Tegundahópur 1
Australian shepherd: Gerard Jipping
Border collie: Gerard Jipping
Collie rough: Marija Kavcic
Collie smooth: Marija Kavcic
Schäfer, snöggh.: Nils Molin
Schäfer, síðh.: Nils Molin
Shetland sheepdog: Marija Kavcic
 
Tegundahópur 2
Dvergschnauzer, allir litir: Marie Thorpe
Schnauzer, báðir litir: Marie Thorpe
Risaschnauzer, svartur: Marie Thorpe
 
Tegundahópur 8
Labrador retriever: Frank Kane
Golden retriever: Frank Kan

Ritara- og hringstjóranámskeið í október

6/10/2017

 

Nú í október verður haldið ritara- og hringstjóranámskeið fyrir áhugasama félagsmenn. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 28. október 2017 ef næg þátttaka fæst og fer og fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15, 2. h. frá 10-17.00. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og verður boðið upp á léttan hádegisverð fyrir þátttakendur. Gert er ráð fyrir að þeir sem sitji námskeiðið gefi kost á sér til vinnu á næstu sýningum félagsins. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 588 5255 eða í tölvupósti á netfangið hrfi@hrfi.is.
Námskeiðið er frábært tækifæri til að læra meira um sýningar og starfa í framhaldi við þær enda er það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Sýningar eins og annað starf félagsins velta á framlagi félagsmanna. 

Picture
Eins og hér sést er mjög gaman að vinna á sýningu!

Hefur þú þekkingu á mannvirkjagerð?

3/10/2017

 
Við auglýsum eftir félagsmanni sem hefur menntun og/eða reynslu á sviði mannvirkjagerðar til að ljá okkur lið við þarfagreiningu í tengslum við framtíðarhúsnæði félagsins. ​Ef þú vilt taka þátt í spennandi verkefni sendu þá póst á gudny@hrfi.is sem allra fyrst.

Val á afreks- og þjónustuhundi ársins 2017

2/10/2017

 
Á nóvembersýningu HRFÍ, ár hvert eru afreks- og þjónustuhundur ársins heiðraðir. 
Leitað er eftir tilnefningum í þessa samkeppni. 
Með tilnefningunni þarf að fylgja frásögn um hundinn og góðverk hans ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum s.s. nafn hans, aldur, nafn eiganda, nafn sendanda, o.s.frv. 

Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hreinræktaður og allar tilnefningar eru vel þegnar jafnvel þó langt sé um liðið. 

Til að taka þátt í vali um afrekshund ársins þarf hundurinn með einhverjum hætti að hafa komið að björgun manna og/eða dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum einstaklingum eða verið til uppörvunar og hjálpar á einn eða annan hátt. 
Margar frásagnir eru til af hetjudáðum „besta vinar mannsins” sem hafa snortið hjörtu okkar. 

Undir heitið þjónustuhundur ársins tilheyra þeir hundar sem vinna allan ársins hring að þjónustu í samfélaginu. Þar má nefna lögreglu- fíkniefna- toll- björgunarhunda o.s.frv. 
Tilnefningar skal senda með pósti til skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, l08 Reykjavík eða með tölvupósti, netfang: hrfi@hrfi.is 

Skilafrestur rennur út 20. október

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole