
Sýningastjórn minnir á að The Kennel Club hafa samþykkt að septembersýningar Hundaræktarfélagsins gefa núna keppnisrétt á Crufts. Crufts er ein elsta og þekktasta hundsýning í heimi sem fer fram í Birmingham Englandi ár hvert og aðeins hundar sem hafa áunnið sér keppnisrétt geta tekið þátt.
Þeir hundar sem verða besta tík og besti rakki ásamt besta ungliða (tík og rakka) á sýningunni 3.- 4. september hafa því áunnið sér þennan rétt. Hundaræktarfélagið mun halda utan um hvaða hundar hafa áunnið sér keppnisrétt og gefa út staðfestingu fyrir þá hunda sem verða skráðir á Crufts.
Skrifstofa náði að verða sér útum Crufts rósettur sem verða til sölu í takmörkuðu upplagi á sýningunni, ef þær hinsvegar klárast og mikill áhugi er hjá sýnendum að fá slíkar rósettur mun verða hægt að hafa samband við skrifstofu, greiða og panta rósettu eftir sýninguna sem verða þá sérpantaðar og sendar heim til fólks við fyrsta tækifæri.
Verðið á Crufts rósettunum er kr.1600.-