Stjórn þykir þetta miður og vonast til að þetta valdi ekki félagsmönnum óþægindum. Kjörstjórn hefur verið tilkynnt um breyttan fundartíma og hefur tekið ákvörðun, með vísan til 10. gr. laga félagsins, þar sem fram kemur að kosning utan kjörfundar skuli fara fram á skrifstofu félagsins síðustu fimm virka daga fyrir aðalfund, um að ógilda atkvæði sem greidd voru þann 11., 12. og 15. maí sl. Kjörstjórn mun koma saman á næstu dögum og eyða þegar greiddum atkvæðum óséðum og auglýsa utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Ný dagsetning aðalfundar er miðvikudagurinn 31. maí n.k. á Hótel Cabin 7. hæð, Borgartúni 32, 105 Reykjavík og hefst kl. 20:00. Rétt er að vekja athygli á, að kosningarétt hafa þeir sem borgað hafa félagsgjöld fimm virkum dögum fyrir aðalfund.