Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Stærsta sýning frá upphafi! Winter Wonderland 27.-28. nóvember

24/11/2021

 
Þá er komið að þessu! Winter Wonderland sýning okkar fer fram nú um helgina á nýju sýningasvæði, í reiðhöll Spretts í Kópavogi (Samskipahöllin). Stærsta sýning frá upphafi, eða 1150 skráningar!!
Nokkur atriði ber að hafa í huga nú um helgina – við erum auðvitað á nýju svæði sem við skulum ganga vel um og vera hundaeigendum til fyrirmyndar, en einnig erum við að kljást við samkomutakmarkanir, enn aftur, sem gera kröfu um neikvæða niðurstöðu úr PCR prófi eða hraðprófi (á við um alla sem ætla að koma inn á sýningasvæðið um helgina). Einnig er grímuskylda inn í höllinni, innan sem utan hrings.

Dómar hefjast kl. 9 og úrslit áætluð kl. 15:30 báða dagana – Dagskrá, PM og dagskrá úrslita má finna hér. Úrslitum verður streymt á Youtube:
Laugardagur: https://youtu.be/AzJlzdnxcLs
Sunnudagur: https://youtu.be/ju9u4Qz7LMo
Hlekki fyrir sýningaskrá, umsagnir og úrslit má finna hér.

Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
  • Allir þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi eða hraðprófi (rapid test) sem er innan við 48 klst. gamalt við mætingu á sýninguna. Undanskildir þessari kröfu eru þeir sem fæddir eru 2016 eða síðar.
  • Grímuskylda er á svæðinu allan tímann, innan sem utan hrings. Þetta á við alla að undanskildum þeim sem fæddir eru 2006 eða síðar, hvetjum þó til grímunotkunar innan þess hóps.
  • Það er krafist þess einnig að haldin sé skrá yfir gesti sýningar en hægt er að forskrá sig HÉR, sem mun flýta töluvert fyrir innritun á sýningasvæðið svo endilega skráið ykkur fyrirfram.
  • STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við ingang.
  • Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku.
  • Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
  • Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
  • Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
  • Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.​ Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.
  • Dæmt verður í 7 hringjum báða daga og hefjast dómar kl. 9. Verður hvorum degi skipt upp í tvö holl, fyrir og eftir hádegi, þar sem síðara holl hefst kl. 13:00.
  • Við biðjum fólk eftir fremsta megni að miða við að einn fylgi hverjum hundi inn á svæðið og mælst er til þess að sýningasvæði sé yfirgefið er hundur hefur lokið dómi, til að takamarka mikinn fjölda fólks á svæðinu.
  • Engin veitingasala verður á staðnum en miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr. 
  • Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
  • Upplýsingar um hraðpróf má finna meðal annars hér: ​hradprof.covid.is | Forsíða,  COVIDTEST.is og COVID-19 Skyndipróf
Sýningastjórar eru Guðný Rut Isaksen, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Ágústa Pétursdóttir.
Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa loka sýningu ársins með trompi á nýjum stað! Gangi ykkur vel og munum persónulegar sóttvarnir. 

Winter Wonderland sýningin 27.-28. nóvember - Upplýsingar

12/11/2021

 
​Þá er loksins komið að Winter Wonderland sýningunni okkar eftir langt hlé!
Sýningin er Norðurlandasýning og Crufts qualification sýning.
Sýningin verður haldin helgina 27.-28. nóvember á nýju sýningasvæði, í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
Samkomutakmarkanir vegna Covid hafa tekið nokkrum breytingum undanfarið, en samkvæmt núgildandi reglum geta að hámarki 500 manns komið saman, að því gefnu að allir beri andlitsgrímu og framvísi neikvæðri niðurstöðu úr PCR eða hraðprófi (rapid test) sem er innan við 48 klst. gamalt. Undanskildir þessum kröfum eru þeir sem fæddir eru 2016 eða síðar. Þessar takmarkanir munu því gilda um sýninguna og verður sú krafa gerð að allir sem koma inn á sýningasvæðið framvísi slíku prófi og beri grímu.
Þá er þess einnig krafist að haldin sé skrá yfir gesti sýningar en hægt er að forskrá sig HÉR, sem mun flýta fyrir innritun á sýningasvæðið.
Ágústsýningarnar gengu mjög vel þrátt fyrir miklar takmarkanir og við höfum fulla trú á að við getum látið þetta ganga upp líka með hjálp félagsmanna!
Gefið var út að hámarksfjöldi skráninga á sýninguna væri 1000 og þá myndi skráningakerfi loka sjálfkrafa, en sú tala var hækkuð í 1150 þegar tókst að bæta við 7nda dómaranum. Skráningar fylltust þó fyrir lok skráningafrests. Það er því ljóst að metið frá því í ágúst er rækilega slegið og Winter Wonderland sýning 2021 verður stærsta sýning félagsins frá upphafi.
Dæmt verður í 7 hringjum báða daga og verður hvorum degi skipt upp í tvö holl, fyrir og eftir hádegi, þar sem síðara holl hefst kl. 13:00. Mælst er til þess að sýningasvæði sé yfirgefið er hundur hefur lokið dómi, til að takamarka fjölda fólks á svæðinu.
Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Upplýsingar um hraðpróf má finna meðal annars hér:
​hradprof.covid.is | Forsíða
​
COVIDTEST.is
COVID-19 Skyndipróf
Dagskrá - Nóvember 2021
File Size: 184 kb
File Type: pdf
Download File

PM - Nóvember 2021
File Size: 86 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita
File Size: 17 kb
File Type: pdf
Download File

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole