• Teknar eru út gamlar tilvísanir í gildistökur eða framkvæmd sem gera má ráð fyrir að hafi ekki þýðingu í dag og fyllt inn í núgildandi reglur miðað við framkvæmd í dag, ss. varðandi auglýsingar við dómhringi, snyrtingu hunda á sýningarsvæði, staðsetningu sýningarnúmers á sýnanda, dagskrá sýningar, staðfestingu FCI á alþjóðlegu stigi og að verðlaunaborða skuli nota á sýningum.
• Bætt er inn heimild til að áminna sýnanda fyrir brot á reglum. Einungis voru fyrir heimildir til harðari refsinga.
• Skýrt að hringstjóranemi telst starfsmaður í dómhring - hæfisreglur eiga því líka við um hann.
• Skýringar á einkunnum endurskoðaðar, sbr. orðalag í FCI reglum.
• Skýring á meistaraefni endurskoðuð sbr. orðalag hjá öðrum Norðurlandafélögum
• Bætt er inn heimild til að veita tvo nýja íslenska titila, öldungameistaratitil og ungliðameistaratitil (stig gefin í samsvarandi flokkum, án áhrifa á önnur meistarastig). Sýningastjórn telur þetta góða leið til að hvetja eigendur eldri og yngri hunda, þar sem hundur hefur ýmist hafa "lokið" sínum sýningaferli eða er svo ungur að hann á erfitt uppdráttar í keppni við eldri og þroskaðri hunda, til að mæta með hunda sína á sýningar.
• Skýringar á afkvæma- og ræktunarhópum eru einfaldaðar og áréttaðar, sú breyting gerð á afkvæmahópum að ræktunardýr þarf ekki að sýna í öðrum keppnisflokki sýningar, en skal hafa hlotið a.m.k. "Good" einkunn á fyrri sýningu.
• Hundar í parakeppni mega ekki hafa hlotið "0" einkunn eða "Ekki hægt að dæma".
Sýningastjórn bendir félagsmönnum að kynna sér vel breyttar sýningareglur, breytingarnar taka gildi 1.júní n.k.