Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Winter Wonderland sýning helgina 23.-25. nóvember - upplýsingar og dagskrá

30/10/2018

 
Síðasta sýning ársins 2018, Winter Wonderland sýning HRFÍ, verður haldin helgina 23.-25. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal. Glæsileg skráning er á sýninguna en samtals 803 hundar munu mæta í dóm yfir helgina.

Föstudagskvöldið 23. nóvember verður haldin hvolpasýning Royal Canin sem mun hefjast kl. 18, en þar keppa 180 hvolpar um titilinn “Besti hvolpur sýningar” í tveimur aldursflokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða.
Keppni ungra sýnenda hefst kl. 17 á föstudaginn þar sem 29 ungmenni eru skráð til leiks en dómari í þeirri keppni verður Louise Dufwa frá Svíþjóð.


Laugardag og sunnudag verður haldin NKU Norðurlandasýning og Crufts Qualification sýning þar sem samtals 623 hundar mæta í dóm og keppa um titilinn "Besti hundur sýningar". Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fimm hringjum. Dómarar sýningar eru Elina Haapaniemi (Finnland), Eva Nielsen (Svíþjóð), Kari Granaas Hansen (Noregi), Leif Herman Wilberg (Noregi) og Juha Kares (Finnlandi).

Á þessari sýningu verða einnig stigahæsti hundur og öldungur ársins heiðraðir sem og afreks- og þjónustuhundar ársins.


Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring. 
Dagskrá hvolpasýningar 23. nóvember
File Size: 206 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá sýningar 24.-25. nóvember
File Size: 174 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita 23.-25. nóvember
File Size: 18 kb
File Type: pdf
Download File

Lokun vegna sýningar.

29/10/2018

 
Lokað er á skrifstofu föstudaginn 23.11.2018 vegna sýningar félagsins en einnig verður skrifstofan lokuð mánudaginn 26.11.2018. 
Hægt er senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is en póstur telst móttekinn þann dag sem hann berst. Pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15.    

Einangrunarmál – áhættumat, NKU- yfirlýsing og stuðningur víðs vegar

26/10/2018

 
Picture
Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hafa enn engar niðurstöður borist varðandi nýtt áhættumat vegna innflutnings hunda og katta. Búið er að gefa út að þeirra sé ekki að vænta fyrr en í lok árs 2018.
Þann 24.október sl. birtist yfirlýsing frá NKU – Nordic Kennel Union, sem eru samtök norrænu hundaræktarfélaganna í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, og á Íslandi. Þar kemur fram sameiginlegur stuðningur samtakanna við Hundaræktarfélags Íslands í baráttunni við að fá í gegn nýtt áhættumat sem félagið hefur barist fyrir í mörg ár. Í yfirlýsingunni kemur fram hvatning til íslenskra stjórnvalda um að endurskoða núgildandi reglur sem geri m.a. ráð fyrir því að hundar þurfi að vera í einangrun í fjórar vikur. Fullur stuðningur er við mikilvægi þess að tryggja öryggi þegar um nýja sjúkdóma er að ræða, en það verði að vera í samræmi við þá áhættu sem fyrir hendi er. Það þurfi að mæla áhættuþættina út frá bæði mögulegri áhættu við innflutning gæludýra  og jafnframt aðrar smitleiðir. Núverandi reglur frá 2003 séu orðnar úreltar, og vert að benda á að t.d. ferðamannafjöldi hingað til lands hefur hækkað úr 320.000 gestum árið 2003 upp í 2.224.603 gesti árið 2017.
Samtökin benda á að matið frá 2003 hafi verið hannað á grundvelli aðferðafræði þar sem núverandi aðferð hafi verið borin saman við engar aðferðir og hafi verið stjórnað af íslenskum sérfræðingum sem höfðu mögulega ekki þá víðsýni og innsýn sem nauðsynleg sé í slíku mati. 
Samtökin fagna því að nýtt áhættumat sé unnið fyrir yfirvöld af Dr. Preben Willeberg, sem sé háttvirtur sérfræðingur og eins þeirri staðreynd að gætt hafi verði fyllstu nærgætni við að velja óháðan aðila sem samtökin vonast til að sjái hlutina í skýru ljósi að matinu loknu og fært í hendurnar á yfirvöldum.
Skyldi nýja áhættumatið frá Dr. Willeberg staðfesta að einangrunar sé ekki þörf og hægt sé að tryggja öryggi án einangrunar líkt og kom í ljós á Kýpur og Bretlandi, ætti einangrun að vera með öllu hætt hér á landi. Ef niðurstaðan verði sú að einangrun sé nauðsynleg leggja samtökin áherslu á að hún vari þá eins stutt og mögulegt sé og ekki lengur en sú áhætta sem fyrir hendi sé krefjist. Samtökin segja að velferð dýranna í einangrun sé það sem sé aðalatriðið og í nafni dýravelferðar ætti það að vera möguleiki að leyfa eigendum dýranna að heimsækja þau í einangrun með tilliti til þess að dýrin hafi þörf fyrir að eiga samskipti við eigendur sína.

Picture
Sámur tók símaviðtal við Pekka Olson sem staddur var hér á landi á dögunum.
Pekka er dýralæknir og formaður sænska hundaræktarfélagsins.
Hver er skoðun þín á einangrunarmálum hunda á Íslandi? 
,,Í rauninni lýsir yfirlýsingin frá okkur í NKU minni persónulegu skoðun á þessu máli. Í dag, árið 2018, er tækni, mótefni og lyf í dýralæknafræðum orðin það mikil og þvílíkar framfarir hafa átt sér stað í þessum vísindum frá því árið 2003. Það kæmi mér því verulega á óvart ef niðurstaðan verði óbreytt staða í einangrunarmálum á Íslandi. Ég skil ekki hvers vegna t.d. gæludýravegabréf ættu ekki að virka fyrir ykkur eins og fyrir önnur lönd í heiminum. Það er tími til kominn að stjórnvöld hlusti og skilji um hvað málið snýst“.
​
Pekka er sjálfur menntaður dýralæknir og hefur starfað sem slíkur í fjölda ára. Hann segist vera undrandi á þankagangi íslenskra dýralækna í þessu máli. ,,Tímarnir hafa sannarlega breyst – ég skil ekki þankaganginn í þessu máli“. Ísland hafi ekki verið að glíma við alvarlega sjúkdóma líkt og hundaæði eða hundafár, það séu hér færir dýralæknar og eigendur sem taka ábyrgð á heilbrigði sinna dýra og hugsi vel um þau. Bólusetningar séu góðar og burt séð frá því þá getum við ekki einangrað litla Ísland þótt við vildum. Á sínum tíma hafi parvóvírus smitast um heiminn á einu ári. ,,Það voru ekki hundar sem voru smitberarnir í því alvarlega tilviki – heldur mannfólkið sjálft“.
Einnig nefndi Pekka að hann skildi ekki hvers vegna fólk sem ætti dýr í einangrun mætti ekki heimsækja það á einangrunartímanum. Það væri hæglega hægt að koma því við undir eftirliti. Það væru réttindi dýrsins að eiga möguleika á því að líða sem best á meðan þessari vist stæði. ,,Oft á tíðum er verið að flytja inn unga hunda, jafnvel hvolpa. Þeir eru á viðkvæmasta skeiði ævi sinnar þar sem mikil þörf er á samskiptum við eigendur og umhverfisþjálfun. Ég sé ekki hvaða rök eru þarna að baki“. Verði niðurstaðan sú að einangrun sé áfram nauðsynleg hér á landi sagðist Pekka óska þess að hún yrði eins stutt og mögulegt er og eigendum yrði þá heimilt að heimsækja dýrin sín.
Við þökkum Pekka kærlega fyrir spjallið.
Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir, ritstjóri Sáms

​Hér má svo sjá sameiginlega yfirlýsingu NKU landanna

Joint statement NKU
File Size: 221 kb
File Type: pdf
Download File

Picture

Val á afreks- og þjónustuhundi ársins 2018

22/10/2018

 
Á nóvembersýningu HRFÍ, ár hvert eru afreks- og þjónustuhundur ársins heiðraðir. 
Leitað er eftir tilnefningum í þessa samkeppni.  Með tilnefningunni þarf að fylgja frásögn um hundinn og góðverk hans ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum s.s. nafn hans, aldur, nafn eiganda, nafn sendanda, o.s.frv. 
​

Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hreinræktaður og allar tilnefningar eru vel þegnar jafnvel þó langt sé um liðið.  Til að taka þátt í vali um afrekshund ársins þarf hundurinn með einhverjum hætti að hafa komið að björgun manna og/eða dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum einstaklingum eða verið til uppörvunar og hjálpar á einn eða annan hátt.  Margar frásagnir eru til af hetjudáðum „besta vinar mannsins” sem hafa snortið hjörtu okkar. 
Undir heitið þjónustuhundur ársins tilheyra þeir hundar sem vinna allan ársins hring að þjónustu í samfélaginu. Þar má nefna lögreglu- fíkniefna- toll- björgunarhunda o.s.frv. 
Tilnefningar skal senda með pósti til skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, l08 Reykjavík eða með tölvupósti, netfang: hrfi@hrfi.is 

