Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Foreldragreining DNA
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Auglýst eftir ritstjóra Sáms

16/12/2021

 
Ritstjóri Sáms hefur yfirumsjón með útgáfu Sáms sem gefinn hefur verið út tvisvar sinnum á ári, um mitt ár og í lok árs en síðasta árið hefur hann verið gefinn út á rafrænu formi. Við leitum að framsýnum ritstjóra með metnað til að taka blaðið og fræðslu félagsins áfram í netheimum. Það eru mikil tækifæri í miðlun upplýsinga og okkur langar til að sjá Sám verða fræðslusetur félagsins til framtíðar.    
Ritstjóri stýrir öflugri ritnefnd sem vinnur að útgáfu blaðsins en hún er ein af fastanefndum félagsins.  Verkefni ritstjóra eru til dæmis; ritstjórn, efnisöflun og skrif í samvinnu við ritnefnd, samskipti við hönnuði, ljósmyndara og aðra sem kunna að koma að efni Sáms en einnig hefur ritstjóri sinnt markaðs- og kynningarmálum.

Æskilegt er að ritstjóri búi yfir:
  • Þekkingu og áhuga á rafrænni miðlun 
  • Þekkingu og áhuga á málefnum Hundaræktarfélagsins
  • Reynslu af fjölmiðla- og útgáfustörfum
  • Gott vald á íslenskri tungu
  • Frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt sem og með öðrum 

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Allar nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HRFÍ á netfanginu gudny@hrfi.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á stjorn@hrfi.is. 
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2022 

Breytt gjaldskrá 2022

15/12/2021

 
Þann 1. janúar næstkomandi mun gjaldskrá félagsins taka breytingum til að halda í við breytingar á verðlagi í þjóðfélaginu.
Nánari upplýsingar um ákvarðanir varðandi gjaldskrá má finna í nýjustu fundargerð stjórnar HRFÍ. 
Breytt gjaldskrá 01.01.2022
File Size: 80 kb
File Type: pdf
Download File

Hundavefur.is kominn í loftið!

8/12/2021

 
Jólin koma aðeins fyrr í ár – Hundavefur.is er kominn í loftið! Eftir ýmsar tafir á að koma vefinum í loftið, að stærstum hluta vegna Covid19, er loksins komið að þessu.
Gagnagrunnurinn okkar er nú kominn á netið á vefslóðinni hundavefur.is. Vefurinn kemur inn í skrefum og fyrsta skrefið er að koma gagnagrunninum inn, meðlimakerfinu ásamt sýningarkerfinu sem við þekkjum frá DKK en er nú í gegnum okkar eigin vef. Viljum taka það fram að þýðing yfir á íslensku er enn í vinnslu og kemur inn jafnt og þétt þar sem vantar, ensk orð eru í staðinn ef valin er íslenska og síðan er í boði á ensku líka. Í framhaldi mun meiri virkni á vefnum opnast á nýju ári, svo sem eigendaskipti, titla umsóknir, got skráningar, skráning á aðra viðburði og fleira, það verður allt ítarlega kynnt þegar kemur að því.
Til að virkja aðganginn sinn þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:
  1. Farið inn á hundavefur.is og smellt á log in/innskráning: HRFI (hundavefur.is)
  2. Fylla þarf út upplýsingar hægra megin á skjánum fyrir NÝJAN NOTANDA – þeir sem eru með netfang skráð hjá félaginu ættu að nota það hér ef þeir geta, hægt er að breyta netfanginu eftir á ef þess er kosið
  3. Í framhaldi af því kemur staðfestingar póstur á netfangið sem þarf að opna og virkja notandann til að geta haldið áfram
  4. Þegar því er lokið er hægt að skrá sig inn á Hundavefinn og ef notað var sama netfang og er á skrá hjá félaginu ættu hundarnir í eigu aðilans að koma upp undir „Mínir hundar“ – ef það gerist ekki endilega sendið póst á hrfi@hrfi.is, merkt „Aðgangur að Hundavef“ með upplýsingum um eiganda og netfang sem á að vera skráð, það verður kíkt á þau mál og lagað sem fyrst
Aðilar sem eru virkir félagsmenn eru allir skráðir virkir inn á Hundavef til janúar 2022 og geta notað gagnagrunninn og séð allar upplýsingar sem eru inn í honum, t.d. ný afstaðnar augnskoðanir í nóvember og desember (að undanskildum þeim sem þurfti að gera á pappír, verið er að vinna í að koma þeim inn). Athugið að eldri heilsufarsskoðanir (augnskoðanir og annað en HD/AD niðurstöður) vantar inn í grunninn, það kemur inn smám saman. Sýningarárangur frá nóvember 2018 sem fór í gegnum danska vefinn koma inn von bráðar í gagnagrunninn.
Smá leiðbeiningar við leit í gagnagrunninum, þegar smellt er á ítarleg leit til að leita af hundum þarf að nota stjörnu „*“ til að fá upp t.d. alla hunda með sama ræktunarnafn (dæmi: Snata*, þá koma upp allir hundar sem byrja á Snata…) eða leita eftir öllum sem hafa Snati í nafninu (dæmi: *Snati, fyrir þá sem hafa eitthvað á undan „Snati“, eða þá *Snati* sem bera möguleg önnur nöfn í kringum „Snati“). Við vekjum athygli á því að leitin er tímabundin á þennan hátt, á nýju ári verður grunnurinn uppfærður og þá verður leitin einfaldari ásamt breyttu útliti á grunninum.
Bendum fólki á að það vantar inn ný skráða hunda síðan 21. september síðast liðinn. Unnið er að því að koma þeim inn í grunninn.
Við biðjum áhugasama að stofna aðgang og kíkja á nýja vefinn og gagnagrunninn – biðjum ykkur líka að sýna okkur biðlund meðan við finnum út úr ýmsum málum sem kunna að koma upp við notkun í byrjun.

Augnskoðun 6.-7. desember í Reykjavík - Tímaúthlutun

1/12/2021

 
Augnskoðað verður í Sólheimakoti (leiðarlýsing) 6. og 7. desember næst komandi. Það er FULLT í augnskoðunina. Tekið verður við tímapöntunum í næstu skoðun eftir áramót. 
Meðfylgjandi eru listar yfir tímasetningar skráðra hunda. Við biðjum fólk að fara vel yfir listann og finna tímana sína. Ekki verður hægt að taka við breytingum á hundum eftir föstudaginn 3. desember.
Við biðjum fólk að virða þá tíma sem því hefur verið úthlutað svo þetta gangi smurt fyrir sig.
​
Biðjum fólk að senda okkur tölvupóst á hrfi@hrfi.is til að forðast álag á síma.
Desember augnskoðun - tímaúthlutun
File Size: 245 kb
File Type: pdf
Download File

    Eldri fréttir
    ​

    March 2023
    February 2023
    January 2023
    December 2022
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Melabraut 17, 220 Hafnarfjörður.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole