
HRFÍ óskar deild íslenska fjárhundsins (DÍF) innilega til hamingju með Dag íslenska fjárhundsins en hann verður haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið í dag og félagið vill nota tækifærið og hvetja alla sem eiga kost á að taka þátt í að gera daginn sem hátíðlegastan.
Þjóðminjasafn Íslands kl. 12.00 – 13.00 – Málþing helgað Mark Watson
Fundarstjóri: Guðni Ágústsson f.v.landbúnaðarráðherra
Íslensku fjárhundarnir og Mark Watson
Þórhildur Bjartmarz f.v. formaður HRFÍ og í forystu nefndar um Dag íslenska fjárhundsins flytur stutt erindi.
Bjargvætturinn Mark Watson
Samantekt Sigríðar Sigurðardóttir safnstjóra í Glaumbæ í Skagafirði. Anna Dóra Antonsdóttir sagnfræðingur flytur.
Landnámshundar og kjölturakkar
“Vitnisburður dýrabeinafornleifafræði um hundahald á Íslandi”
Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur MA
Þórhildur Bjartmarz, fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands sæmd gullmerki félagsins
Árbæjarsafn Kl. 15.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra verða í safninu.
Heimildamynd um íslenska fjárhundinn sýnd.
Guðrún Ragnars Guðjohnsen fyrrverandi formaður Hundaræktarfélags Íslands ræðir við gesti og svarar spurningum.
Íslenskir fjárhundar um borg og bí - Meðal þess sem gert verður í tilefni dagsins:
Íslenskir fjárhundar í miðbæ Reykjavíkur kl. 16.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur ganga í kringum Tjörnina í Reykjavík
Íslenskir fjárhundar í miðbæ Reykjavíkur kl. 18.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur ganga í kringum Tjörnina í Reykjavík
Íslenskir fjárhundar á Þingvöllum kl. 15.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur koma saman á helgasta stað Íslendinga
Íslenskir fjárhundar í miðbæ Akureyrar kl 15.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur koma saman og ganga fylktu liði um bæinn.
Íslenskir fjárhundar í miðbæ Ísafjarðar kl 15.00
Íslenskir fjárhundar á Selfossi kl 16.00
Íslenskir fjárhundar og eigendur koma saman fyrir framan Fjallkonuna og einnig fyrir framan Baldvin og Þorvald og ganga síðan um bæinn.
Íslenskir fjárhundar í Grundarfirði um kvöldið