Lokað er í dag frá hádegi á skrifstofu vegna sýningar. Einnig er lokað mánudaginn 27.nóvember.
Dómarinn, rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Frank Kane mun halda námskeið fyrir félagsmenn HRFÍ þann 23. nóvember, kl. 19:30 í salnum á annarri hæð í reiðhöll Fáks í Víðidal. Á námskeiðinu mun Frank fara yfir byggingu og hreygingu hunda ásamt öðru á myndrænan og verklegan hátt. Hér má lesa meira um Frank Kane, þekkingu hans og reynslu.
Skráning fer fram í tölvupósti á netfangið hrfi@hrfi.is og er þátttökugjald 3000 kr. Vinsamlega leggið inn þátttökugjald á reikning félagsins í síðasta lagi mánudaginn 20. nóvember. Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249. Athugið að takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og því mælum við með því að skrá sem allra fyrst. Hjá Hundaræktarfélagi Íslands er laust til umsóknar 100% starf á skrifstofu félagsins.
Starfsmaðurinn, sem leitað er að mun koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa félagsins hefur á sinni könnu í náinni samvinnu við verkefnastjóra. Þannig felur starfið meðal annars í sér almenn skrifstofustörf, undirbúning og framkvæmd viðburða (t.d. hundasýninga), umskráningu erlendra ættbóka, útgáfu ættbóka og annað sem til fellur. Við leitum að einstaklingi sem;
Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja bæði á hvolpasýningunni 24. nóvember og á alþjóðlegu sýningu félagsins 25.-26. nóvember n.k. og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring. Sýninganefnd birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst. Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega. Sjá dagskrá sýningar og úrslita hér. ![]()
![]()
![]()
Winter Wonderland sýning HRFÍ verður haldin helgina 24.-26. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal. Glæsileg skráning er á sýninguna en samtals 831 hundur mætir í dóm yfir helgina. Föstudagskvöldið 24. nóvember verður hvolpasýning Royal Canin sem hefst kl. 18.00, en þar keppa 161 hvolpur um titilinn “Besti hvolpur sýningar” í tveimur aldurs flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Á sama tíma fer fram keppni ungra sýnenda þar sem 28 ungmenni eru skráð til leiks. Alþjóðleg sýning fer svo fram á laugardag og sunnudag þar sem samtals 670 hundar mæta í dóm. Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fimm hringjum. Dómarar sýningar eru Frank Kane (Bretland), Gerard Jipping (Holland), Marija Kavcic (Slóvenía), Marie Thorpe (Írland) og Nils Molin (Svíþjóð). Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring.
|
|