Við biðjum fólk um að bera grímur á meðan það er inni á stöðunum (á við um bið og á meðan skoðun stendur) og gæta að persónulegum sóttvörnum, við erum öll almannavarnir.
Núna verður í fyrsta sinn augnskoðunin keyrð í gegnum rafrænt form og biðjum við félagsmenn að sýna okkur biðlund meðan við stígum okkar fyrstu skref í þessu nýja ferli. Minnum fólk á að kynna sér sína tíma vel og virða þá til að þessi stóra skoðun gangi sem best fyrir sig.