Glöggir félagsmenn hafa einnig séð að greiðsluseðlar vegna árgjalda 2021 hafa þegar borist í heimabanka. Hafir þú ekki fengið greiðsluseðil mátt þú endilega hafa samband við skrifstofu eftir áramót og við kippum því í liðinn.
Þann 1. janúar næstkomandi mun gjaldskrá félagsins taka breytingum til að halda í við breytingar á verðlagi og munu allir liðir utan sýningargjalda hækka um ca. 3,3%. Nánari upplýsingar um ákvarðanir varðandi gjaldskrá má finna í nýjustu fundargerð stjórnar HRFÍ.
Glöggir félagsmenn hafa einnig séð að greiðsluseðlar vegna árgjalda 2021 hafa þegar borist í heimabanka. Hafir þú ekki fengið greiðsluseðil mátt þú endilega hafa samband við skrifstofu eftir áramót og við kippum því í liðinn. Sýningahald á tímum heimsfaraldurs er erfitt í framkvæmd en vegna óvissu um framhaldið næstu mánuði sér stjórn HRFÍ sér ekki annað fært en að aflýsa sýningu félagsins sem halda átti í 6.-7. mars 2021. Við stefnum ótrauð á sýningu í júní á næsta ári.
Um áramót átti nýr 10. kafli reglna um skráningu í ættbók að taka gildi. Kaflinn fjallar um ýmsar heilsufars- og skráningarkröfur sem félagið gerir til hundakynja sem ræktuð eru undir merkjum félagsins. Erfiðlega hefur gengið að funda um ýmsar athugasemdir frá deildum og tengiliðum um ákvæðin vegna Covid ástandsins en stjórn telur mikilvægt að athugasemdir fái ítarlega umfjöllun. Á síðasta fundi stjórnar var því ákveðið að gefa rýmri tíma til úrvinnslu og fresta gildistöku kaflans til 1. mars 2021.
Skrifstofan verður lokuð frá og með mánudeginum 21. desember og opnar aftur mánudaginn 4. janúar. Minnum á að hægt er að senda gögn á hrfi@hrfi.is og teljast þau móttekin þann dag sem þau eru send inn.
Skrifstofan óskar öllum félagsmönnum gleðilegrar hátíðar! |
|