Skilafrestur rennur út 9. nóvember 2018
Á myndunum má sjá afrekshund ársins 2017, Svarthamars Högnu og þjónustuhund ársins 2017 Samson
Picture
Picture

​Fréttir af áhættumati

22/10/2018

 
Þann 15. október á 19. fundi 149. löggjafarþings lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður eftirfarandi spurningar fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
  1. Hvernig miðar vinnu við nýtt áhættumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings hunda og katta ?
  2. Hyggst ráðherra innleiða svokallaðan gæludýrapassa, eða gæludýravegabréf, sem hefur verið tekinn upp í flestum Evrópulöndum, og heldur utan um þau skilyrði sem uppfylla þarf svo flytja megi gæludýr milli landa?
  3. Telur ráðherra að líta eigi til annarra landa, t.d. Ástralíu og Nýja-Sjálands, þar sem dýr sæta 10 daga einangrun með mismunandi strögum skilyrðum eftir því hvaðan þau koma ?

Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var á þá leið
  1. Vinnan við áhættumatið stendur enn yfir, verkið er unnið af Dr. Preben Willeberg sem er fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur.  Upphaflegar vonir stóðu til að skýrsla um þessi efni yrði tilbúin í apríl á þessu ári, en við vinnuna hafi komið í ljós að verkið er töluvert umfangsmeira en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir.  Íslenskir sérfræðingar hafa lagt fram gögn og aðstoðað Dr. Willeberg í sinni vinnu og að nú standi vonir til að skýrsla um þetta efni liggi fyrir á árinu og eigi síðar en í árslok. 
  2.  Niðurstöðu áhættumatsins sem í vinnslu er á að nýta sem grunn til frekari skoðunar á þessum svokölluðu gæludýravegabréfum að því að honum skilst.
  3. Við vinnuna við áhættumatið verður m.a. litið til framkvæmda og reynslu annarra ríkja og þeirra lausna sem þau hafa gripið til í vörnum gegn dýrasjúkdómum.  Það á að kanna hvort unnt sé að stytta sóttkvíartíma í einhverjum tilfellum, m.a. með hliðsjón af nýjum rannsóknaraðferðum sem hafa verið þróaðar.  Að þvi leyti til er eðlilegt að líta m.a. til annarra landa, svo sem Ástralíu og Nýja Sjálands. 
 
Þorgerður þakkar svör sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvetur hann til að halda sínu fólki við efnið svo hraða megi áhættumatinu sem mest.  Þá bendir hún á að framþróun hafi orðið í dýralækningum, í lyfjum og slíku og að þeir sjúkdómar sem verið er að verja landið fyrir sé í mörgum tilfellum orðið hluti af staðabólusetningum hunda og katta eða það er afar auðvelt að greina þá með prófunum.  Það sé hægt að breyta þessu fyrirkomulagi í þágu dýranna okkar, í þágu dýraverndar og ekki síður í þágu okkar mannfólksins.   Þá bendir Þorgerður Katrín á að ekki hafði verið tekin nein vísindaleg ákvörðun varðandi þá niðurstöðu að fara með einangrunina úr sex mánuðum í þrjá og síðan úr þremur mánuðum í 4 vikur.    Það hafi orðið framþróun í vísindum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr og ekki hægt lengur að beita fyrir sig gamaldags einangrunarsjónarmiðum þegar um er að ræða innflutning á gæludýrunum okkar.  Reglurnar sé hægt að endurskoða án þess að verið sé að ógna öryggi dýra, manna eða umhverfis.
 
Hægt er að horfa á umræðurnar á vef alþingis, eða lesa þar umræðurnar í heild: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20181015T163930


Fulltrúi Íslands á Evrópusýningunni í Póllandi

12/10/2018

 
Picture
Evrópusýning FCI er í Póllandi þessa helgi. Þar eigum við fulltrúa HRFÍ hana Berglindi Gunnarsdóttur sem keppir fyrir hönd Íslands í úrslitakeppni ungra sýnenda á sunnudaginn. Við erum stolt af Berglindi og fylgjumst spennt með henni á sunnudaginn. Áfram Berglind!
Hér á Facebook er hægt að fylgjast með beinni útsendingu af sýningunni.

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole