Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Winter Wonderland sýning um helgina - 26.-27. nóvember

23/11/2022

 
Þá er komið að síðust sýningu ársins - Winter Wonderland sýningunni! Sýningin verður haldin í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Skráning á sýninguna er með besta móti en skráning náði hámarkinu 1150, fyrir loka dag skráningar.
Þar sem helgin lendir á fyrstu helgi í aðventu og það styttist í jólahátíðina þá verður jólapeysu þema á sýningunni, hvetjum alla til að mæta í jólalegum klæðnaði og skapa skemmtilega stemmingu.
Allir dómhringir byrja kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15:15. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17:30/18. Í lok dags á sunnudaginn verður athöfn þar sem heiðraðir verða stigahæstu fjórir hundar, öldungar, ræktendur og ungir sýnendur ársins. Við hvetjum félagsmenn að staldra við eftir að úrslitum er lokið og taka þátt í að fagna árangri ársins.

Dómarar helgarinnar verða: Anne Tove Strande (Noregur), Benny Blid Von Schedcin (Svíþjóð), Kitty Sjong (Danmörk), Liliane De Ridder-Onghena (Belgía), Norman Deschuymere (Belgía), Per Kr. Andersen (Noregur) og Sóley Halla Möller (Ísland).
Dómari keppni ungra sýnenda verður Thomas Wastiaux en keppnin fer fram á laugardag og eru 38 ungmenni skráð til keppni. Áætlað er að keppnin hefjist um kl. 13:30, eða þegar dómum er lokið í hring 3.

Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Úrslit, umsanig og sýningaskrá má finna á hundavefur.is


Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. 
​Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
  • Vinsamlegast keyrum hægt í hesthúsahverfinu - mikið var um of hraðan akstur á svæðinu á öðrum sýningum félagsins
  • STANGLEGA BANNAÐ er að vera með hunda á reiðstígum ásamt því að leggja á reiðstígum eða við hesthúsin í hverfinu, næg bílastæði eru við höllina og nóg pláss til að viðra hundana, ásamt pissusvæði innan dyra við ingang.
  • Hundar eru ekki velkomnir upp í stúku eða í veislusal þar sem veitingasala er.
  • Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi (eins og t.d. flexi taumi).
  • Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
  • Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
  • Haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.​ Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á haust og vetrarsýningu.
  • Veitingasala verður á staðnum í veislusalnum frá kl. 9-16 ásamt því að miðasalan og rósettusalan verða á sínum stað. Aðgangur kostar 1.000 kr. 
  • Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Sýningastjórar eru Silja Ösp Jóhannsdóttir, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Ágústa Pétursdóttir.

Við hlökkum til að sjá ykkur og halda þessa síðustu sýningu ársins hátíðlega!

Smalaeðlispróf

14/11/2022

 
Fjár og hjarðhundadeild auglýsir, með fyrirvara um að veður verði ásættanlegt:

Smalaeðlispróf 
helgina 3.- 4.desember og verður sá dagur valinn sem veðurhorfur verða betri.
Hámark 12 hundar komast að og þurfa þeir að hafa náð 6 mánaða aldri.

Prófdómari verður María Dóra Þórarinsdóttir. 
Prófið verður haldið á Bjarnastöðum I í Grímsnesi.
Prófið er fyrir ættbókafærða HRFÍ hunda í deildinni sem rétt hafa til þátttöku. 
 
Hægt er að skrá sig á netfangið hrfi@hrfi.is, merkt Smalaeðlispróf, eða hjá skrifstofu HRFÍ.  Gjald pr hund er samkvæmt gjaldskrá í Vinnupróp HRFÍ kr 6800
Bankaupplýsingar: 515 26 707729  kt 680481-0249
Hundur er skráður þá greiðsla hefur borist.

Val á afreks- og þjónustuhundi ársins 2022

8/11/2022

 
Á nóvembersýningu HRFÍ, ár hvert eru afreks- og þjónustuhundur ársins heiðraðir. 

Leitað er eftir tilnefningum í þessa samkeppni. 

Með tilnefningunni þarf að fylgja frásögn um hundinn og góðverk hans ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum s.s. nafn hans, aldur, nafn eiganda, nafn sendanda, o.s.frv. 

Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hreinræktaður og allar tilnefningar eru vel þegnar jafnvel þó langt sé um liðið. 

Til að taka þátt í vali um afrekshund ársins þarf hundurinn með einhverjum hætti að hafa komið að björgun manna og/eða dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum einstaklingum eða verið til uppörvunar og hjálpar á einn eða annan hátt. 

Margar frásagnir eru til af hetjudáðum „besta vinar mannsins” sem hafa snortið hjörtu okkar. 

Undir heitið þjónustuhundur ársins tilheyra þeir hundar sem vinna allan ársins hring að þjónustu í samfélaginu. Þar má nefna lögreglu- fíkniefna- toll- björgunarhunda o.s.frv. 

Tilnefningar skulu sendar á netfangið stjorn@hrfi.is og rennur skilafrestur út 18. nóvember.

Húsnæðismál félagsins

7/11/2022

 
Til hamingju kæru félagsmenn en Hundaræktarfélagið hefur gengið frá kaupum á efri hæð fasteignarinnar að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Á félagsfundi sem haldinn var 3. október 2022 samþykktu félagsmenn að gengið yrði frá kaupum á fasteigninni. Um er að ræða um 450 m2  húsnæði á einni hæð og er húsnæðinu ætlað að hýsa skrifstofur félagsins auk þess að vera félagsheimili félagsmanna þar sem hægt er að sinna ýmiskonar vinnu með hundum.

Áður en hægt er taka húsnæðið í notkun þurfa að eiga sér stað endurbætur á húsnæðinu sem m.a. fela í sér að fara í umtalsverðar endurbætur á skrifstofurýminu. Þarf að teikna rýmið, rífa allavega að hluta þess og byggja upp að nýju. Þá þarf að mála, setja upp geymslurými og fleira. Eru þeir félagsmenn sem eru liðtækir í að aðstoða við slíka vinnu beðnir um að senda upplýsingar um það á stjórn félagsins (stjorn@hrfi.is) þar sem fram kemur með hvaða hætti þeir geta liðsinnt í þessu verkefni.

Hér að neðan má finna fundagerð af félagsfundinum 3. október 2022 og þá kynningu sem farið var yfir á fundinum.
Félagsfundur húsnæðismál 031022
File Size: 59 kb
File Type: pdf
Download File

Kynning húsnæðismál 031022
File Size: 744 kb
File Type: pdf
Download File

Dagsetningar augnskoðana 2023

7/11/2022

 
Skoðun 1: 
24. - 25. febrúar - Reykjavík


Skoðun 2:
22. - 24. júní - Akureyri og Reykjavík

Skoðun 3:
12. - 13.. október - Reykjavík

Dagskrá Winter Wonderland og Ísland Winner sýningar 26.-27. nóvember

3/11/2022

 
Picture
Winter Wonderland og Ísland Winner sýning HRFÍ fer fram helgina 26.-27. nóvember í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Dæmt verður í 7 hringjum báða daga sem hefjast kl. 9.
Í þetta sinn náðu skráningar hámarki, eða 1150 skráningar. Dómarar að þessu sinni verða Anne Tove Strande (Noregur), Benny Blid Von Schedcin (Svíþjóð), Kitty Sjong (Danmörk), Liliane De Ridder-Onghena (Belgía), Norman Deschuymere (Belgía), Per Kr. Andersen (Noregur) og Sóley Halla Möller (Ísland). Áður auglýstir dómarar Inga Siil og Per Svarstad þurftu því miður að afboða sig vegna óviðráðanlegra aðstæðna og stigu þau Kitty Sjong og  Norman Deschuymere í þeirra stað.
Dómari keppni ungra sýnenda verður
Thomas Wastiaux en keppnin fer fram á laugardag og eru 38 ungmenni skráð til keppni.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar, drög að dagskrá úrslita og PM. Birt með fyrirvara um villur og breytingar.

Heiðrun stigahæstu hunda, öldunga, ræktenda og ungra sýnenda
Á nóvember sýningu félagsins verður sýningaárið 2022 gert upp. Að loknum úrslitum á sunnudeginum verður lokaathöfn þar sem heiðraðir verða fjórir (1.-4. sæti) stigahæstu hundar, öldungar, ræktendur og ungir sýnendur (báðir flokkar) fyrir stigahæsta árangurinn á sýningaárinu 2022. Við hvetjum fólk til að doka við á svæðinu og fagna saman yfir árangri sýningaársins.

Haldið verður áfram með breytt fyrirkomulag á besta ungliða sýningar.
​
Breyting á keppni um besta ungliða sýningar
Á næstu sýningu verður breytt fyrirkomulag á keppni um besta ungliða sýningar. Hvorn dag verða haldnar forkeppnir innan hvers tegundahóps, þ.e. að besti ungliði tegundar keppir við aðra ungliða innan síns tegundahóps í forkeppni. Dómari velur einn ungliða úr hverri forkeppni (hverjum tegundahópi) sem kemur í úrslit um besta ungliða sýningar á sunnudeginum, og verður því einn hundur úr hverjum tegundahóp í keppni um besta ungliða sýningar, líkt og í besta hundi sýningar. Forkeppnirnar munu fara fram í þremur hringjum samtímis, hringjum 1, 2 og 3, sjá nánar dagskrá úrslita.

Dagskrá laugardag 26. nóvember
File Size: 160 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá sunnudag 27. nóvember
File Size: 157 kb
File Type: pdf
Download File

PM 26.-27. nóvember
File Size: 88 kb
File Type: pdf
Download File

Dagskrá úrslita - drög
File Size: 31 kb
File Type: pdf
Download File

Breyting á dómurum á Winter Wonderland sýningunni

1/11/2022

 
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hafa bæði Inga Siil frá Eistlandi og Per Svarstad frá Svíþjóð þurft að afboða sig. Sýningastjórn hefur undan farna daga leitað að dómurum í þeirra stað og munu þau Kitty Sjong frá Danmörku og Norman Deschuymere frá Belgíu dæma í þeirra stað. Einhverjar breytingar verða á áður auglýstri dómaraáætlun vegna þessa, unnið er að gerð dagskrá sem verður birt á næstu dögum. Við þökkum þeim Kitty og Norman kærlega fyrir að geta brugðist við með þessum stutta fyrirvara.

    Eldri fréttir
    ​

    June 2023
    May 2023
    April 2023
    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole