Veðurspáin gæti verið betri á morgun, sunnudag, gul veðurviðvörun er frá kl. 15 en þá er gert ráð fyrir að bæti verulega í vind, auk rigningar. Við vonum það besta, en til öryggis höfum ákveðið að gera nokkrar skipulagsbreytingar á úrslitum, auk þess sem dómum í tegundarhringjum verður hraðað eins og kostur er. Markmiðið er að ná að ljúka sýningunni áður en veðrið skellur á. Við biðjum sýnendur að athuga vel breytingar á dagskrá úrslita.
Úrslit munu fara fram í tveimur hringum samtímis, BIS-hring og sameinuðum hringum 1 og 2 (Aukahringur) sbr. mynd.
Myndataka af sigurvegurum verður á svæði merkt X, eftir úrslit fylgir dómari sigurvegurum þangað svo næsti dagskrárliður geti hafist i hringnum.
Við áætlum að byrja úrslit kl. 12.30 og dagskrá verður sem hér segir:
12.30 BIS Aukahringur (1 og 2) Besti afkvæmahópur – Jouko Leiviskä Tegundahópur 4/6 – Francesco Cochetti Besta ungviði 4-6 mánaða – Jouko Leiviskä Tegundahópur 10 – Arne Foss Tegundahópur 7 – Eeva Rautala Tegundahópur 1 - Arne Foss (ath villa í sýningaskrá) | 12.30 BIS hringur Besti hvolpur 6-9 mánaða - Tomas Rohlin Besti ræktunarhópur – Karl Erik Johansson Tegundahópur 3 – Ann Ingram Tegundahópur 5 – Tomas Rohlin Tegundahópur 8 – Ralph Dunne Tegundahópur 2 – Jochen Ebenhardt Tegundahópur 9 – Francesco Cochetti Besti ungliði – Jochen Ebenhardt Besti öldungur – Arne Foss Best in show - Karl Erik Johansson |