Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Tafir á gotskráningum

21/10/2022

 
Picture
Stjórn HRFÍ langar að koma því á framfæri við ræktendur félagsins að nokkuð hægt hefur gengið að gefa út ættbækur vegna innsendra gagna.

Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að skil á gögnum er nokkuð ábótavant sem tefur fyrir skráningu auk þess sem eyðublöðin eru oft ekki útfyllt með fullnægjandi hætti. Eru ræktendur félagsins því hvattir til að gera úrbætur og styðjast við gátlistann fyrir ræktendur og fylgja þeim fyrirmælum sem þar koma fram.

Komið hefur til skoðunar að þær gotskráningar sem innihalda öll umbeðin gögn muni fá forgang við skráningu gotsins.

Meðfylgjandi má sjá reglur um skráningu í ættbók og þar er að finna þær kröfur sem gerðar eru til allra tegunda og listi yfir þær tegundir sem eru með sérkröfur. Eins má sjá í viðhengi gátlista fyrir ræktendur þar sem kemur fram þau gögn sem þurfa að fylgja við skráningu. Þau eyðublöð sem ræktendur þurfa að skila inn með gotskráningum má finna hér.



Reglur um skráningu í ættbók
File Size: 356 kb
File Type: pdf
Download File

Gátlisti skráningu í ættbók
File Size: 144 kb
File Type: pdf
Download File

Nýir Winner titlar á Winter Wonderland sýningunni

11/10/2022

 
Sýningastjórn og stjórn félagsins kynna nýja winner titla sem verða nú veittir á nóvember sýningum félagsins. Titlarnir eru í líkindum við titlana sem gefnir eru á öðrum Norðurlöndum, gjarnan á loka sýningunum þeirra. Um er að ræða titilinn Ísland Winner. 
​
Titillinn hljóta þeir hundar sem verða besti rakki og besta tík tegundar, skammstöfun titilsins er ISW-22. Einnig verða gefnir sambærilegir ungliða og öldunga titlar fyrir besta ungliða rakka og tík og besta öldunga rakka og tík (með meistaraefni) ISJW-22 og ISVW-22.

Áður var titillinn ISW notaður fyrir stigahæsta hund ársins, hann hefur verið felldur úr gildi.

Winter Wonderland sýning - 26.-27. nóvember

7/10/2022

 
Nú er loka sýningarhelgi ársins að nálgast og fer Winter Wonderland sýningin okkar fram dagana 26.-27. nóvember í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Á laugardag eru áætlaðir tegundahópar 2, 5, 9 og 10 ásamt keppni ungra sýnenda en á sunnudag eru áætlaðir tegundahópar 1, 3, 4, 6, 7 og 8. Dómarar helgarinnar verða: Anne Tove Strande (Noregur), Benny Blid Von Schedcin (Svíþjóð), Inga Siil (Eistland), Liliane De Ridder-Onghena (Belgía), Per Kr. Andersen (Noregur), Per Svarstad (Svíþjóð) og Sóley Halla Möller (Ísland). Dómari í keppni ungra sýnenda verður Thomas Wastiaux.

Skráning er hafin á Hundavef og lýkur fyrri skráningarfresti þann 16. október kl 23:59 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 30. október kl 23.59, eða fyrr ef fyllist á sýninguna. 
Gjaldskrá 1: sunnudagurinn 16. október, kl. 23:59
Gjaldskrá 2: sunnudagurinn 30. október, kl. 23:59

Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, ekki er veitt tæknileg aðstoð eftir kl. 16 á föstudögum. Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur.
Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1150 skráningar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar, og ef, þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningarfrests.
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI FIMMTUDAGINN 13. OKTÓBER til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is en einnig er hægt að skrá á skrifstofu HRFÍ á sérstökum skráningarblöðum gegn aukagjaldi til og með 13. október. Skrifstofa HRFÍ er opin þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningardag.

Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningardegi lýkur.

Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.

Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR

Alþjóðleg haustsýning um helgina - 8.-9. október

7/10/2022

 
Um helgina verður fjórða sýningar helgin haldin þetta árið í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Skráning á sýninguna er með besta móti, eða um 1.050 hundar eru skráðir til keppni.
Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17:30.

Dómarar helgarinnar verða: Christine Rossier (Sviss), Marja Kosonen (Finnland), Markku Kipinä (Finnland), Patric Ragnarson (Svíþjóð), Pirjo Aaltonen (Finnland), Stephanie Walsh (Írland) og Torbjörn Skaar (Svíþjóð). 
Dómari keppni ungra sýnenda verður Erna Sigríður Ómarsdóttir en keppnin fer fram á laugardag og eru 28 ungmenni skráð til keppni. Áætlað er að keppnin hefjist um kl. 13:30, eða þegar dómum er lokið í hring 3.


Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Úrslit, umsanig og sýningaskrá má finna á hundavefur.is


Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. 

​Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
  • Vinsamlegast keyrum hægt í hesthúsahverfinu - mikið var um of hraðan akstur á svæðinu á öðrum sýningum félagsins
  • STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við ingang.
  • Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku eða í veislusal þar sem veitingasala er.
  • Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
  • Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
  • Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
  • Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.​ Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á haust og vetrarsýningu.
  • Veitingasala verður á staðnum í veislusalnum frá kl. 9-16 ásamt því að miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr. 
  • Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Sýningastjórar eru Silja Ösp Jóhannsdóttir, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Ágústa Pétursdóttir.

Við hlökkum til að sjá ykkur og halda skemmtilega sýningu!
​

Laust starf á skrifstofu

4/10/2022

 
Picture
Laust er starf á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
Vinnutími er frá 9:00 - 16:00 virka daga og mun starfsmaður sinna almennum skrifstofustörfum ásamt því að koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa sinnir í samstarfi við framkvæmdastjóra. Í boði er áhugavert starf á skemmtilegum vinnustað.

Við leitum að einstaklingi sem:
· er skipulagður og áreiðanlegur
· býr yfir góðri tölvuþekkingu og á auðvelt með að tileinka sér nýjungar
· hefur ríka þjónustulund
· hefur gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
· hefur áhuga á hundum og þekkingu á starfi félagsins
​
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2022 og skal umsóknum skilað á netfangið stjorn@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFI“. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf.

Uppfært: vegna fjölda umsókna hefur umsókna tíminn verið uppfærður til 1. nóvember - þökkum viðtökurnar!

    Eldri fréttir
    ​

    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole