Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Umsagnir, sýningaskrár og niðurstöður á netinu

23/11/2018

 
Nú fer sýningarhelgin að hefjast hjá okkur og hér koma hlekkir inn á umsagnir, sýningaskrár og niðurstöður sem verða birt samstundis á netinu.


Hvolpasýning 23. nóvember: 

Sýningaskrá hvolpasýningar: https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=126&UTID=180426
 
Umsagnir og niðurstöður: https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=121&UTID=180426
 
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=57&UTID=180426  
 
 
​
Winter Wonderland sýning 24. og 25. nóvember:

Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=126&UTID=180424
 
Umsagnir og niðurstöður: https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=121&UTID=180424
 
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/dkk/public/openIndex?ARTICLE_ID=57&UTID=180424  

Ungir sýnendur

22/11/2018

 
Keppnin hefst klukkan 17:00, eldri flokkur byrjar í hring 5. Frábær skráning var að þessu sinni en 29 ungmenni eru skráð til leiks, 15 í eldri flokki og 14 í yngri flokki. Það er mikilvægt að sýnendur í eldri flokki mæti tímanlega eða ekki seinna en 16:30 - mæting hjá yngri flokki ekki seinna en 17:00. Keppendur fá númerin sín hjá stjórn ungmennadeildar við hring 5.

Breytingar á sýningareglum í hvolpaflokkum

21/11/2018

 
Við viljum vekja athygli ykkar á því að nokkrar breytingar hafa vera gerðar á sýningareglum um hvolpaflokka og hafa þær tekið gildi og verða því í gildi á Winter Wonderland hvolpasýningunni.
Áður voru veitt heiðursverðlaun fyrir mjög lofandi hvolpa en því hefur nú verið breytt og verða hvolpum veittar einkunnir. Um þrjár einkunnir er að ræða:  Sérlega lofandi (SL), lofandi (L) og minna lofandi (ML). Hvolpur í fyrsta sæti með einkunina sérlega lofandi (SL) keppir um besta hvolp tegundar.
Hér að neðan má sjá breyttar reglur en breytingar hafa verið á 39. og 40. grein sem og 32. grein með útskýringum á einkunnum.
Við óskum ykkur og fallegu hundunum ykkar góðs gengis um helgina!
Sýningareglur HRFÍ
File Size: 438 kb
File Type: pdf
Download File

Picture

Augnskoðanir 2019

19/11/2018

 
Dagsetningar fyrir augnskoðanir hafa verið ákveðnar. Skoðað verður fjórum sinnum í Reykjavík, þar af tvisvar í tengslum við sýningar félagsins í Víðidalnum, og einu sinni á Akureyri.
Skráning í augnskoðun hefst í janúar 2019. 
​Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Augnskoðun 21.-22. febrúar
Skrifstofu HRFÍ, Reykjavík
Dýralæknir: Jens Kai Knudsen.

Augnskoðun 23.-25. maí
23. maí á Akureyri, 24.-25. maí á skrifstofu HRFÍ, Reykjavík
Dýralæknir: Jens Kai Knudsen

Augnskoðun 05.-07. september
Skrifstofu HRFÍ, Reykjavík
Dýralæknir: Susanne Mølgaard Kaarsholm

Augnskoðun 23.-24. nóvember
Reykjavík - Víðidal, í tengslum við nóvembersýningu HRFÍ
Dýralæknir: Susanne Mølgaard Kaarsholm

Dagskrá hringja á Winter Wonderland sýningu HRFÍ 2018

19/11/2018

 
Hér fyrir neðan eru upplýsingar (PM/Promemoria) um dagskrá allra hringja á sýningunum 24.-26. ágúst og fjölda skráðra hunda í tegund/flokkum svo sýnendur sérstaklega í fjölmennum tegundum eigi betra með að átta sig á fjölda hunda á undan sér í dómhring.
Sýninganefnd birtir ekki lengur áætlaða tímasetningu þar sem það er mjög misjafnt hvað dómarar eru lengi að dæma, en almennt má gera ráð fyrir 15-25 hundum pr. klst.  Það er alfarið á ábyrgð sýnanda að vera komin tímanlega.

Skammstafanir: 
BAK - Hvolpar 3-6 mánaða
HVK - Hvolpar 6-9 mánaða
JK - Ungliðaflokkur
MK - Unghundaflokkur
AK - Opinn flokkur
BK - Vinnuhundaflokkur
CHK - Meistaraflokkur
​VK - Öldungaflokkur
PM - hvolpasýningar 23. nóvember
File Size: 34 kb
File Type: pdf
Download File

PM - sýningar laugardag og sunnudag, 24.-25. nóvember
File Size: 68 kb
File Type: pdf
Download File

Fulltrúar okkar á Nordic Winner keppni ungra sýnenda

15/11/2018

 
Í dag fer fram Nordic Winner keppni ungra sýnenda í Noregi þar sem fulltrúar Hundaræktarfélagsins þær Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Lovísa Líf Helenudóttir, Stefanía Stella Baldursdóttir og Vaka Víðisdóttir keppa fyrir hönd okkar og Íslands. Þjálfari liðsins er Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir.
Við fylgjumst spennt með framgöngu liðsins en unga fólkið okkar er félaginu ávallt til mikils sóma og óhætt að segja að framtíðin er björt. 
Úrslitakeppni hefst klukkan 14.00 á íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með útsendingu með því að ýta á slóðina hér að neðan
https://www.youtube.com/user/AgriaDyreforsikring
​

Við óskum stelpunum góðs gengis og áfram Ísland!
Picture

Mikilvægar upplýsingar til þátttakenda Winter Wonderland sýningar

15/11/2018

 
Picture
Nú er Winter Wonderland sýning félagsins handan við hornið og það gleður okkur að tilkynna að við ætlum að prófa að framkvæma sýninguna með aðstoð frá vinum okkar í Danska Hundaræktarfélaginu. Við munum prófa hluta sýningarkerfisins þeirra sem mikið hefur verið lagt í að þróa síðustu ár. Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði og skilning við þessa fyrstu prufu á kerfinu og fullvissum ykkur um að við leysum úr öllu því sem við mögulega getum, ef ekki fyrir sýningu, þá á sýningunni sjálfri. Hér að neðan eru mikilvægar upplýsingar sem gætu komið að gagni og svarað spurningum.   

1. Þátttökunúmer
Á næstu 2-3 dögum fáið þið sýningarnúmer hundanna ykkar send í tölvupósti, vinsamlega athugið að pósturinn kemur frá „Dansk Kennel Klub“ og er frá sjálfvirku netfangi og er því miður ekki á íslensku nema að litlum hluta en þess í stað fáið þið stórkostlegt tækifæri til að æfa ykkur í dönsku.  Ef sýningarnúmerið berst ekki hafið þá samband við miðasölu á sýningunni. 

2. Sýningarskrá
Í þessarri fyrstu keyrslu á kerfinu verða hnökrar á einhverjum upplýsingum í sýningarskrá. Til dæmis getur verið að litur hunda sé rangt skráður eða að einhverja titla vanti og eins birtist einungis fyrsti eigandi hunds í skránni. Ekki láta ykkur bregða þó það slæðist inn danska hér og þar.  Skráin verður rafræn og aðgengileg á sýningardegi en einnig verður hún útprentuð eins og áður.  Slóð á skránna verður birt á vefnum á sýningardegi.

3. Umsagnir 
Umsagnir verða skráðar inn rafrænt á sýningunni og verður hægt að skoða þær um leið og hundur er búinn í dómi. Slóðin á umsagnir og úrslit hringja verður birt á vef hrfi.is og verður hægt að prenta út umsagnir á staðnum gegn smávægilegu gjaldi ellegar prenta sjálfur þegar heim er komið.  Umsagnir allra hunda og einkunnir þeirra verða þannig aðgengilegar áhugasömum á vefnum. 

Við hlökkum til að taka þetta fyrsta skref með nýtt sýningarkerfi og óskum ykkur allrar velgengi og góðrar skemmtunar á Winter Wonderland sýningunni. 


.  

Upplýsingar í sýningarskrá

14/11/2018

 
Upplýsingar um nöfn eigenda hunda sem skráðir eru á sýningar félagsins þann 23.-25. nóvember eru birtar í sýningarskrá sem prentuð er, sett á internetið og afhent skráðum þátttakendum og öðrum sem þess óska. Með skráningu á sýningu samþykkir eigandi að HRFÍ megi birta nöfn eigenda í sýningaskrá og/eða á heimasíðu félagsins þ.m.t. þegar um úrslit er um að ræða.
​
Óski skráður eigandi hunds sem skráður er á sýninguna hins vegar eftir því að nafn hans verði EKKI birt í sýningaskrá er nauðsynlegt að félaginu sé sendur tölvupóstur í síðasta lagi fimmtudaginn 15. nóvember á netfangið hrfi@hrfi.is með eftirfarandi upplýsingum;

Í efnis linu (subject): Eigendaupplýsingar í sýningarskrá
Í meginmáli skeytis: Ættbókarnafn hundsins/hundanna  sem um ræðir.

Ef tölvupóstur berst síðar verður ekki unnt að verða við óskum um að nöfn eiganda birtist ekki í prentaðri sýningarskrá. ​

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole